Gæsahúðin varði lengi eftir óvænta innkomu ráðherra Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 20:00 Óvænt uppákoma varð á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fólks þegar fimm ráðherrar mættu beint af ríkisstjórnarfundi og skrifuðu undir vilja yfirlýsingu þess efnist að næstu tvö ár hljóti Bergið - Headspace sextíu milljóna króna styrk til að koma starfsemi sinni í gang. Stofnandi Headspace í Ástralíu segir þetta stóra stund fyrir Ísland. Ráðherrarnir fimm eru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára sem býður upp á einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu. Þangað getur ungt fólk leitað með öll sín vandamál, stór sem smá. Sigurþóra Bergsdóttir er ein af stofnendum þess. Sonur hennar Bergur Snær, svipti sig lífi aðeins nítján ára gamall. Síðan þá hefur Sigurþóra barist fyrir svona úrræði og eftir þrotlausa vinnu síðustu tvö ár, var stór stund í dag. „Að hálf ríkistjórn Íslands hafi mætt hér á málþingið okkar í dag, beint af ríkisstjórnarfundi, ég bara er ennþá með gæsahúð. Þetta var ótrúlega fallegt móment,“ segir hún brosandi. Headspace leiðin var upphaflega stofnuð í Ástralíu árið 2006 og eru 110 starfandi miðstöðvar þar. Stofnandinn segir mikilvægt að grípa inn í hjá ungu fólki um leið og vandamálin gera vart við sig. „Andleg heilsa ungs fólks er það svið sem mest hefur verið varnrækt í heilbrigðiskerfi okkar, áratugum saman. Andleg heilsa ungs fólks fer versnandi svo ríki eru nú farin aðátta sig á að ef þau takast á viðþessi vandamál auðga þau samfélagið, byggja upp fyrir framtíðina og takast á við sennilega stærsta heilsuvanda sem rík lönd standa frammi fyrir, sem er léleg andleg heilsa,“ segir Patrick. Daníel Þór nýtt Samúelsson er ungur maður sem hefur átt við geð- og fíknivanda að stríða. Hann snéri við blaðinu fyrir tveimur árum og segir Bergið tímamóta úrræði og það sem ungt fólk þurfi hér á landi. „Ísland hefur svo mikið alltaf bara verið að tala og tala og tala um eitthvað en síðan er aldrei neitt gert. Svo koma bara þessar konur upp á sitt einsdæmi og gerðu bara eitthvað geggjað. Ég held bara, eins og ég segi, að þetta sé eitthvað sem landið er búið að vera að bíða eftir,“ segir hann. Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Óvænt uppákoma varð á málþingi Geðhjálpar og Bergsins um geðheilbrigði ungs fólks þegar fimm ráðherrar mættu beint af ríkisstjórnarfundi og skrifuðu undir vilja yfirlýsingu þess efnist að næstu tvö ár hljóti Bergið - Headspace sextíu milljóna króna styrk til að koma starfsemi sinni í gang. Stofnandi Headspace í Ástralíu segir þetta stóra stund fyrir Ísland. Ráðherrarnir fimm eru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Bergið Headspace er þverfaglegt móttöku- og stuðningsúrræði fyrir ungt fólk undir 25 ára sem býður upp á einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu. Þangað getur ungt fólk leitað með öll sín vandamál, stór sem smá. Sigurþóra Bergsdóttir er ein af stofnendum þess. Sonur hennar Bergur Snær, svipti sig lífi aðeins nítján ára gamall. Síðan þá hefur Sigurþóra barist fyrir svona úrræði og eftir þrotlausa vinnu síðustu tvö ár, var stór stund í dag. „Að hálf ríkistjórn Íslands hafi mætt hér á málþingið okkar í dag, beint af ríkisstjórnarfundi, ég bara er ennþá með gæsahúð. Þetta var ótrúlega fallegt móment,“ segir hún brosandi. Headspace leiðin var upphaflega stofnuð í Ástralíu árið 2006 og eru 110 starfandi miðstöðvar þar. Stofnandinn segir mikilvægt að grípa inn í hjá ungu fólki um leið og vandamálin gera vart við sig. „Andleg heilsa ungs fólks er það svið sem mest hefur verið varnrækt í heilbrigðiskerfi okkar, áratugum saman. Andleg heilsa ungs fólks fer versnandi svo ríki eru nú farin aðátta sig á að ef þau takast á viðþessi vandamál auðga þau samfélagið, byggja upp fyrir framtíðina og takast á við sennilega stærsta heilsuvanda sem rík lönd standa frammi fyrir, sem er léleg andleg heilsa,“ segir Patrick. Daníel Þór nýtt Samúelsson er ungur maður sem hefur átt við geð- og fíknivanda að stríða. Hann snéri við blaðinu fyrir tveimur árum og segir Bergið tímamóta úrræði og það sem ungt fólk þurfi hér á landi. „Ísland hefur svo mikið alltaf bara verið að tala og tala og tala um eitthvað en síðan er aldrei neitt gert. Svo koma bara þessar konur upp á sitt einsdæmi og gerðu bara eitthvað geggjað. Ég held bara, eins og ég segi, að þetta sé eitthvað sem landið er búið að vera að bíða eftir,“ segir hann.
Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira