Þetta eru fín kaflaskil í lífinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. maí 2019 07:00 Freydís Halla, hér fremst sem fánaberi Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang árið 2018 þar sem hún lenti í 41. sæti í svigi. Nordicphotos/getty Ein fremsta skíðakona landsins undanfarin ár, Freydís Halla Einarsdóttir, tilkynnti það á dögunum að keppnisskíðin væru á leiðinni á hilluna í bili þrátt fyrir að hún sé aðeins 24 ára gömul. Freydís fór sautján ára í fyrsta sinn á HM og vann sex alþjóðleg FIS-mót erlendis. Hún náði efst í 165. sæti heimslistans í svigi og varð sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. „Nei, samt er tilfinningin bara góð, ég er búin að hugsa þetta í vetur og komst að þessari niðurstöðu,“ segir Freydís hlæjandi þegar undirritaður ber undir hana að þetta sé enginn aldur til að hætta í afreksíþróttum. Freydís er komin heim eftir að hafa verið undanfarin ár við nám í Plymouth State-háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hún lærði þjálfunar- og lífeðlisfræði (e. exercise physiology) ásamt því að æfa og keppa fyrir skíðalið skólans. Aðspurð segir Freydís að hún hafi verið að hugsa hvert næsta skref yrði eftir háskólanámið og tók hún ákvörðun um að leggja keppnisskíðin á hilluna í bili. „Þetta var engin skyndiákvörðun, ég er búin að hugsa vel um þetta. Ég vissi að þegar ég væri búin að útskrifast þá gæti ég ekki lengur verið að skíða og keppa fyrir háskólann eins og síðustu fjögur ár. Sá möguleiki sem ég hafði til að halda áfram var að flytja aftur til Íslands og vera með landsliðinu en því fylgir mikill kostnaður og ferðalög. Það er eitthvað sem ég hef gert áður og ég var ekki tilbúin að fara í það aftur og tók því þessa ákvörðun. Maður þarf að gefa sér mikinn tíma og afla penings til að halda áfram á hæsta stigi og ég hafði ekki áhuga á að halda því áfram að svo stöddu. Þetta eru fín kaflaskil í lífinu til að hefja eitthvað nýtt,“ segir Freydís sem er að skoða möguleikann á að fá vinnu vestanhafs. Freydís segist ekki vera búin að ákveða hvort hún bjóðist til að aðstoða Skíðasamband Íslands í ljósi menntunar sinnar og reynslu. „Ég er ekki búin að ákveða neitt en það er aldrei að vita. Ég mun halda áfram að skíða eitthvað sem áhugamaður og leika mér í fjallinu. Ég mun hjálpa til ef Skíðasambandið óskar eftir því að fá aðstoð en annars er ekkert komið á hreint,“ segir Freydís sem útilokar ekki að hún taki þátt í móti á Íslandi á næsta tímabili. „Það er aldrei að vita, ef mann er farið að klæja í að komast á skíði, nema ég taki þátt í móti á Íslandi en kannski verður enginn áhugi og ég fer sem áhorfandi,“ segir Freydís létt. Freydís á ekki erfitt með að svara hver hápunktur ferilsins sé. „Það eru Ólympíuleikarnir, það er eitt af því stærsta sem ég tek með mér úr ferlinum. Að hafa fengið að fara þangað til Suður-Kóreu og upplifa allt annað en ég þekkti áður ofan á að fá að keppa á stærsta sviði íþróttanna,“ segir Freydís sem var fánaberi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang. „Það var ofboðslegur heiður og mögnuð upplifun. Það er eitthvað sem ég mun alltaf muna eftir og taka með mér.“ Þá fór Freydís fjórum sinnum á HM og náði silfurverðlaunum á HM unglinga árið 2011. „Ég fékk silfur í mínum aldursflokki sem er skemmtilegt og eftirminnilegt. Sú sem vann, Petra Vlhová, er núna ein af bestu skíðakonum heims og það er gaman að hafa verið að berjast við hana á svona móti.“kristinnpall@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira
Ein fremsta skíðakona landsins undanfarin ár, Freydís Halla Einarsdóttir, tilkynnti það á dögunum að keppnisskíðin væru á leiðinni á hilluna í bili þrátt fyrir að hún sé aðeins 24 ára gömul. Freydís fór sautján ára í fyrsta sinn á HM og vann sex alþjóðleg FIS-mót erlendis. Hún náði efst í 165. sæti heimslistans í svigi og varð sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. „Nei, samt er tilfinningin bara góð, ég er búin að hugsa þetta í vetur og komst að þessari niðurstöðu,“ segir Freydís hlæjandi þegar undirritaður ber undir hana að þetta sé enginn aldur til að hætta í afreksíþróttum. Freydís er komin heim eftir að hafa verið undanfarin ár við nám í Plymouth State-háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hún lærði þjálfunar- og lífeðlisfræði (e. exercise physiology) ásamt því að æfa og keppa fyrir skíðalið skólans. Aðspurð segir Freydís að hún hafi verið að hugsa hvert næsta skref yrði eftir háskólanámið og tók hún ákvörðun um að leggja keppnisskíðin á hilluna í bili. „Þetta var engin skyndiákvörðun, ég er búin að hugsa vel um þetta. Ég vissi að þegar ég væri búin að útskrifast þá gæti ég ekki lengur verið að skíða og keppa fyrir háskólann eins og síðustu fjögur ár. Sá möguleiki sem ég hafði til að halda áfram var að flytja aftur til Íslands og vera með landsliðinu en því fylgir mikill kostnaður og ferðalög. Það er eitthvað sem ég hef gert áður og ég var ekki tilbúin að fara í það aftur og tók því þessa ákvörðun. Maður þarf að gefa sér mikinn tíma og afla penings til að halda áfram á hæsta stigi og ég hafði ekki áhuga á að halda því áfram að svo stöddu. Þetta eru fín kaflaskil í lífinu til að hefja eitthvað nýtt,“ segir Freydís sem er að skoða möguleikann á að fá vinnu vestanhafs. Freydís segist ekki vera búin að ákveða hvort hún bjóðist til að aðstoða Skíðasamband Íslands í ljósi menntunar sinnar og reynslu. „Ég er ekki búin að ákveða neitt en það er aldrei að vita. Ég mun halda áfram að skíða eitthvað sem áhugamaður og leika mér í fjallinu. Ég mun hjálpa til ef Skíðasambandið óskar eftir því að fá aðstoð en annars er ekkert komið á hreint,“ segir Freydís sem útilokar ekki að hún taki þátt í móti á Íslandi á næsta tímabili. „Það er aldrei að vita, ef mann er farið að klæja í að komast á skíði, nema ég taki þátt í móti á Íslandi en kannski verður enginn áhugi og ég fer sem áhorfandi,“ segir Freydís létt. Freydís á ekki erfitt með að svara hver hápunktur ferilsins sé. „Það eru Ólympíuleikarnir, það er eitt af því stærsta sem ég tek með mér úr ferlinum. Að hafa fengið að fara þangað til Suður-Kóreu og upplifa allt annað en ég þekkti áður ofan á að fá að keppa á stærsta sviði íþróttanna,“ segir Freydís sem var fánaberi á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang. „Það var ofboðslegur heiður og mögnuð upplifun. Það er eitthvað sem ég mun alltaf muna eftir og taka með mér.“ Þá fór Freydís fjórum sinnum á HM og náði silfurverðlaunum á HM unglinga árið 2011. „Ég fékk silfur í mínum aldursflokki sem er skemmtilegt og eftirminnilegt. Sú sem vann, Petra Vlhová, er núna ein af bestu skíðakonum heims og það er gaman að hafa verið að berjast við hana á svona móti.“kristinnpall@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Valur - Afturelding | Ósigrað topplið heimsækir Hlíðarenda Ármann - KR | Fyrsti heimaleikur nýliðanna Þór Þ. - Álftanes | Þórsarar í leit að fyrsta sigri tímabilsins Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Grindavík - ÍA | Gulir mæta glöðum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sjá meira