Næsti þristur áætlar að koma á sunnudag Kristján Már Unnarsson skrifar 24. maí 2019 14:45 Miss Montana heitir þristurinn sem áformað er að lendi í Reykjavík á sunnudag. Mynd/D-Day Squadron. Stríðsþristarnir fimm, sem áðu í Reykjavík í gær á leiðinni til Normandí, eru núna allir flognir á brott áleiðis til Bretlands. Sá fyrsti fór í loftið laust fyrir klukkan átta í morgun en sá síðasti, Virginia Ann, um klukkan hálftvö. Áfangastaðurinn er flugvöllurinn í Duxford norðan London með millilendingu í Prestvík í Skotlandi. Þar með eru alls ellefu Douglas Dakota-flugvélar farnar í gegnum Ísland af þeim fjórtán, sem tilkynnt hefur verið að muni fljúga frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna 75 ára afmælis innrásardagsins mikla, D-dagsins þann 6. júní.Flugvélin D-Day Doll var meðal þeirra sem flugu af landi brott í morgun.Stöð 2/KMU.Íslenski þristurinn Páll Sveinsson situr núna einn eftir á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins. Þar var hann í gærkvöldi í hópi sex þrista sem almenningi gafst kostur á að skoða og gripu margir tækifærið í veðurblíðunni að komast í návígi við þessar sögufrægu flugvélar. Óvissa ríkir um hvenær síðustu þrír þristarnir verða á ferðinni, að sögn Stefáns Smára Kristinssonar hjá flugþjónustunni ACE FBO, sem sinnir þjónustu við vélarnar hérlendis. Hann telur líklegast að þristurinn Miss Montana komi næstur en áætlað er að hann verði í Reykjavík á sunnudag.Fjöldi fólks nýtti sér tækifærið sem gafst á Reykjavíkurflugvelli i gærkvöldi til að skoða forngripina.Stöð 2/KMU.Áhugamenn um þrista geta á meðan dáðst að Páli Sveinssyni sem, eftir vetrardvöl á Flugsafni Íslands á Akureyri, verður áfram í Reykjavík um sinn, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Páll Sveinsson mun meðal annars taka þátt í flugdegi, sem áformaður er á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 1. júní. Það er einn af mörgum viðburðum sem búið er að skipuleggja í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi á þessu ári. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Stríðsþristarnir fimm, sem áðu í Reykjavík í gær á leiðinni til Normandí, eru núna allir flognir á brott áleiðis til Bretlands. Sá fyrsti fór í loftið laust fyrir klukkan átta í morgun en sá síðasti, Virginia Ann, um klukkan hálftvö. Áfangastaðurinn er flugvöllurinn í Duxford norðan London með millilendingu í Prestvík í Skotlandi. Þar með eru alls ellefu Douglas Dakota-flugvélar farnar í gegnum Ísland af þeim fjórtán, sem tilkynnt hefur verið að muni fljúga frá Bandaríkjunum til Evrópu vegna 75 ára afmælis innrásardagsins mikla, D-dagsins þann 6. júní.Flugvélin D-Day Doll var meðal þeirra sem flugu af landi brott í morgun.Stöð 2/KMU.Íslenski þristurinn Páll Sveinsson situr núna einn eftir á flugstæðinu norðan Loftleiðahótelsins. Þar var hann í gærkvöldi í hópi sex þrista sem almenningi gafst kostur á að skoða og gripu margir tækifærið í veðurblíðunni að komast í návígi við þessar sögufrægu flugvélar. Óvissa ríkir um hvenær síðustu þrír þristarnir verða á ferðinni, að sögn Stefáns Smára Kristinssonar hjá flugþjónustunni ACE FBO, sem sinnir þjónustu við vélarnar hérlendis. Hann telur líklegast að þristurinn Miss Montana komi næstur en áætlað er að hann verði í Reykjavík á sunnudag.Fjöldi fólks nýtti sér tækifærið sem gafst á Reykjavíkurflugvelli i gærkvöldi til að skoða forngripina.Stöð 2/KMU.Áhugamenn um þrista geta á meðan dáðst að Páli Sveinssyni sem, eftir vetrardvöl á Flugsafni Íslands á Akureyri, verður áfram í Reykjavík um sinn, að sögn Tómasar Dags Helgasonar, formanns Þristavinafélagsins. Páll Sveinsson mun meðal annars taka þátt í flugdegi, sem áformaður er á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 1. júní. Það er einn af mörgum viðburðum sem búið er að skipuleggja í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi á þessu ári.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00 Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45 Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00 Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Ein merkasta flugvél sögunnar meðal þristanna í Reykjavík Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er meðal fimm þrista sem komnir eru til Reykjavíkur. Flugstjórinn segir hana þjóðargersemi. 21. maí 2019 22:00
Páll komst loksins á stefnumót í kvöld Íslenskir þristavinir glöddust innilega þegar Páll Sveinsson lenti á Reykjavíkurflugvelli laust upp úr klukkan sjö í kvöld. Fara þarf áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um svo marga þrista samtímis á flugvellinum. 23. maí 2019 22:45
Saga sumra þristanna gæti verið atriði úr spennumynd Flug gömlu stríðsvélanna um Reykjavíkurflugvöll gæti náð hápunkti á morgun. Vonast er til að meirihluti þeirra átta þrista, sem enn eru ókomnir, komist til Íslands á morgun. 22. maí 2019 23:00
Flugvél sem flutti Winston Churchill í næstu þristabylgju sem lendir síðdegis Fimm gamlir stríðsþristar eru nú á leið til Íslands frá Grænlandi og búist við að þeir lendi allir í Reykjavík síðdegis. Almenningi býðst að skoða flugvélarnar milli kl. 19 og 21. 23. maí 2019 13:15