Atkvæðagreiðslu VR um lífskjarasamning lýkur í dag Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. apríl 2019 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson var sáttur þegar samningar höfðu verið undirritaðir. Fréttablaðið/Ernir Atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR um nýjan kjarasamning lýkur á hádegi í dag. Úrslit verða þó ekki kynnt fyrr en kosningu meðal aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins lýkur en þær atkvæðagreiðslur standa til 23. apríl næstkomandi. „Við ákváðum bara að drífa þetta af fyrir páska enda svo sem ekki eftir neinu að bíða. Það var búið að kynna samninginn og nú bíðum við bara dóms félagsmanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Að sögn Ragnars höfðu rúmlega 5.400 félagsmenn greitt atkvæði um kvöldmatarleytið í gær. Á kjörskrá eru tæplega 36 þúsund manns þannig að þátttakan var 15,1 prósent. „Við settum okkur ekki nein sérstök markmið um þátttökuna. Þetta eru tiltölulega flóknir samningar og mikið í þeim,“ segir Ragnar Þór. Ágætlega hafi gengið að kynna efni samningsins fyrir félagsmönnum en Ragnar Þór hefur ekki viljað skipta sér af því hvernig félagsmenn greiða atkvæði. „Við töldum okkur ekki geta náð meiru út úr þessu en það verður að koma í ljós hvort félagsmenn okkar samþykkja þetta eða senda okkur aftur að teikniborðinu. Það hefur alltaf verið mín stefna í þessu að vera ekki að segja fólki hvað það á að gera. Ég treysti fólki fullkomlega til að taka upplýsta og málefnalega afstöðu til þessa samnings.“ Ragnar Þór segist líka treysta því að fólk geri sér fullkomlega grein fyrir því hvað muni gerast verði samningnum hafnað. „Þá þyrftum við bara að fara aftur inn í Karphús og reyna að ná einhverju meira inn í þetta. Það þyrftum við væntanlega að gera með einhvers konar aðgerðaplani. Ég held við náum ekki meiru í þetta nema með því að fara í einhverjar aðgerðir. Þá hljóta þessir sömu félagsmenn að verða tilbúnir í það.“ Hann segist lesa þannig í stöðuna að fólk sé frekar tilbúið að fara í vegferð lífskjarasamningsins heldur en að fara aftur í átakafarveginn. „Það er ekkert víst að slíkt myndi skila okkur einhverju meiru.“ Ragnar segir að í umræðum um lífskjarasamninginn hafi ýmislegt fallið í skuggann. „Það er fullt af hlutum sem við erum að fara með af stað í dag. Við erum að vinna að því að fullu að fjármagna Blæ, sem er nýtt húsnæðisfélag sem byggir fyrir alla tekjuhópa.“ Hin eiginlega vinna sé að byrja núna. „Ef einhver heldur það að verkalýðsforingjar fari bara í frí eftir kjarasamninga þá er það mikill misskilningur. Nú hefst vinnan við að fylgja þessu öllu eftir. Við erum með stóran og mikinn tékklista sem við þurfum að fara í gegnum, sérstaklega þegar kemur að húsnæðismálum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Formaður Starfsgreinasambands segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. 14. apríl 2019 14:15 Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Formaður Kennarasambands Íslands segir Lífskjarasamninginn ekki vera forsenda til almennra sátta. 14. apríl 2019 13:45 Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. 13. apríl 2019 20:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR um nýjan kjarasamning lýkur á hádegi í dag. Úrslit verða þó ekki kynnt fyrr en kosningu meðal aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins lýkur en þær atkvæðagreiðslur standa til 23. apríl næstkomandi. „Við ákváðum bara að drífa þetta af fyrir páska enda svo sem ekki eftir neinu að bíða. Það var búið að kynna samninginn og nú bíðum við bara dóms félagsmanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Að sögn Ragnars höfðu rúmlega 5.400 félagsmenn greitt atkvæði um kvöldmatarleytið í gær. Á kjörskrá eru tæplega 36 þúsund manns þannig að þátttakan var 15,1 prósent. „Við settum okkur ekki nein sérstök markmið um þátttökuna. Þetta eru tiltölulega flóknir samningar og mikið í þeim,“ segir Ragnar Þór. Ágætlega hafi gengið að kynna efni samningsins fyrir félagsmönnum en Ragnar Þór hefur ekki viljað skipta sér af því hvernig félagsmenn greiða atkvæði. „Við töldum okkur ekki geta náð meiru út úr þessu en það verður að koma í ljós hvort félagsmenn okkar samþykkja þetta eða senda okkur aftur að teikniborðinu. Það hefur alltaf verið mín stefna í þessu að vera ekki að segja fólki hvað það á að gera. Ég treysti fólki fullkomlega til að taka upplýsta og málefnalega afstöðu til þessa samnings.“ Ragnar Þór segist líka treysta því að fólk geri sér fullkomlega grein fyrir því hvað muni gerast verði samningnum hafnað. „Þá þyrftum við bara að fara aftur inn í Karphús og reyna að ná einhverju meira inn í þetta. Það þyrftum við væntanlega að gera með einhvers konar aðgerðaplani. Ég held við náum ekki meiru í þetta nema með því að fara í einhverjar aðgerðir. Þá hljóta þessir sömu félagsmenn að verða tilbúnir í það.“ Hann segist lesa þannig í stöðuna að fólk sé frekar tilbúið að fara í vegferð lífskjarasamningsins heldur en að fara aftur í átakafarveginn. „Það er ekkert víst að slíkt myndi skila okkur einhverju meiru.“ Ragnar segir að í umræðum um lífskjarasamninginn hafi ýmislegt fallið í skuggann. „Það er fullt af hlutum sem við erum að fara með af stað í dag. Við erum að vinna að því að fullu að fjármagna Blæ, sem er nýtt húsnæðisfélag sem byggir fyrir alla tekjuhópa.“ Hin eiginlega vinna sé að byrja núna. „Ef einhver heldur það að verkalýðsforingjar fari bara í frí eftir kjarasamninga þá er það mikill misskilningur. Nú hefst vinnan við að fylgja þessu öllu eftir. Við erum með stóran og mikinn tékklista sem við þurfum að fara í gegnum, sérstaklega þegar kemur að húsnæðismálum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Formaður Starfsgreinasambands segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. 14. apríl 2019 14:15 Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Formaður Kennarasambands Íslands segir Lífskjarasamninginn ekki vera forsenda til almennra sátta. 14. apríl 2019 13:45 Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. 13. apríl 2019 20:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Formaður Starfsgreinasambands segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. 14. apríl 2019 14:15
Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Formaður Kennarasambands Íslands segir Lífskjarasamninginn ekki vera forsenda til almennra sátta. 14. apríl 2019 13:45
Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. 13. apríl 2019 20:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði