Ærumeiðingar verði ekki lengur refsiverðar Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2019 09:05 Fangelsisrefsingar liggja við ærumeiðingum í núgildandi hegningarlögum. Því vill dómsmálaráðherra breyta. Vísir/Vilhelm Refsingar vegna ærumeiðinga verða afnumdar og úrræði vegna þeirra verða færð í sérstök lög á sviði einkaréttar verði nýtt frumvarp dómsmálaráðherra samþykkt á Alþingi. Með frumvarpinu yrði einnig felld úr gildi sérstök vernd sem opinberir starfsmenn, erlend ríki, þjóðhöfðingjar þeirra og fáni hafa notið. Frumvarp dómsmálaráðherra um bætur vegna ærumeiðinga var lagt fram á Alþingi á föstudag. Hljóti það brautargengi á þingi verða ákvæði um ærumeiðingar fjarlægðar úr almennum hegningarlögum. Þannig muni fangelsisrefsingar ekki lengur liggja við þeim og verður aðeins hægt að krefjast miskabóta í einkaréttarmálum. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að ákvæði núverandi hegningarlaga um ærumeiðingar samræmist illa tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Frumvarpinu sé þannig ætlað að færa lagaumhverfi meiðyrðamála til nútímahorfs. Verð frumvarpið að lögum verða ummæli meðal annars undanþegin bótaábyrgð ef um er að ræða gildisdóm, ef sýnt hefur verið fram á að þau hafi verið sönn eða ef þau eru talin réttlætanlegt framlag til umræðu sem varðar almenning. Ekki verður lengur saknæmt að breiða út ærumeiðandi ummæli annarra. Þá verða felld úr lögum ákvæði um ómerkingu ummæla og heimild til að dæma fjárhæðir til að standa straum af kostnaði við birtingu á dómi í meiðyrðamáli. Ekki verður heldur lengur kveðið á um sérstaka vernd æru forseta eða erlendra ríkja, þjóðhöfðingja þeirra og fána. Fyrirningartími krafna vegna ærumeiðinga verður styttur í eitt ár með frumvarpinu. Beinist ærumeiðing að látnum einstaklingi fær eftirlifandi maki, börn og foreldrar þess látna heimild til að krefjast miskabóta. Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Refsingar vegna ærumeiðinga verða afnumdar og úrræði vegna þeirra verða færð í sérstök lög á sviði einkaréttar verði nýtt frumvarp dómsmálaráðherra samþykkt á Alþingi. Með frumvarpinu yrði einnig felld úr gildi sérstök vernd sem opinberir starfsmenn, erlend ríki, þjóðhöfðingjar þeirra og fáni hafa notið. Frumvarp dómsmálaráðherra um bætur vegna ærumeiðinga var lagt fram á Alþingi á föstudag. Hljóti það brautargengi á þingi verða ákvæði um ærumeiðingar fjarlægðar úr almennum hegningarlögum. Þannig muni fangelsisrefsingar ekki lengur liggja við þeim og verður aðeins hægt að krefjast miskabóta í einkaréttarmálum. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að ákvæði núverandi hegningarlaga um ærumeiðingar samræmist illa tjáningarfrelsisákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Frumvarpinu sé þannig ætlað að færa lagaumhverfi meiðyrðamála til nútímahorfs. Verð frumvarpið að lögum verða ummæli meðal annars undanþegin bótaábyrgð ef um er að ræða gildisdóm, ef sýnt hefur verið fram á að þau hafi verið sönn eða ef þau eru talin réttlætanlegt framlag til umræðu sem varðar almenning. Ekki verður lengur saknæmt að breiða út ærumeiðandi ummæli annarra. Þá verða felld úr lögum ákvæði um ómerkingu ummæla og heimild til að dæma fjárhæðir til að standa straum af kostnaði við birtingu á dómi í meiðyrðamáli. Ekki verður heldur lengur kveðið á um sérstaka vernd æru forseta eða erlendra ríkja, þjóðhöfðingja þeirra og fána. Fyrirningartími krafna vegna ærumeiðinga verður styttur í eitt ár með frumvarpinu. Beinist ærumeiðing að látnum einstaklingi fær eftirlifandi maki, börn og foreldrar þess látna heimild til að krefjast miskabóta.
Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira