Pedro: Veit ekki hvort Pálmi var rangstæður Árni Jóhannsson skrifar 5. maí 2019 19:46 Strákarnir hans Pedros hafa tapað báðum leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni 3-0. vísir/bára Þjálfari Eyjamanna, Pedro Hipólito, var ánægður með rúmlega 60 mínútur hjá sínum mönnum í kvöld þar sem þeir leyfðu KR ekki að komast í sinn leik en það dugði ekki til fyrir Eyjamenn sem hálfpartinn brotnuðu við fyrsta mark KR sem vann á endanum 3-0 sigur. „Mér fannst við stjórna leiknum ágætlega og leyfðum KR ekki að spila eins og þeim finnst best að spila. Við vorum með tök á þessu en svo kemur eitt horn þar sem lægsti maður maður vallarins [Óskar Örn Hauksson], sem er stórkostlegur leikmaður en lágvaxinn, vinnur skallaeinvígi á fjærstönginni og þeir skora. Ég veit ekki hvort það var rangstæða eða ekki því ég sá línuvörðinn lyfta flagginu en setja það strax niður aftur en ég get ekki sagt til um það en ég sá flaggið,“ sagði Pedro eftir leik. „Í næsta marki gerum við mistök. Við ættum að geta stjórnað þessum stöðum en þurftum að taka áhættu til að ná í mark þannig að þetta gerist. Við vorum góðir í 60 mínútur og vorum mjög skipulagðir, við áttum góðar skyndisóknir og góð föst leikatriði en náum ekki marki sem þeir ná síðan að gera. Það er bara þannig, svona er fótboltinn.“ Eyjamenn voru í hörkuleik á móti Stjörnunni í miðri viku og var Pedro spurður að því hvort leikmenn hans væri þreyttir. „Við ætlum ekki að nota það sem afsökun en við gátum t.d. ekki notað Jonathan Glenn nema í 25 mínútur þar sem hann var mjög stífur. Við erum ekki með stóran hóp þannig að við getum ekki tekið áhættu á því að missa menn í meiðsli í einhverjar vikur þannig að við þurfum að stýra álaginu. Sindri Snær þarf t.d. að fara í myndatöku á morgun en hann er meiddur og við þurfum að sjá hversu lengi hann er frá. Við ættum þó að geta leyst vandræði okkar og átt gott tímabil.“ Að lokum var Pedro spurður að því hvað ÍBV þyrfti að gera fyrir og í næsta leik sem verður á móti Grindavík. „Við þurfum fyrst og fremst að vinna. Það er sem við ætlum að reyna, þetta er heimaleikur og við þurfum á fólkinu okkar að halda. Við verðum að fá fólk á völlinn til að hjálpa okkur að vinna en við þurfum að vinna næsta leik.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - ÍBV 3-0 | Þolinmæði þörf þegar KR lagði ÍBV örugglega KR-ingar unnu góðan 3-0 sigur á Eyjamönnum en það þurfti þolinmæði til. 5. maí 2019 20:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Þjálfari Eyjamanna, Pedro Hipólito, var ánægður með rúmlega 60 mínútur hjá sínum mönnum í kvöld þar sem þeir leyfðu KR ekki að komast í sinn leik en það dugði ekki til fyrir Eyjamenn sem hálfpartinn brotnuðu við fyrsta mark KR sem vann á endanum 3-0 sigur. „Mér fannst við stjórna leiknum ágætlega og leyfðum KR ekki að spila eins og þeim finnst best að spila. Við vorum með tök á þessu en svo kemur eitt horn þar sem lægsti maður maður vallarins [Óskar Örn Hauksson], sem er stórkostlegur leikmaður en lágvaxinn, vinnur skallaeinvígi á fjærstönginni og þeir skora. Ég veit ekki hvort það var rangstæða eða ekki því ég sá línuvörðinn lyfta flagginu en setja það strax niður aftur en ég get ekki sagt til um það en ég sá flaggið,“ sagði Pedro eftir leik. „Í næsta marki gerum við mistök. Við ættum að geta stjórnað þessum stöðum en þurftum að taka áhættu til að ná í mark þannig að þetta gerist. Við vorum góðir í 60 mínútur og vorum mjög skipulagðir, við áttum góðar skyndisóknir og góð föst leikatriði en náum ekki marki sem þeir ná síðan að gera. Það er bara þannig, svona er fótboltinn.“ Eyjamenn voru í hörkuleik á móti Stjörnunni í miðri viku og var Pedro spurður að því hvort leikmenn hans væri þreyttir. „Við ætlum ekki að nota það sem afsökun en við gátum t.d. ekki notað Jonathan Glenn nema í 25 mínútur þar sem hann var mjög stífur. Við erum ekki með stóran hóp þannig að við getum ekki tekið áhættu á því að missa menn í meiðsli í einhverjar vikur þannig að við þurfum að stýra álaginu. Sindri Snær þarf t.d. að fara í myndatöku á morgun en hann er meiddur og við þurfum að sjá hversu lengi hann er frá. Við ættum þó að geta leyst vandræði okkar og átt gott tímabil.“ Að lokum var Pedro spurður að því hvað ÍBV þyrfti að gera fyrir og í næsta leik sem verður á móti Grindavík. „Við þurfum fyrst og fremst að vinna. Það er sem við ætlum að reyna, þetta er heimaleikur og við þurfum á fólkinu okkar að halda. Við verðum að fá fólk á völlinn til að hjálpa okkur að vinna en við þurfum að vinna næsta leik.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - ÍBV 3-0 | Þolinmæði þörf þegar KR lagði ÍBV örugglega KR-ingar unnu góðan 3-0 sigur á Eyjamönnum en það þurfti þolinmæði til. 5. maí 2019 20:00 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Umfjöllun: KR - ÍBV 3-0 | Þolinmæði þörf þegar KR lagði ÍBV örugglega KR-ingar unnu góðan 3-0 sigur á Eyjamönnum en það þurfti þolinmæði til. 5. maí 2019 20:00