Einsleita eylandið Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 21. maí 2019 06:00 Færa má rök fyrir því að á Íslandi hafi ríkt einsleit menning í aldanna rás og að hún ríki enn. Landið er eyland og það kann að hafa mótað ýmislegt í einsleitu genamengi okkar. Það má jafnvel segja að einsleitnin sé slík að spegillinn einn sé við hönd þegar ráðið er í störf, ekki síst stjórnunarstöður innan fyrirtækja. Þar sækjast virkilega sér um líkir. Einhverjir myndu segja að ekki ætti að hrófla við því sem virðist virka – ekki eigi að rugga bátnum að óþörfu. En virkar þetta í alvöru eða fljótum við sofandi að feigðarósi? Við höfum verið upptekin af því að mæla einsleitni þjóðarinnar í kynjahalla enda víða pottur brotinn þar. Ef við lítum bara á stjórnunarstöður þá er eingöngu 11 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins stýrt af konum og síðan 2012 hafa 14 karlmenn verið ráðnir sem forstjórar þeirra 18 fyrirtækja sem eru skráð á markaði. En einsleitnin ristir mun dýpra en bara milli kynja. Fjölbreytileikinn nær til ótal fleiri þátta sem geta birst í aldri, menntun og þjóðerni sem dæmi. Þar er auðlindagnótt af bakgrunni og reynsluheimi sem fyrirtækin í landinu, og þar með íslenskt samfélag, eiga í hættu að fara á mis við. Við getum þó ekki fullkomlega kennt okkur við einsleitnina á öllum sviðum. Þar má sem dæmi nefna alþjóðavæðingu síðustu áratuga sem hefur óneitanlega auðgað líf okkar allra og ekki síst með alþjóðasamningum á borð við EES. Í raun er óhætt að segja að utanríkisviðskipti og alþjóðavæðing hafi gjörbreytt öllum sviðum samfélagsins. Í slíkum heimi alþjóðavæðingar og tækniframfara er flutningur vinnuafls ekkert tiltökumál eins og sést glögglega á Íslandi. Allir þeir sem flust hafa til Íslands síðustu 5 ár, sem eru 21.429 umfram brottflutta, hefðu getað myndað nýjan bæ frá grunni sem væri talsvert stærri en Akureyri (18.925 íbúar). Við vitum að með þessum fólksflutningum kemur fjölbreytileikinn eins og ferskur vindur inn í íslenskt atvinnulíf og samfélag, en 13% landsmanna í dag er af erlendu bergi brotinn. Með þessum fersku vindum koma áskoranir sem brýn þörf er á að umbreyta í tækifæri. Áskorun atvinnulífsins er að stilla sig inn á rétta viðhorfið með upplýstum stjórnendum sem tryggja rétta ferla svo að fjölbreytileikinn fái notið sín. Áskorun hins opinbera er að innviðir landsins styðji við fjölbreytileika í atvinnulífinu og að menntakerfið hlúi að fjölskyldum innflytjenda og erlendra sérfræðinga, sem dæmi.Rökin þrjú fyrir fjölbreytileika Margir skólar mætast þegar sérfræðingar ólíkra greina færa rök fyrir fjölbreytileikanum. Í umræðunni hafa þrjú meginrök verið lögð fram sem styðja við mikilvægi fjölbreytileikans í atvinnulífinu. Siðfræðilegu rökin fjalla um réttlætið og sanngirnina sem felst í því að nýta allan mannauðinn. Gagnsemisrökin byggja á að uppeldi okkar, félagsmótun, ólík sýn, þekking, burðir, greiningarhæfni, reynsla og annað hjálpar alltaf fyrirtækinu að sækja fram, sjá fleiri möguleika og lausnir sem leiða til nýsköpunar innan fyrirtækisins. Viðskiptatengdu rökin eru að á endanum muni fjölbreytt vinnuafl og betra samtal leiða til fjárhagslegs ávinnings fyrirtækisins. Til að stemma stigu við innbyggðri einsleitni og vannýttum tækifærum í mannauði og rekstrarformi, hefur Viðskiptaráð Íslands sett málefni fjölbreytileikans sérstaklega á dagskrá. Í dag, á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna um menningarlegan fjölbreytileika, ræsum við árveknisátak um fjölbreytileikann í sinni víðustu mynd en í vinnu Viðskiptaráðs hafa tvö yfirþemu orðið til: Fjölbreytileiki í mannauði annars vegar og fjölbreytileiki í rekstrarformi hins vegar. Þessi þemu munum við meðal annars sjá í myndböndum þar sem fræðimenn og raddir atvinnulífsins ræða mikilvægi fjölbreytileikans á Íslandi. Ef við setjum okkur markmið um fjölbreytileika í íslensku viðskiptalífi þá mætti segja að fyrsta varðan og jafnframt sú nærtækasta sé að tryggja jafnara hlutfall kvenna og karla við stjórnun fyrirtækja og í öðrum liðsheildum. Ekki er þar með sagt að við séum þá alfarið fjölbreytt samfélag. Samhliða kynjavinklinum þarf að huga að ótal öðrum þáttum fjölbreytileikans sem auðga fyrirtækjamenningu, nýsköpun og gera okkur samkeppnishæfari við önnur lönd. Við vitum að samkeppnishæfni Íslands er ein af forsendum velgengni fyrirtækjanna í landinu. Ég þori að fullyrða að fjölbreytileikinn og víðsýni honum tengd sé einn lykillinn að samkeppnishæfni landsins, því að með honum þrífst nýsköpun, ánægja fólks í starfi eykst og samtalið verður fjölbreyttara og litríkara. Hraði og flækjustig eru að aukast í atvinnulífinu og þar með þarf fjölbreyttari liðsheild til að stýra fyrirtækjum. Við hvetjum atvinnulífið og stjórnvöld til að skoða viðhorf sín og ferla í tengslum við fjölbreytileika. Rannsóknir sýna að fjölbreytileikinn ber með sér ólíka þekkingu, reynslu og hæfni sem svo leiðir til aukinna skoðanaskipta, gagnrýnari umræðu og dýpri greiningar á málefnum. Slíkt mun alltaf leiða til betri ákvarðanatöku og framþróun þjóðarinnar. Segjum einsleitni stríð á hendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Færa má rök fyrir því að á Íslandi hafi ríkt einsleit menning í aldanna rás og að hún ríki enn. Landið er eyland og það kann að hafa mótað ýmislegt í einsleitu genamengi okkar. Það má jafnvel segja að einsleitnin sé slík að spegillinn einn sé við hönd þegar ráðið er í störf, ekki síst stjórnunarstöður innan fyrirtækja. Þar sækjast virkilega sér um líkir. Einhverjir myndu segja að ekki ætti að hrófla við því sem virðist virka – ekki eigi að rugga bátnum að óþörfu. En virkar þetta í alvöru eða fljótum við sofandi að feigðarósi? Við höfum verið upptekin af því að mæla einsleitni þjóðarinnar í kynjahalla enda víða pottur brotinn þar. Ef við lítum bara á stjórnunarstöður þá er eingöngu 11 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins stýrt af konum og síðan 2012 hafa 14 karlmenn verið ráðnir sem forstjórar þeirra 18 fyrirtækja sem eru skráð á markaði. En einsleitnin ristir mun dýpra en bara milli kynja. Fjölbreytileikinn nær til ótal fleiri þátta sem geta birst í aldri, menntun og þjóðerni sem dæmi. Þar er auðlindagnótt af bakgrunni og reynsluheimi sem fyrirtækin í landinu, og þar með íslenskt samfélag, eiga í hættu að fara á mis við. Við getum þó ekki fullkomlega kennt okkur við einsleitnina á öllum sviðum. Þar má sem dæmi nefna alþjóðavæðingu síðustu áratuga sem hefur óneitanlega auðgað líf okkar allra og ekki síst með alþjóðasamningum á borð við EES. Í raun er óhætt að segja að utanríkisviðskipti og alþjóðavæðing hafi gjörbreytt öllum sviðum samfélagsins. Í slíkum heimi alþjóðavæðingar og tækniframfara er flutningur vinnuafls ekkert tiltökumál eins og sést glögglega á Íslandi. Allir þeir sem flust hafa til Íslands síðustu 5 ár, sem eru 21.429 umfram brottflutta, hefðu getað myndað nýjan bæ frá grunni sem væri talsvert stærri en Akureyri (18.925 íbúar). Við vitum að með þessum fólksflutningum kemur fjölbreytileikinn eins og ferskur vindur inn í íslenskt atvinnulíf og samfélag, en 13% landsmanna í dag er af erlendu bergi brotinn. Með þessum fersku vindum koma áskoranir sem brýn þörf er á að umbreyta í tækifæri. Áskorun atvinnulífsins er að stilla sig inn á rétta viðhorfið með upplýstum stjórnendum sem tryggja rétta ferla svo að fjölbreytileikinn fái notið sín. Áskorun hins opinbera er að innviðir landsins styðji við fjölbreytileika í atvinnulífinu og að menntakerfið hlúi að fjölskyldum innflytjenda og erlendra sérfræðinga, sem dæmi.Rökin þrjú fyrir fjölbreytileika Margir skólar mætast þegar sérfræðingar ólíkra greina færa rök fyrir fjölbreytileikanum. Í umræðunni hafa þrjú meginrök verið lögð fram sem styðja við mikilvægi fjölbreytileikans í atvinnulífinu. Siðfræðilegu rökin fjalla um réttlætið og sanngirnina sem felst í því að nýta allan mannauðinn. Gagnsemisrökin byggja á að uppeldi okkar, félagsmótun, ólík sýn, þekking, burðir, greiningarhæfni, reynsla og annað hjálpar alltaf fyrirtækinu að sækja fram, sjá fleiri möguleika og lausnir sem leiða til nýsköpunar innan fyrirtækisins. Viðskiptatengdu rökin eru að á endanum muni fjölbreytt vinnuafl og betra samtal leiða til fjárhagslegs ávinnings fyrirtækisins. Til að stemma stigu við innbyggðri einsleitni og vannýttum tækifærum í mannauði og rekstrarformi, hefur Viðskiptaráð Íslands sett málefni fjölbreytileikans sérstaklega á dagskrá. Í dag, á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna um menningarlegan fjölbreytileika, ræsum við árveknisátak um fjölbreytileikann í sinni víðustu mynd en í vinnu Viðskiptaráðs hafa tvö yfirþemu orðið til: Fjölbreytileiki í mannauði annars vegar og fjölbreytileiki í rekstrarformi hins vegar. Þessi þemu munum við meðal annars sjá í myndböndum þar sem fræðimenn og raddir atvinnulífsins ræða mikilvægi fjölbreytileikans á Íslandi. Ef við setjum okkur markmið um fjölbreytileika í íslensku viðskiptalífi þá mætti segja að fyrsta varðan og jafnframt sú nærtækasta sé að tryggja jafnara hlutfall kvenna og karla við stjórnun fyrirtækja og í öðrum liðsheildum. Ekki er þar með sagt að við séum þá alfarið fjölbreytt samfélag. Samhliða kynjavinklinum þarf að huga að ótal öðrum þáttum fjölbreytileikans sem auðga fyrirtækjamenningu, nýsköpun og gera okkur samkeppnishæfari við önnur lönd. Við vitum að samkeppnishæfni Íslands er ein af forsendum velgengni fyrirtækjanna í landinu. Ég þori að fullyrða að fjölbreytileikinn og víðsýni honum tengd sé einn lykillinn að samkeppnishæfni landsins, því að með honum þrífst nýsköpun, ánægja fólks í starfi eykst og samtalið verður fjölbreyttara og litríkara. Hraði og flækjustig eru að aukast í atvinnulífinu og þar með þarf fjölbreyttari liðsheild til að stýra fyrirtækjum. Við hvetjum atvinnulífið og stjórnvöld til að skoða viðhorf sín og ferla í tengslum við fjölbreytileika. Rannsóknir sýna að fjölbreytileikinn ber með sér ólíka þekkingu, reynslu og hæfni sem svo leiðir til aukinna skoðanaskipta, gagnrýnari umræðu og dýpri greiningar á málefnum. Slíkt mun alltaf leiða til betri ákvarðanatöku og framþróun þjóðarinnar. Segjum einsleitni stríð á hendur.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar