Katrín á BBC: Gerðum málamiðlun um NATO Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2019 13:31 Katrín Jakobsdóttir í Hardtalk. BBC Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Vinstri græna hafa valið málamiðlun í afstöðu sinni gagnvart Atlantshafsbandalaginu NATO til að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfinu og ná þannig fram mikilvægum málum. Þetta sagði Katrín í viðtali við Shaun Levy í þættinum Hardtalk á breska ríkissjónvarpinu BBC. „Mín persónulega skoðun og flokksins er sú að við ættum ekki að vera hluti af NATO. Hins vegar höfum við þjóðaröryggisstefnu sem allir flokkar þingsins samþykktu, fyrir utan okkur, því að aðild að NATO er hornsteinn þeirrar stefnu,“ sagði Katrín. Hún sagðist ekki telja það næga ástæðu til að vera ekki hluti af ríkisstjórn þar sem hægt er að ná fram mikilvægum málum. Því hafi verið gerð málamiðlun í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um að fylgja þjóðaröryggisstefnunni. Shaun Levy sagði Vinstri græna hafa verið harðorða í garð NATO og að þeir telji það hernaðarbandalag sem sé grunnur að heimsyfirráðum og dauða milljóna. Katrín svaraði að hún hefði nýtt tækifærið á NATO-þingi síðastliðið sumar til að endurspegla viðhorf sitt. Spurð hvort að ekki ætti að fara með aðild Íslands að NATO í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG hefur lagt til, sagði Katrín að það hafi ekki verið gert þegar Ísland gekk til liðs við NATO árið 1949 en hefði mögulega átt að vera þá. Hún sagði að eftir að VG komst í ríkisstjórn hefði orðið breyting til batnaðar þegar kemur að félagsmálakerfinu, heilbrigðiskerfinu, menntamálum og nú í fyrsta sinn vinni íslensk yfirvöld eftir loftslagsáætlun sem hefur hlotið talsvert fjármagn. NATO Utanríkismál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Vinstri græna hafa valið málamiðlun í afstöðu sinni gagnvart Atlantshafsbandalaginu NATO til að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfinu og ná þannig fram mikilvægum málum. Þetta sagði Katrín í viðtali við Shaun Levy í þættinum Hardtalk á breska ríkissjónvarpinu BBC. „Mín persónulega skoðun og flokksins er sú að við ættum ekki að vera hluti af NATO. Hins vegar höfum við þjóðaröryggisstefnu sem allir flokkar þingsins samþykktu, fyrir utan okkur, því að aðild að NATO er hornsteinn þeirrar stefnu,“ sagði Katrín. Hún sagðist ekki telja það næga ástæðu til að vera ekki hluti af ríkisstjórn þar sem hægt er að ná fram mikilvægum málum. Því hafi verið gerð málamiðlun í stjórnarsáttmála Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um að fylgja þjóðaröryggisstefnunni. Shaun Levy sagði Vinstri græna hafa verið harðorða í garð NATO og að þeir telji það hernaðarbandalag sem sé grunnur að heimsyfirráðum og dauða milljóna. Katrín svaraði að hún hefði nýtt tækifærið á NATO-þingi síðastliðið sumar til að endurspegla viðhorf sitt. Spurð hvort að ekki ætti að fara með aðild Íslands að NATO í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG hefur lagt til, sagði Katrín að það hafi ekki verið gert þegar Ísland gekk til liðs við NATO árið 1949 en hefði mögulega átt að vera þá. Hún sagði að eftir að VG komst í ríkisstjórn hefði orðið breyting til batnaðar þegar kemur að félagsmálakerfinu, heilbrigðiskerfinu, menntamálum og nú í fyrsta sinn vinni íslensk yfirvöld eftir loftslagsáætlun sem hefur hlotið talsvert fjármagn.
NATO Utanríkismál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira