Þurfa að stinga af frá sínum félagsliðum til að geta keppt á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 23:00 Alex Morgan, Lauren Holiday, Abby Wambach og Whitney Engen fagna sigri bandaríska landsliðsins á HM 2015. Getty/Christopher Morris Margir af bestu leikmönnum heims í kvennafótboltanum munu missa af fullt af leikjum með sínum liðum á meðan þeir taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi. HM kvenna í knattspyrnu í sumar hefur liggur við sömu áhrif á bandarísku kvennadeildina á fótbolta eins og Afríkukeppnin var á árum fyrir ensku úrvalsdeildina. Afríkukeppnin fór þá fram í byrjun ársins og þá var enska úrvalsdeildin í fullum gangi. Ensku liðin misstu því oft lykilmenn í margar vikur. Þessu hefur nú verið breytt með því að færa Afríkukeppnina inn á sumarið. Vandamálið með HM kvenna í fótbolta að bandaríska deildin fer fram frá apríl fram í október og það þótti ekki vera möguleiki á því að búa til almennilegt frí í kringum heimsmeistarakeppnina. Það verður því ekkert langt hlé gert á bandarísku deildinni á meðan HM fer fram í Frakklandi í júní og júlí. Það skiptir engu þótt að bandaríska landsliðið ætli sér þar að verja heimsmeistaratitilinn.Washington Spirit, NWSL adjust to more departures to Women’s World Cup https://t.co/Y9pjAcPIRu — Post Sports (@PostSports) May 20, 2019Fullt af leikmönnum úr bandarísku deildinni hafa verið valdar í HM-hópa sinna þjóða og verða því frá sínum liðum í margar vikur. Engir leikir fara fram í bandarísku deildinni frá 3. til 14. júní en heimsmeistarakeppnin nær frá 7. júní til 7. júlí. Sumar þjóðir detta fyrr úr keppni en bestu liðin eiga líka flesta leikmenn í bandarísku deildinni. Alls munu um sextíu leikmenn úr deildinni yfirgefa sín félög og fara til móts við landslið sín. Leikmenn þurfa að fara mörgum vikum fyrir keppni og þurfa líka sinn tíma til að jafna sig eftir hana. Allir leikmenn bandaríska landsliðsins spila sem dæmi í bandarísku deildinni og fari bandaríska liðið alla leið og eins og búist er við þá munu þeir leikmenn missa af níu leikjum (af 24) eða 38 prósent af tímabilinu. Deildin þarf ekki að hafa áhyggjur af íslensku landsliðskonunum Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem verða enn mikilvægari fyrir sín lið á meðan HM-leikmennirnir eru í burtu. HM 2019 í Frakklandi NWSL Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Margir af bestu leikmönnum heims í kvennafótboltanum munu missa af fullt af leikjum með sínum liðum á meðan þeir taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi. HM kvenna í knattspyrnu í sumar hefur liggur við sömu áhrif á bandarísku kvennadeildina á fótbolta eins og Afríkukeppnin var á árum fyrir ensku úrvalsdeildina. Afríkukeppnin fór þá fram í byrjun ársins og þá var enska úrvalsdeildin í fullum gangi. Ensku liðin misstu því oft lykilmenn í margar vikur. Þessu hefur nú verið breytt með því að færa Afríkukeppnina inn á sumarið. Vandamálið með HM kvenna í fótbolta að bandaríska deildin fer fram frá apríl fram í október og það þótti ekki vera möguleiki á því að búa til almennilegt frí í kringum heimsmeistarakeppnina. Það verður því ekkert langt hlé gert á bandarísku deildinni á meðan HM fer fram í Frakklandi í júní og júlí. Það skiptir engu þótt að bandaríska landsliðið ætli sér þar að verja heimsmeistaratitilinn.Washington Spirit, NWSL adjust to more departures to Women’s World Cup https://t.co/Y9pjAcPIRu — Post Sports (@PostSports) May 20, 2019Fullt af leikmönnum úr bandarísku deildinni hafa verið valdar í HM-hópa sinna þjóða og verða því frá sínum liðum í margar vikur. Engir leikir fara fram í bandarísku deildinni frá 3. til 14. júní en heimsmeistarakeppnin nær frá 7. júní til 7. júlí. Sumar þjóðir detta fyrr úr keppni en bestu liðin eiga líka flesta leikmenn í bandarísku deildinni. Alls munu um sextíu leikmenn úr deildinni yfirgefa sín félög og fara til móts við landslið sín. Leikmenn þurfa að fara mörgum vikum fyrir keppni og þurfa líka sinn tíma til að jafna sig eftir hana. Allir leikmenn bandaríska landsliðsins spila sem dæmi í bandarísku deildinni og fari bandaríska liðið alla leið og eins og búist er við þá munu þeir leikmenn missa af níu leikjum (af 24) eða 38 prósent af tímabilinu. Deildin þarf ekki að hafa áhyggjur af íslensku landsliðskonunum Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem verða enn mikilvægari fyrir sín lið á meðan HM-leikmennirnir eru í burtu.
HM 2019 í Frakklandi NWSL Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira