Hjúkrunarfræðingar afar ósáttir við Katrínu Fjeldsted lækni Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2019 11:02 Katrín strýkur hjúkrunarfræðingum öfugt með pistli sínum. Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Pistill Katrínar Fjeldsted læknis, sem birtist nýverið í Læknablaðinu, hefur fallið í afar grýttan jarðveg meðal hjúkrunarfræðinga. Katrín telur tímabært að huga að breytingum og veltir því upp hvort ekki megi stytta grunnnám í hjúkrun í þrjú ár. „Efla þarf klínískan hluta námsins, samskipti við sjúklinga, og draga úr þeirri áherslu sem er á nám í stjórnun.“ Katrín segir sjúkraliða hafa að mestu tekið við því hlutverki að hjúkra sjúklingum en hjúkrunarfræðingar hafa sest við tölvur og sinna í vaxandi mæli stjórnun og skráningu sem er krafa frá stjórnvöldum, en flestum innan heilbrigðiskerfisins finnist hún helst til tímafrek.Katrín sökuð um hroka og fáránleg skrif „Hjúkrunarnám var á sínum tíma flutt á háskólastig. Launabarátta réði þar miklu fremur en fagleg nauðsyn en auk þess stóð metnaður þeirra sem í forsvari voru á þeim tíma til þess að kvennastétt kæmist upp að hlið lækna sem þá voru í meirihluta karlar. Þetta er gjörbreytt; nú er meirihluti læknanema og ungra lækna konur svo þau rök standast ekki lengur,“ segir Katrín meðal annars í grein sinni.Hinn umdeildi pistill Katrínar ber yfirskriftina Rödd góðmennskunnar. En, hjúkrunarfræðingar sjá fátt eitt gott við skrifin, telja þau þvert á móti árás á stéttina.Í lokuðum Facebookhópi hjúkrunarfræðinga eru þessi sjónarmið Katrínar fordæmd með býsna afgerandi hætti. Og eru ef til vill til marks um ríg milli lækna og hjúkrunarfræðinga: „Hvað er Læknablaðið að hugsa með því að birta þessa fáránlegu grein?“ „Ég bara skil ekki af hverju hún var að skrifa þetta.“ „Hrokinn uppmálaður.“ „Læknar í sóknarhug að minnka gildi hjúkrunar – kemur ekki á óvart – finnst þó ég kannist eitthvað við umræðuna.“ Katrín sögð vera að sanna sig sem ein af strákunum Þetta eru dæmi um tóninn í hjúkrunarfræðingum sem eru afar ósáttir margir hverjir við skrif Katrínar. Þetta teljast kaldar kveðjur frá læknum nú þegar kjarasamningar eru á dagskrá. Pistillinn er meira að segja settur í samhengi við sjálft feðraveldið: „Þessi grein væri flokkuð sem hrútskýring ef greinarhöfundur væri karlkyns. Þetta viðhorf sem greinarhöfundur hefur mætti kalla „hryssingu“ = útskýring konu til kynsystur sinnar sem litast af áhrifum feðraveldisins,“ segir þar meðal annars í Facebookhópi hjúkrunarfræðinga, svo dæmi sé tekið. „Það er kannski erfitt fyrir fólk sem hefur mestann sinn starfsferil þurft að sanna sig sem eina af strákunum að horfa nú á vel menntaðar „hjúkrunarkonur“ sinna stjórnunarstöðum og stýra flóknum meðferðarteymum.“ Er grein Katrínar þannig sögð anga af kvenfyrirlitningu. Engin erindi borist Læknablaðinu vegna pistilsins Viðhorf Katrínar teljast þannig forneskjuleg og skilja ýmsir sem til máls taka ekkert í í Læknablaðinu að birta slík skrif? Védís Skarphéðinsdóttir er ritstjórnarfulltrúi á blaðinu og hún segir að ritstjórn hafi ekki borist neinar ábendingar eða að neinn hafi beint óánægju sinni með pistilinn til Læknablaðsins. Enda sé þetta tölublað tiltölulega nýútkomið. Védís segir að um sé að ræða til þess að gera nýlegan dálk í blaðinu; viðhorfspistla lækna um það sem þeim býr í brjósti hverju sinni. Þeim eru engar línur lagðar og pistillinn sem slíkur segi ekkert til um afstöðu blaðsins eða ritstjórnarinnar til hjúkrunarfræðinga. Uppfært 11:40 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún er stödd úti í Brussel á ráðstefnu. Guðbjörg bendir á að Facebookhópurinn sé ekki á vegum félagsins. Guðbjörg hafði séð pistilinn, sagði að það væri málfrelsi á Íslandi en hún vildi ekkert tjá sig um skrif Katrínar að öðru leyti. Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Pistill Katrínar Fjeldsted læknis, sem birtist nýverið í Læknablaðinu, hefur fallið í afar grýttan jarðveg meðal hjúkrunarfræðinga. Katrín telur tímabært að huga að breytingum og veltir því upp hvort ekki megi stytta grunnnám í hjúkrun í þrjú ár. „Efla þarf klínískan hluta námsins, samskipti við sjúklinga, og draga úr þeirri áherslu sem er á nám í stjórnun.“ Katrín segir sjúkraliða hafa að mestu tekið við því hlutverki að hjúkra sjúklingum en hjúkrunarfræðingar hafa sest við tölvur og sinna í vaxandi mæli stjórnun og skráningu sem er krafa frá stjórnvöldum, en flestum innan heilbrigðiskerfisins finnist hún helst til tímafrek.Katrín sökuð um hroka og fáránleg skrif „Hjúkrunarnám var á sínum tíma flutt á háskólastig. Launabarátta réði þar miklu fremur en fagleg nauðsyn en auk þess stóð metnaður þeirra sem í forsvari voru á þeim tíma til þess að kvennastétt kæmist upp að hlið lækna sem þá voru í meirihluta karlar. Þetta er gjörbreytt; nú er meirihluti læknanema og ungra lækna konur svo þau rök standast ekki lengur,“ segir Katrín meðal annars í grein sinni.Hinn umdeildi pistill Katrínar ber yfirskriftina Rödd góðmennskunnar. En, hjúkrunarfræðingar sjá fátt eitt gott við skrifin, telja þau þvert á móti árás á stéttina.Í lokuðum Facebookhópi hjúkrunarfræðinga eru þessi sjónarmið Katrínar fordæmd með býsna afgerandi hætti. Og eru ef til vill til marks um ríg milli lækna og hjúkrunarfræðinga: „Hvað er Læknablaðið að hugsa með því að birta þessa fáránlegu grein?“ „Ég bara skil ekki af hverju hún var að skrifa þetta.“ „Hrokinn uppmálaður.“ „Læknar í sóknarhug að minnka gildi hjúkrunar – kemur ekki á óvart – finnst þó ég kannist eitthvað við umræðuna.“ Katrín sögð vera að sanna sig sem ein af strákunum Þetta eru dæmi um tóninn í hjúkrunarfræðingum sem eru afar ósáttir margir hverjir við skrif Katrínar. Þetta teljast kaldar kveðjur frá læknum nú þegar kjarasamningar eru á dagskrá. Pistillinn er meira að segja settur í samhengi við sjálft feðraveldið: „Þessi grein væri flokkuð sem hrútskýring ef greinarhöfundur væri karlkyns. Þetta viðhorf sem greinarhöfundur hefur mætti kalla „hryssingu“ = útskýring konu til kynsystur sinnar sem litast af áhrifum feðraveldisins,“ segir þar meðal annars í Facebookhópi hjúkrunarfræðinga, svo dæmi sé tekið. „Það er kannski erfitt fyrir fólk sem hefur mestann sinn starfsferil þurft að sanna sig sem eina af strákunum að horfa nú á vel menntaðar „hjúkrunarkonur“ sinna stjórnunarstöðum og stýra flóknum meðferðarteymum.“ Er grein Katrínar þannig sögð anga af kvenfyrirlitningu. Engin erindi borist Læknablaðinu vegna pistilsins Viðhorf Katrínar teljast þannig forneskjuleg og skilja ýmsir sem til máls taka ekkert í í Læknablaðinu að birta slík skrif? Védís Skarphéðinsdóttir er ritstjórnarfulltrúi á blaðinu og hún segir að ritstjórn hafi ekki borist neinar ábendingar eða að neinn hafi beint óánægju sinni með pistilinn til Læknablaðsins. Enda sé þetta tölublað tiltölulega nýútkomið. Védís segir að um sé að ræða til þess að gera nýlegan dálk í blaðinu; viðhorfspistla lækna um það sem þeim býr í brjósti hverju sinni. Þeim eru engar línur lagðar og pistillinn sem slíkur segi ekkert til um afstöðu blaðsins eða ritstjórnarinnar til hjúkrunarfræðinga. Uppfært 11:40 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún er stödd úti í Brussel á ráðstefnu. Guðbjörg bendir á að Facebookhópurinn sé ekki á vegum félagsins. Guðbjörg hafði séð pistilinn, sagði að það væri málfrelsi á Íslandi en hún vildi ekkert tjá sig um skrif Katrínar að öðru leyti.
Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira