„Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. maí 2019 16:07 Skjáskot úr myndbandinu sem Rakel Steinarsdóttir tók af urðunarsvæðinu á Vesturlandi. Myndband sem Rakel Steinarsdóttir birti af urðunarsvæðinu við Fíflholt á Mýrum á Vesturlandi hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. Myndbandið birti hún síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá hundruð rúmmetra af sorpi ofan í dal í hvarfi frá þjóðveginum vestur af Snæfellsnesi. Hefur þetta myndband komið mörgum í opna skjöldu sem hafa hugað að flokkum og endurvinnslu en Rakel sagði sjálf að það væri til lítils að hreinsa strandlengjuna af plasti ef gengið er frá því svona. Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands hf. biður fólk hins vegar að gefast ekki upp á flokkuninni. Íslendingar eru á réttri leið að hennar mati þó viðhorfsbreytingin gangi hægt og hvetur atvinnulífið til að flokka betur. Hún segir allt gert til að halda sorpinu á sínum stað á urðunarsvæðinu en það ber að hylja þegar því er komið fyrir. Er sorpið hulið með mold sem fyrirtækið nær að drýgja með viðarspæni en nú er sá tími árs genginn í garð þar sem mófuglarnir sækja í svæðið og róta því upp. Þá sé eilífur höfuðverkur að berjast við rokið sem geti valdið usla. „Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka,“ segir Hrefna en allt of mikið af plasti fer með blönduðum úrgangi. Ekki einungis frá heimilum heldur einnig frá fyrirtækjum sem eiga um helming af því sorpi sem Sorpurðun Vesturlands tekur við. „Atvinnulífið stendur sig verr að ég held en íbúarnir við að flokka rusl,“ segir Hrefna. Hún segir fyrirtækið starfa með leyfi Umhverfisstofnunar sem hefur eftirlit með starfseminni. Hrefna biður þá sem hafa flokkað sorp að gefast ekki upp við að sjá þessar myndir frá urðunarsvæðinu. „Ég held að við séum að við erum á réttri leið en þetta gengur bara of hægt. Það er alveg pottþétt að þeir sem flokka, þeirra úrgangur fer í réttan farveg. Hann er ekki að koma til okkar. Ég vil líka benda á atvinnulífið og ég sé til dæmis að við erum að fá alltof mikið plast frá fiskvinnslu,“ segir Hrefna. Hún segir urðun og eyðingu sorps vera kostnaðarsamt ferli og samfélagið verði að vera viðbúið að standa undir þeim kostnaði. Lausnirnar í dag byggi að stórum hluta á að flytja sorp úr landinu en ef fara ætti í þróaðri lausnir á Íslandi þyrfti að koma til meira fjármagn. „Sveitarfélög leggja á sorphirðugjald og íbúarnir verða ósáttir ef það verður of hátt. En það þarf að vera hátt til að standa undir þeim kostnaði sem nútímaumhverfi krefst.“ Sorpurðun Vesturlands hf. hefur leyfi til að taka við 15 þúsund tonnum af sorpi á ári. Í fyrra fór fyrirtækið yfir það leyfi en það tekur við sorpi af öllu Vesturlandi og Vestfjörðum. Þurfti fyrirtækið því að sækja um aukið magn sem það má taka við og segir Hrefna að umræða hafi skapast í kjölfarið um þetta urðunarsvæði. Borgarbyggð Umhverfismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Myndband sem Rakel Steinarsdóttir birti af urðunarsvæðinu við Fíflholt á Mýrum á Vesturlandi hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. Myndbandið birti hún síðastliðið sunnudagskvöld en þar mátti sjá hundruð rúmmetra af sorpi ofan í dal í hvarfi frá þjóðveginum vestur af Snæfellsnesi. Hefur þetta myndband komið mörgum í opna skjöldu sem hafa hugað að flokkum og endurvinnslu en Rakel sagði sjálf að það væri til lítils að hreinsa strandlengjuna af plasti ef gengið er frá því svona. Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands hf. biður fólk hins vegar að gefast ekki upp á flokkuninni. Íslendingar eru á réttri leið að hennar mati þó viðhorfsbreytingin gangi hægt og hvetur atvinnulífið til að flokka betur. Hún segir allt gert til að halda sorpinu á sínum stað á urðunarsvæðinu en það ber að hylja þegar því er komið fyrir. Er sorpið hulið með mold sem fyrirtækið nær að drýgja með viðarspæni en nú er sá tími árs genginn í garð þar sem mófuglarnir sækja í svæðið og róta því upp. Þá sé eilífur höfuðverkur að berjast við rokið sem geti valdið usla. „Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka,“ segir Hrefna en allt of mikið af plasti fer með blönduðum úrgangi. Ekki einungis frá heimilum heldur einnig frá fyrirtækjum sem eiga um helming af því sorpi sem Sorpurðun Vesturlands tekur við. „Atvinnulífið stendur sig verr að ég held en íbúarnir við að flokka rusl,“ segir Hrefna. Hún segir fyrirtækið starfa með leyfi Umhverfisstofnunar sem hefur eftirlit með starfseminni. Hrefna biður þá sem hafa flokkað sorp að gefast ekki upp við að sjá þessar myndir frá urðunarsvæðinu. „Ég held að við séum að við erum á réttri leið en þetta gengur bara of hægt. Það er alveg pottþétt að þeir sem flokka, þeirra úrgangur fer í réttan farveg. Hann er ekki að koma til okkar. Ég vil líka benda á atvinnulífið og ég sé til dæmis að við erum að fá alltof mikið plast frá fiskvinnslu,“ segir Hrefna. Hún segir urðun og eyðingu sorps vera kostnaðarsamt ferli og samfélagið verði að vera viðbúið að standa undir þeim kostnaði. Lausnirnar í dag byggi að stórum hluta á að flytja sorp úr landinu en ef fara ætti í þróaðri lausnir á Íslandi þyrfti að koma til meira fjármagn. „Sveitarfélög leggja á sorphirðugjald og íbúarnir verða ósáttir ef það verður of hátt. En það þarf að vera hátt til að standa undir þeim kostnaði sem nútímaumhverfi krefst.“ Sorpurðun Vesturlands hf. hefur leyfi til að taka við 15 þúsund tonnum af sorpi á ári. Í fyrra fór fyrirtækið yfir það leyfi en það tekur við sorpi af öllu Vesturlandi og Vestfjörðum. Þurfti fyrirtækið því að sækja um aukið magn sem það má taka við og segir Hrefna að umræða hafi skapast í kjölfarið um þetta urðunarsvæði.
Borgarbyggð Umhverfismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira