Gera þurfi víðtækar breytingar til að fá hjúkrunarfræðinga aftur í störfin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2019 19:15 Aldrei hefur veriðjafn mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og síðustu misseri að sögn formanns Hjúkrunarráðs spítalans. Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar starfa ekki í faginu og ef takast á að fá það fólk aftur þurfi að gera úrbætur á ýmsum sviðum. Í fréttum okkar í gær kom fram að fresta hefur þurft sjö af hverjum tíu aðgerðum á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut síðustu vikur og helmingi allra aðgerða frá áramótum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans segir að oft hafi verið erfitt að manna stöður hjúkrunarfræðinga en aldrei eins og síðustu misseri. „Þessi skortur á hjúkrunarfræðingum hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar á Landspítalanum og leitt til þess að loka hefur þurft allt að 40 legurýmum í heilt ár. Spítalinn gæti ráðið 170 hjúkrunarfræðinga án þess að neitt myndi breytast nema að sjálfsögðu að þá væri hægt að opna legurrýmin sem nú eru lokuð,“ segir Marta.Afar alvarlegtástandábráðamóttökuHún segir að ástandið sé mjög slæmt á bráðamóttökunni. „Það er náttúrulega hræðilegt, einkum á bráðamóttökunni bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Þar liggja 20 til 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni meðferð en eru fastir því þeir komast ekki á lyfjadeild því plássin þar eru lokuð.“ segir hún. Hátt íþúsund manns hafa menntun sem hjúkrunarfræðingar en starfa ekki í sínu fagi. Marta segir að ástæðurnar séu margar. „Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að vera í samræmi við laun annarra stétta og í samræmi viðábyrgð og álag í starfi. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf líka að vera aðlaðandi og tæki og búnaður í lagi og samkvæmt nýjustu stöðlum,“ segir hún.Góður vinnustaður Hún segir hins vegar aðþrátt fyrir ýmsa vankanta sé spítalinn góður vinnustaður. „Landspítalinn er eina hátæknisjúkrahúsið okkar það er líka háskólasjúkrahús og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hægt er að vinna við alls konar störf. Hann ætti því að vera afar eftirsóttur vinnustaður en til að það geti orðið þarf að breyta ýmsu,“ segir Marta að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira
Aldrei hefur veriðjafn mikill skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og síðustu misseri að sögn formanns Hjúkrunarráðs spítalans. Hátt í þúsund hjúkrunarfræðingar starfa ekki í faginu og ef takast á að fá það fólk aftur þurfi að gera úrbætur á ýmsum sviðum. Í fréttum okkar í gær kom fram að fresta hefur þurft sjö af hverjum tíu aðgerðum á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut síðustu vikur og helmingi allra aðgerða frá áramótum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Marta Jónsdóttir formaður Hjúkrunarráðs Landspítalans segir að oft hafi verið erfitt að manna stöður hjúkrunarfræðinga en aldrei eins og síðustu misseri. „Þessi skortur á hjúkrunarfræðingum hefur haft mjög alvarlegar afleiðingar á Landspítalanum og leitt til þess að loka hefur þurft allt að 40 legurýmum í heilt ár. Spítalinn gæti ráðið 170 hjúkrunarfræðinga án þess að neitt myndi breytast nema að sjálfsögðu að þá væri hægt að opna legurrýmin sem nú eru lokuð,“ segir Marta.Afar alvarlegtástandábráðamóttökuHún segir að ástandið sé mjög slæmt á bráðamóttökunni. „Það er náttúrulega hræðilegt, einkum á bráðamóttökunni bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga. Þar liggja 20 til 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni meðferð en eru fastir því þeir komast ekki á lyfjadeild því plássin þar eru lokuð.“ segir hún. Hátt íþúsund manns hafa menntun sem hjúkrunarfræðingar en starfa ekki í sínu fagi. Marta segir að ástæðurnar séu margar. „Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að vera í samræmi við laun annarra stétta og í samræmi viðábyrgð og álag í starfi. Starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga þarf líka að vera aðlaðandi og tæki og búnaður í lagi og samkvæmt nýjustu stöðlum,“ segir hún.Góður vinnustaður Hún segir hins vegar aðþrátt fyrir ýmsa vankanta sé spítalinn góður vinnustaður. „Landspítalinn er eina hátæknisjúkrahúsið okkar það er líka háskólasjúkrahús og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hægt er að vinna við alls konar störf. Hann ætti því að vera afar eftirsóttur vinnustaður en til að það geti orðið þarf að breyta ýmsu,“ segir Marta að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira