Katrín og Sturgeon ræddu loftlagsmál og Brexit Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2019 18:15 Katrín Jakobsdóttir kom til Skotlands í morgun á fyrsta degi þriggja daga heimsóknar hennar til Skotlands og Englands. Halla Gunnarsdóttir Aðgerðir í loftlagsmálum voru aðalumræðuefni Katrínar Jakobsdóttur og Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands á fundi þeirra í Edinborg í dag. Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skoskir glæpasagnahöfundar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikinn áhuga á glæpasögum. Katrín Jakobsdóttir kom til Skotlands í morgun á fyrsta degi þriggja daga heimsóknar hennar til Skotlands og Englands. Hún fundaði með Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands í dag þar sem þær ræddu meðal annars samstarf þjóðanna með Nýsjálendingum og fleirum um samspil efnahagsmála og velsældar. „Svo ræddum við loftlagsmál. En það hefur vakið mikla athygli að Sturgeon hefur talað um að það sé neyðarástand vegna loftlagsmála. Þau eru auðvitað að fara í miklar aðgerðir vegna loftslagsbreytinga eins og Íslendingar. Þannig að þar gátum við skipst á skoðunum og reynslusögum,“ segir Katrín. Sturgeon sagði Katrínu enga fundi haldna þessa dagana í Bretlandi án þess að ræða Brexit. Hún lýsti nýlega yfir nauðsyn þess að boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Við ræddum það ekki sérstaklega á okkar fundi. En það liggur auðvitað fyrir að það hefur heldur verið ýtt undir þetta. Atburðarásin í kringum Brexit. Þar sem liggur fyrir að töluverður meirihluti Skota kaus gegn útgöngunni árið 2016,“ segir Katrín. Forsætisráðherra ræddi einnig við forseta skoska þingsins og átti fundi með ráðherra menningarmála, ferðamennsku og alþjóðamála og ráðherra umhverfis- og loftslagsmála í skosku heimastjórninni, meðal annars um samskipti þjóðanna á sviði menntamála eftir Brexit. „Ég skynjaði líka ríkan vilja að hálfu Nicolu Sturgeon til að rækta mjög samskiptin við Ísland og Norðurlönd. Þannig að ég held að það sé óhætt að reikna með góðum samskiptum í framtíðinni,“ segir forsætisráðherra. Þær Sturgeon og Katrín deila áhuga á glæpasögum sem setja sinn svip á hátíðarkvöldverð þeirra í kvöld. „Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Brexit Loftslagsmál Skotland Utanríkismál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Aðgerðir í loftlagsmálum voru aðalumræðuefni Katrínar Jakobsdóttur og Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands á fundi þeirra í Edinborg í dag. Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skoskir glæpasagnahöfundar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikinn áhuga á glæpasögum. Katrín Jakobsdóttir kom til Skotlands í morgun á fyrsta degi þriggja daga heimsóknar hennar til Skotlands og Englands. Hún fundaði með Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands í dag þar sem þær ræddu meðal annars samstarf þjóðanna með Nýsjálendingum og fleirum um samspil efnahagsmála og velsældar. „Svo ræddum við loftlagsmál. En það hefur vakið mikla athygli að Sturgeon hefur talað um að það sé neyðarástand vegna loftlagsmála. Þau eru auðvitað að fara í miklar aðgerðir vegna loftslagsbreytinga eins og Íslendingar. Þannig að þar gátum við skipst á skoðunum og reynslusögum,“ segir Katrín. Sturgeon sagði Katrínu enga fundi haldna þessa dagana í Bretlandi án þess að ræða Brexit. Hún lýsti nýlega yfir nauðsyn þess að boða til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Við ræddum það ekki sérstaklega á okkar fundi. En það liggur auðvitað fyrir að það hefur heldur verið ýtt undir þetta. Atburðarásin í kringum Brexit. Þar sem liggur fyrir að töluverður meirihluti Skota kaus gegn útgöngunni árið 2016,“ segir Katrín. Forsætisráðherra ræddi einnig við forseta skoska þingsins og átti fundi með ráðherra menningarmála, ferðamennsku og alþjóðamála og ráðherra umhverfis- og loftslagsmála í skosku heimastjórninni, meðal annars um samskipti þjóðanna á sviði menntamála eftir Brexit. „Ég skynjaði líka ríkan vilja að hálfu Nicolu Sturgeon til að rækta mjög samskiptin við Ísland og Norðurlönd. Þannig að ég held að það sé óhætt að reikna með góðum samskiptum í framtíðinni,“ segir forsætisráðherra. Þær Sturgeon og Katrín deila áhuga á glæpasögum sem setja sinn svip á hátíðarkvöldverð þeirra í kvöld. „Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Brexit Loftslagsmál Skotland Utanríkismál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna