Páfi skikkar presta og nunnur til að tilkynna brot til yfirmanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2019 19:10 Frans páfi í Páfagarði í dag. AP/Alessandra Tarantino Frans páfi gaf út ný kirkjulög í dag sem kveður á um að allir prestar og aðrir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar eiga að tilkynna grun um kynferðisbrot og yfirhylmingar þeim tengdum til yfirmanna sinna innan kirkjunnar. Lögin segja þó ekki að brot eigi að tilkynna til lögreglu og í rauninni eiga biskupar að halda utan um þessi mál. Kirkjan hefur lengi verið gagnrýnd harðlega vegna aðgerðaleysis og jafnvel yfirhylminga biskupa vegna kynferðisbrota. Páfinn sjálfur hefur verið sakaður um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013.Lögin innihalda þó ákvæði um að fórnarlömb kynferðisbrota geti í einhverjum tilfellum tilkynnt þau brot beint til Vatíkansins. Fórnarlömb kynferðisbrota og talsmenn þeirra segja lög páfans þó skref í rétta átt, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt lögunum myndu allir sem tilkynna möguleg brot hljóta vernd og eiga öll biskupsdæmi kirkjunnar að búa yfir leiðum sem fólk getur notað til að tilkynna grun um kynferðisbrot með nafnleynd. Lögin fela einnig í sér starfsferla varðandi það ef biskupar sjálfir, kardinálar eða aðrir háttsettir starfsmenn kirkjunnar verða fyrir ásökunum.Samkvæmt Reuters eru reglur sem þessar til staðar í biskupsdæmum í sumum ríkjum eins og Bandaríkjunum. Þau vantar þó víða.Markmiðið að bregðast við gagnrýni Með þessum lögum vill Frans bregðast við gífurlegri gagnrýni sem kirkjan hefur orðið fyrir á undanförnum árum vegna kynferðisbrota innan kirkjunnar og ásakana um yfirhylmingar sem hafa dregið verulega úr trúverðugleika kirkjunnar og grafið undan páfatíð hans. „Fólk verður að vita að biskupar þjóna þeim,“ hefur AP eftir Charles Scicluna, erkibiskupi sem hefur lengi starfað við að rannsaka kynferðisbrot innan kirkjunnar. „Þeir eru ekki hafnir yfir lögin og ef þeir brjóta af sér verður að tilkynna þá.“ Eins og áður segir hafa lögin verið gagnrýnd þar sem þau skikka starfsmenn kirkjunnar ekki til að tilkynna brot eða grun um brot til lögreglu. Þess í stað standa eldri tilmæli um að fylgja eigi lögum hvers lands eða héraðs fyrir sig varðandi það hvort nauðsynlegt sé að tilkynna brot til lögreglu. Vatíkanið segir kirkjuna ekki geta skikkað fólk til að fara til lögreglunnar vegna fjölbreytileika laga um heim allan. Páfagarður Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Frans páfi gaf út ný kirkjulög í dag sem kveður á um að allir prestar og aðrir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar eiga að tilkynna grun um kynferðisbrot og yfirhylmingar þeim tengdum til yfirmanna sinna innan kirkjunnar. Lögin segja þó ekki að brot eigi að tilkynna til lögreglu og í rauninni eiga biskupar að halda utan um þessi mál. Kirkjan hefur lengi verið gagnrýnd harðlega vegna aðgerðaleysis og jafnvel yfirhylminga biskupa vegna kynferðisbrota. Páfinn sjálfur hefur verið sakaður um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013.Lögin innihalda þó ákvæði um að fórnarlömb kynferðisbrota geti í einhverjum tilfellum tilkynnt þau brot beint til Vatíkansins. Fórnarlömb kynferðisbrota og talsmenn þeirra segja lög páfans þó skref í rétta átt, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt lögunum myndu allir sem tilkynna möguleg brot hljóta vernd og eiga öll biskupsdæmi kirkjunnar að búa yfir leiðum sem fólk getur notað til að tilkynna grun um kynferðisbrot með nafnleynd. Lögin fela einnig í sér starfsferla varðandi það ef biskupar sjálfir, kardinálar eða aðrir háttsettir starfsmenn kirkjunnar verða fyrir ásökunum.Samkvæmt Reuters eru reglur sem þessar til staðar í biskupsdæmum í sumum ríkjum eins og Bandaríkjunum. Þau vantar þó víða.Markmiðið að bregðast við gagnrýni Með þessum lögum vill Frans bregðast við gífurlegri gagnrýni sem kirkjan hefur orðið fyrir á undanförnum árum vegna kynferðisbrota innan kirkjunnar og ásakana um yfirhylmingar sem hafa dregið verulega úr trúverðugleika kirkjunnar og grafið undan páfatíð hans. „Fólk verður að vita að biskupar þjóna þeim,“ hefur AP eftir Charles Scicluna, erkibiskupi sem hefur lengi starfað við að rannsaka kynferðisbrot innan kirkjunnar. „Þeir eru ekki hafnir yfir lögin og ef þeir brjóta af sér verður að tilkynna þá.“ Eins og áður segir hafa lögin verið gagnrýnd þar sem þau skikka starfsmenn kirkjunnar ekki til að tilkynna brot eða grun um brot til lögreglu. Þess í stað standa eldri tilmæli um að fylgja eigi lögum hvers lands eða héraðs fyrir sig varðandi það hvort nauðsynlegt sé að tilkynna brot til lögreglu. Vatíkanið segir kirkjuna ekki geta skikkað fólk til að fara til lögreglunnar vegna fjölbreytileika laga um heim allan.
Páfagarður Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent