Guardiola bað Liverpool fólk afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2019 14:15 Pep Guardiola með gullið um hálsinn um síðustu helgi. Getty/Matthew Ashton Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna og starfsmanna eftir sigurinn í ensku deildinni um síðustu helgi. Myndband fór fyrr í vikunni á flakk um samfélagsmiðla en það sýndi leikmenn og starfsmenn Manchester City syngja söngva um Liverpool. Myndbandið var tekið upp í flugvél félagsins á heimleið frá Brighton þar sem 4-1 sigur tryggði liðinu titilinn. Manchester City fékk einu stigi meira en Liverpool og tryggði sér enska meistaratitilinn annað árið í röð. Það var ekki hægt að sjá hvaða leikmenn eða starfsmenn taka undir í söngnum. Í þessum söng var sungið um að stuðningsmenn Liverpool séu barðir á götunum ("battered in the streets") og að þeir séu grátandi í stúkunni. Ráðist var á Sean Cox, stuðningsmann Liverpool, fyrir leik gegn Roma í Meistaradeildnni í fyrra og hann barinn mjög illa þar sem hann var á ferð á leikinn með fjölskyldu sinni. Þá eru í ár liðin þrjátíu ár frá Hillsborough harmleiknum þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Þarna var einnig sungið um meiðsli Mohamed Salah frá því í fyrrnefndum úrslitaleik en í stað þess að nefna rétta sökudólginn þá er nafni Sergio Ramos hjá Real Madrid skipt út fyrir Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City. Flestir í flugvélinni taka þó bara undir í viðlaginu sem eru "Allez, Allez, Allez". "I'm sorry, I apologise. That was never our intention" Pep Guardiola reflects on #MCFC players singing songs in celebration of the Premier League title which were directed at Liverpool More: https://t.co/ZmwQsOQ3pqpic.twitter.com/lxAN0xG0mo — Sky Sports News (@SkySportsNews) May 17, 2019 Pep Guardiola ræddi þetta myndband á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun en City-liðið mætir þar Watford og getur þar tryggt sér þrennuna. Guardiola baðst afsökunar ef söngurinn hafi móðgað stuðningsmenn Liverpool. „Við vorum ekki að reyna móðga fólk með því að vísa í það sem gerðist á Hillsborough eða það sem kom fyrir þennan mann fyrir leikinn á móti Roma,“ sagði Pep Guardiola. „Það er samt ótrúlegt að einhverjum detti það í hug að við séum að reyna að særa einhvern með því að vísa í þessa sorgaratburði í heimi Liveprool,“ sagði Guardiola. „Við erum ánægðir með okkur sjálfa. Ef við særðum einhvern þá bið ég viðkomandi afsökunar en það var aldrei okkar ásetningur. Það var erfitt að vinna ensku úrvalsdeildina á móti þessum magnaða mótherja,“ sagði Guardiola. Guardiola viðurkenndi líka að hann hafi áhyggjur af því hvernig þetta myndband komst út á netið en það var tekið upp af einhverjum innanbúðarmanni hjá Manchester City. Pep Guardiola is speaking to the media ahead of the #FACupFinal. Follow live updates here: https://t.co/lsiJOLecWf#MCFCpic.twitter.com/ldMa0YhXKP — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019 Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna og starfsmanna eftir sigurinn í ensku deildinni um síðustu helgi. Myndband fór fyrr í vikunni á flakk um samfélagsmiðla en það sýndi leikmenn og starfsmenn Manchester City syngja söngva um Liverpool. Myndbandið var tekið upp í flugvél félagsins á heimleið frá Brighton þar sem 4-1 sigur tryggði liðinu titilinn. Manchester City fékk einu stigi meira en Liverpool og tryggði sér enska meistaratitilinn annað árið í röð. Það var ekki hægt að sjá hvaða leikmenn eða starfsmenn taka undir í söngnum. Í þessum söng var sungið um að stuðningsmenn Liverpool séu barðir á götunum ("battered in the streets") og að þeir séu grátandi í stúkunni. Ráðist var á Sean Cox, stuðningsmann Liverpool, fyrir leik gegn Roma í Meistaradeildnni í fyrra og hann barinn mjög illa þar sem hann var á ferð á leikinn með fjölskyldu sinni. Þá eru í ár liðin þrjátíu ár frá Hillsborough harmleiknum þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Þarna var einnig sungið um meiðsli Mohamed Salah frá því í fyrrnefndum úrslitaleik en í stað þess að nefna rétta sökudólginn þá er nafni Sergio Ramos hjá Real Madrid skipt út fyrir Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City. Flestir í flugvélinni taka þó bara undir í viðlaginu sem eru "Allez, Allez, Allez". "I'm sorry, I apologise. That was never our intention" Pep Guardiola reflects on #MCFC players singing songs in celebration of the Premier League title which were directed at Liverpool More: https://t.co/ZmwQsOQ3pqpic.twitter.com/lxAN0xG0mo — Sky Sports News (@SkySportsNews) May 17, 2019 Pep Guardiola ræddi þetta myndband á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun en City-liðið mætir þar Watford og getur þar tryggt sér þrennuna. Guardiola baðst afsökunar ef söngurinn hafi móðgað stuðningsmenn Liverpool. „Við vorum ekki að reyna móðga fólk með því að vísa í það sem gerðist á Hillsborough eða það sem kom fyrir þennan mann fyrir leikinn á móti Roma,“ sagði Pep Guardiola. „Það er samt ótrúlegt að einhverjum detti það í hug að við séum að reyna að særa einhvern með því að vísa í þessa sorgaratburði í heimi Liveprool,“ sagði Guardiola. „Við erum ánægðir með okkur sjálfa. Ef við særðum einhvern þá bið ég viðkomandi afsökunar en það var aldrei okkar ásetningur. Það var erfitt að vinna ensku úrvalsdeildina á móti þessum magnaða mótherja,“ sagði Guardiola. Guardiola viðurkenndi líka að hann hafi áhyggjur af því hvernig þetta myndband komst út á netið en það var tekið upp af einhverjum innanbúðarmanni hjá Manchester City. Pep Guardiola is speaking to the media ahead of the #FACupFinal. Follow live updates here: https://t.co/lsiJOLecWf#MCFCpic.twitter.com/ldMa0YhXKP — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019
Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira