IV. orkupakkinn samþykktur Ari Brynjólfsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Með samþykkt ráðherraráðsins lýkur þriggja ára vegferð í átt að hreinni orkugjöfum. Fréttablaðið/stefán „Þetta snýst um að það er verið að bregðast við áskorunum á orkumörkuðum sem að tengjast markmiðum ESB að auka, og á endanum nýta eingöngu, hreina orkugjafa. Svona breytingar eru ekki gerðar nema vegna áskorana. Þetta er ekki gert af því bara,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og sérfræðingur í orkurétti. Í gær samþykkti ráðherraráð ESB síðustu fjórar gerðirnar í fjórða orkupakkanum, oft kallaður vetrarpakkinn. Búið var að samþykkja fyrstu fjögur atriðin [MOU1] , það fyrsta í maí í fyrra og þrjú í desember síðastliðnum. Með samþykkt ráðherraráðsins lýkur þriggja ára vegferð sem á að tryggja lagalega umgjörð utan um breytingar í átt að hreinni orkugjöfum. Kristín, sem er vel kunnug þriðja orkupakkanum, segir fjórða orkupakkann að mestu leyti snúast um að þörf er á að nálgast markmið ESB sem tengjast orkumálum með heildstæðum hætti. Þessi orkupakki snýr að markmiðum um innri markað með raforku og þá sérstaklega vernd neytenda, loftslagsmarkmið sem snerta meðal annars notkun hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa og markmiðum um orkuöryggi,“ segir Kristín. „Ætlunin er að stuðla að því að aðgerðir sem gripið er til til þess að ná einu markmiði vinni ekki gegn öðru. Það er verið að bregðast við áskorunum sem m.a. tengjast því að raforkumarkaðurinn er að verða samtengdari og ýmis stjórnunarleg og tæknileg vandamál sem eru því samfara.“ Aukin notkun óstöðugra orkugjafa, eins og sólar- og vindorku, fela í sér kerfisleg vandamál, auk þess sem hvatar til að auka notkun hreinna orkugjafa hafi leitt til þess að dregið hefur úr fjárfestingum í stöðugri orkugjöfum á borð við kjarnorku.Kristín Haraldsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík„Með því er dregið úr orkuöryggi. Síðast en ekki síst eru raforkumarkaðir að breytast og smærri framleiðendur og raforkunotendur hafa orðið mikilvægari leikendur á framboðshliðinni. Til þess að styðja við þessa þróun þarf að uppfæra kerfin og reglurnar.“ Fram kemur í fréttatilkynningu frá Evrópuráðinu að stefnt sé að því að 32 prósent allrar orku innan ESB komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Er það gert til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Sem dæmi um það sem fjórði orkupakkinn tæklar eru sólar- eða vindorka sem fólk framleiðir sjálft. Geta einstaklingar og fyrirtæki framleitt eigin orku. Ef til verður umframorka fer hún inn á sameiginlega dreifikerfið, og verður mælt með þartilgerðum snjallmælum. Reglugerðirnar sem snúa meðal annars að hreinum og endurnýjanlegum orkugjöfum voru samþykktar á síðasta ári, þessar sem voru samþykktar í gær voru umdeildari og snúa m.a. að stjórnskipan. „Upphaflegu tillögurnar gerðu ráð fyrir því að ACER fengi meira hlutverk en nú er gert ráð fyrir. Orkumál eru viðkvæm víðar en á Íslandi.“ Það er alls óvíst hvenær fjórði orkupakkinn kemur til kasta Alþingis. „Tíminn sem það tók að afgreiða þriðja orkupakkann hjá sameiginlegu EES-nefndinni, nærri 10 ár, var óvenjulega langur. Sérstaklega þar sem efni hans átti klárlega undir EES-samninginn,“ segir Kristín. Fjórði orkupakkinn tekur gildi 1. janúar 2020. Hafa þá aðildarríkin 18 mánuði til að innleiða hann. Í tilviki Íslands fer hann fyrst inn á borð sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þar þarf að meta hvort allt sem í honum er falli undir EES-samninginn og hvort þörf sé á að semja um aðlögun. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
„Þetta snýst um að það er verið að bregðast við áskorunum á orkumörkuðum sem að tengjast markmiðum ESB að auka, og á endanum nýta eingöngu, hreina orkugjafa. Svona breytingar eru ekki gerðar nema vegna áskorana. Þetta er ekki gert af því bara,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og sérfræðingur í orkurétti. Í gær samþykkti ráðherraráð ESB síðustu fjórar gerðirnar í fjórða orkupakkanum, oft kallaður vetrarpakkinn. Búið var að samþykkja fyrstu fjögur atriðin [MOU1] , það fyrsta í maí í fyrra og þrjú í desember síðastliðnum. Með samþykkt ráðherraráðsins lýkur þriggja ára vegferð sem á að tryggja lagalega umgjörð utan um breytingar í átt að hreinni orkugjöfum. Kristín, sem er vel kunnug þriðja orkupakkanum, segir fjórða orkupakkann að mestu leyti snúast um að þörf er á að nálgast markmið ESB sem tengjast orkumálum með heildstæðum hætti. Þessi orkupakki snýr að markmiðum um innri markað með raforku og þá sérstaklega vernd neytenda, loftslagsmarkmið sem snerta meðal annars notkun hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa og markmiðum um orkuöryggi,“ segir Kristín. „Ætlunin er að stuðla að því að aðgerðir sem gripið er til til þess að ná einu markmiði vinni ekki gegn öðru. Það er verið að bregðast við áskorunum sem m.a. tengjast því að raforkumarkaðurinn er að verða samtengdari og ýmis stjórnunarleg og tæknileg vandamál sem eru því samfara.“ Aukin notkun óstöðugra orkugjafa, eins og sólar- og vindorku, fela í sér kerfisleg vandamál, auk þess sem hvatar til að auka notkun hreinna orkugjafa hafi leitt til þess að dregið hefur úr fjárfestingum í stöðugri orkugjöfum á borð við kjarnorku.Kristín Haraldsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík„Með því er dregið úr orkuöryggi. Síðast en ekki síst eru raforkumarkaðir að breytast og smærri framleiðendur og raforkunotendur hafa orðið mikilvægari leikendur á framboðshliðinni. Til þess að styðja við þessa þróun þarf að uppfæra kerfin og reglurnar.“ Fram kemur í fréttatilkynningu frá Evrópuráðinu að stefnt sé að því að 32 prósent allrar orku innan ESB komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Er það gert til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Sem dæmi um það sem fjórði orkupakkinn tæklar eru sólar- eða vindorka sem fólk framleiðir sjálft. Geta einstaklingar og fyrirtæki framleitt eigin orku. Ef til verður umframorka fer hún inn á sameiginlega dreifikerfið, og verður mælt með þartilgerðum snjallmælum. Reglugerðirnar sem snúa meðal annars að hreinum og endurnýjanlegum orkugjöfum voru samþykktar á síðasta ári, þessar sem voru samþykktar í gær voru umdeildari og snúa m.a. að stjórnskipan. „Upphaflegu tillögurnar gerðu ráð fyrir því að ACER fengi meira hlutverk en nú er gert ráð fyrir. Orkumál eru viðkvæm víðar en á Íslandi.“ Það er alls óvíst hvenær fjórði orkupakkinn kemur til kasta Alþingis. „Tíminn sem það tók að afgreiða þriðja orkupakkann hjá sameiginlegu EES-nefndinni, nærri 10 ár, var óvenjulega langur. Sérstaklega þar sem efni hans átti klárlega undir EES-samninginn,“ segir Kristín. Fjórði orkupakkinn tekur gildi 1. janúar 2020. Hafa þá aðildarríkin 18 mánuði til að innleiða hann. Í tilviki Íslands fer hann fyrst inn á borð sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þar þarf að meta hvort allt sem í honum er falli undir EES-samninginn og hvort þörf sé á að semja um aðlögun.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira