Náði botninum í einkapartíi á B5 Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2019 15:30 Bjössi gerir það gott í leiklistinni. MYND/ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR Björn Stefánsson, eða Bjössi í Mínus eins og margir þekkja hann, hefur verið edrú í um einn áratug og segist hafa neyðst til að breyta um lífstíl eftir að rokksveitin Mínus lagði upp laupana. Bjössi er í ítarlegu viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. „Mjög snemma á tímum Mínusar var ég farinn að spyrja sjálfan mig af hverju ég gæti ekki drukkið eðlilega; hætt eftir tvo bjóra. Þetta bara ágerðist og konan mín var farin að setja mér stólinn fyrir dyrnar og segja mér að þetta væri ekki í lagi. Ég skil hana alveg núna og þarna vorum við komin með barn,“ segir Björn í samtali við Morgunblaðið og bætir við að þegar hann hafi verið að drekka hafi hann ekki skilið hvað hún væri að tala um. „Fannst ég ekki vera að skemma neitt, mætti í vinnu og var duglegur. En hún fékk bara nóg og sagðist vera að fara til Danmerkur. Ég reyndi að halda mér edrú en það gekk ekkert. Svo fékk ég uppljómum; gat ekki lengur verið að þykjast vera þessi duglegi maður en var svo í raun að fara þunnur með barnið í skólann.“ Botninum var náð í einkapartíi á B5. „Ég fór inn á baðið í annarlegu ástandi og horfði á mig í speglinum og á þeirri stundu vissi ég að þetta væri orðið gott. Nú yrði ég að hætta. Ég fann það svo sterkt. Maður hafði oft hugsað það áður, þetta er orðið gott, en alltaf haldið áfram. En í þetta sinn var það öðruvísi. Ég labbaði fram og hitti vin minn og sagði honum að ég væri hættur. Honum fannst það bara fyndið. Ég hringdi líka í konuna og sagði henni að ég væri hættur. Fyrsta árið héldu allir að ég væri að grínast, en síðan eru liðin tíu ár.“ Bjössi flutti til Danmerkur og hætti að drekka. Trommarinn fór í meðferð og segist hafa unnið mikið í sér. „Ég fékk bara nóg og fékk hjálp frá góðum vinum. Það hvarflar ekki að mér að byrja aftur því ég veit hvar ég mun enda. En þetta var alveg erfitt. Maður klárar hluti. Ég er að vinna í leikhúsinu og get þakkað það edrúmennskunni. Ég þakka líka umburðarlyndi konu minnar. Ég sá fyrir mér að það myndi allt fara í vaskinn en það gerðist sem betur fer ekki og nú eigum við von á okkar þriðja barni. Fyrir eigum við þrettán ára stelpu og sjö ára strák. Það er gaman að hafa líf á heimilinu og ég er svakalega heimakær. Síðustu tíu ár hafa verið þau bestu sem ég hef lifað,“ segir Björn við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Björn hefur slegið í gegn í Ellý í Borgarleikhúsinu í vetur og finnur sig mjög vel sem leikari. Tímamót Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira
Björn Stefánsson, eða Bjössi í Mínus eins og margir þekkja hann, hefur verið edrú í um einn áratug og segist hafa neyðst til að breyta um lífstíl eftir að rokksveitin Mínus lagði upp laupana. Bjössi er í ítarlegu viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. „Mjög snemma á tímum Mínusar var ég farinn að spyrja sjálfan mig af hverju ég gæti ekki drukkið eðlilega; hætt eftir tvo bjóra. Þetta bara ágerðist og konan mín var farin að setja mér stólinn fyrir dyrnar og segja mér að þetta væri ekki í lagi. Ég skil hana alveg núna og þarna vorum við komin með barn,“ segir Björn í samtali við Morgunblaðið og bætir við að þegar hann hafi verið að drekka hafi hann ekki skilið hvað hún væri að tala um. „Fannst ég ekki vera að skemma neitt, mætti í vinnu og var duglegur. En hún fékk bara nóg og sagðist vera að fara til Danmerkur. Ég reyndi að halda mér edrú en það gekk ekkert. Svo fékk ég uppljómum; gat ekki lengur verið að þykjast vera þessi duglegi maður en var svo í raun að fara þunnur með barnið í skólann.“ Botninum var náð í einkapartíi á B5. „Ég fór inn á baðið í annarlegu ástandi og horfði á mig í speglinum og á þeirri stundu vissi ég að þetta væri orðið gott. Nú yrði ég að hætta. Ég fann það svo sterkt. Maður hafði oft hugsað það áður, þetta er orðið gott, en alltaf haldið áfram. En í þetta sinn var það öðruvísi. Ég labbaði fram og hitti vin minn og sagði honum að ég væri hættur. Honum fannst það bara fyndið. Ég hringdi líka í konuna og sagði henni að ég væri hættur. Fyrsta árið héldu allir að ég væri að grínast, en síðan eru liðin tíu ár.“ Bjössi flutti til Danmerkur og hætti að drekka. Trommarinn fór í meðferð og segist hafa unnið mikið í sér. „Ég fékk bara nóg og fékk hjálp frá góðum vinum. Það hvarflar ekki að mér að byrja aftur því ég veit hvar ég mun enda. En þetta var alveg erfitt. Maður klárar hluti. Ég er að vinna í leikhúsinu og get þakkað það edrúmennskunni. Ég þakka líka umburðarlyndi konu minnar. Ég sá fyrir mér að það myndi allt fara í vaskinn en það gerðist sem betur fer ekki og nú eigum við von á okkar þriðja barni. Fyrir eigum við þrettán ára stelpu og sjö ára strák. Það er gaman að hafa líf á heimilinu og ég er svakalega heimakær. Síðustu tíu ár hafa verið þau bestu sem ég hef lifað,“ segir Björn við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Björn hefur slegið í gegn í Ellý í Borgarleikhúsinu í vetur og finnur sig mjög vel sem leikari.
Tímamót Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira