Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2019 09:30 Jussi Halla-aho, formaður Sannra Finna, greiddi atkvæði í Helsinki í morgun. epa Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. Mikil spenna er vegna kosninganna þar sem fjórir flokkar hafa mælst með á bilinu 14 til 19 prósent fylgi í könnunum. Sú spurning sem vofir einna helst yfir er hvort og þá hvaða flokkur gæti hugsað sér að mynda stjórn með þjóðernisflokknum Sönnum Finnum sem stefna í að verða næststærstir á þingi. Flokkurinn hefur rekið harða stefnu í innflytjendamálum og hefur fylgi þeirra aukist umtalsvert síðustu vikurnar fyrir kosningar. Alls eiga tvö hundruð þingmenn sæti á finnska þinginu. Kannanir benda til að Jafnaðarmenn, sem hafa verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, verði stærstir á þingi, en gangi kannanir eftir mun enginn flokkur ná að rjúfa 20 prósenta múrinn. Um þriðjungur finnskra kjósenda hefur nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar.Antti Rinne er formaður finnskra Jafnaðarmanna.GettySagði af sér í mars Miðflokkur Juha Sipilä forsætisráðherra, Sameiningarflokkurinn og Sannir Finnar mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2015. Eftir átök innan flokks Sannra Finna árið 2017 sagði rúmur helmingur þingmanna flokksins, þar með talið formaðurinn og utanríkisráðherrann Timo Soini, skilið við þingflokkinn og mynduðu nýjan flokk, Bláa framtíð. Sá flokkur átti þá áfram sæti í ríkisstjórn Sipilä, en þeir sem eftir voru í þingflokki Sannra Finna gengu í stjórnarandstöðu.Sjá einnig: Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Sipilä og stjórn hans sagði af sér í síðasta mánuði eftir að þeim mistókst að koma breytingum á heilbrigðiskerfi landsins í gegnum þingið. Hefur Sipilä leitt starfsstjórn síðan. Heilbrigðismál, innflytjendamál og loftslagsmál hafa verið einna helst áberandi í kosningabaráttunni. Kjörstaðir munu loka klukkan 20 að finnskum tíma, eða 17 að íslenskum tíma. Finnska ríkissjónvarpið hyggst birta útgönguspá sína milli klukkan 18:30 og 19 að íslenskum tíma. Finnland Tengdar fréttir Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn í Finnlandi en þingkosningar fara fram þar í landi á morgun. 13. apríl 2019 14:15 Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. Mikil spenna er vegna kosninganna þar sem fjórir flokkar hafa mælst með á bilinu 14 til 19 prósent fylgi í könnunum. Sú spurning sem vofir einna helst yfir er hvort og þá hvaða flokkur gæti hugsað sér að mynda stjórn með þjóðernisflokknum Sönnum Finnum sem stefna í að verða næststærstir á þingi. Flokkurinn hefur rekið harða stefnu í innflytjendamálum og hefur fylgi þeirra aukist umtalsvert síðustu vikurnar fyrir kosningar. Alls eiga tvö hundruð þingmenn sæti á finnska þinginu. Kannanir benda til að Jafnaðarmenn, sem hafa verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, verði stærstir á þingi, en gangi kannanir eftir mun enginn flokkur ná að rjúfa 20 prósenta múrinn. Um þriðjungur finnskra kjósenda hefur nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar.Antti Rinne er formaður finnskra Jafnaðarmanna.GettySagði af sér í mars Miðflokkur Juha Sipilä forsætisráðherra, Sameiningarflokkurinn og Sannir Finnar mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2015. Eftir átök innan flokks Sannra Finna árið 2017 sagði rúmur helmingur þingmanna flokksins, þar með talið formaðurinn og utanríkisráðherrann Timo Soini, skilið við þingflokkinn og mynduðu nýjan flokk, Bláa framtíð. Sá flokkur átti þá áfram sæti í ríkisstjórn Sipilä, en þeir sem eftir voru í þingflokki Sannra Finna gengu í stjórnarandstöðu.Sjá einnig: Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Sipilä og stjórn hans sagði af sér í síðasta mánuði eftir að þeim mistókst að koma breytingum á heilbrigðiskerfi landsins í gegnum þingið. Hefur Sipilä leitt starfsstjórn síðan. Heilbrigðismál, innflytjendamál og loftslagsmál hafa verið einna helst áberandi í kosningabaráttunni. Kjörstaðir munu loka klukkan 20 að finnskum tíma, eða 17 að íslenskum tíma. Finnska ríkissjónvarpið hyggst birta útgönguspá sína milli klukkan 18:30 og 19 að íslenskum tíma.
Finnland Tengdar fréttir Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn í Finnlandi en þingkosningar fara fram þar í landi á morgun. 13. apríl 2019 14:15 Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn í Finnlandi en þingkosningar fara fram þar í landi á morgun. 13. apríl 2019 14:15
Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08