Kolbítur Kolbeinn Marteinsson skrifar 30. maí 2019 07:30 Þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla hélt ég að það gæti verið góð hugmynd að skrá mig í bókmenntafræði. Það reyndist ekki henta mér vel. Eftir því sem leið á veturinn jókst kæruleysi mitt og námsleiði. Fyrir vorpróf var ég kominn í veruleg vandræði. Hámarki kæruleysisins var náð fyrir próf í frönskum bókmenntum en þá átti ég eftir að lesa fimm hnausþykkar bækur og hafði til þess þrjá daga. Til að auðvelda skipulag og hámarka skilvirkni lagðist ég í reikninga. Samkvæmt útreikningum myndi þetta hafast ef mér tækist að lesa eina blaðsíðu á mínútu í 18 klukkustundir á dag. Fljótt komu þó í ljós gallar á þessari áætlun og þörf var á nýrri hernaðaráætlun. Úr varð að tvær bækur skyldu lesnar fyrir prófið. Það happdrætti gekk ekki vel og ég kvittaði fyrir veru mína í bókmenntafræði með lélegasta prófi sem ég hef tekið. Eitt man ég þó úr náminu en það er kolbítsminnið í bókmenntasögunni. Það er nokkurn veginn svona: Ungur maður (kolbítur) hefur enga stefnu í lífinu, sóar tíma sínum og veldur foreldrum sínum endalausum áhyggjum. Á endanum rís kolbíturinn þó upp og verður að dugmiklum manni. Kannski er kolbítsminnið mér svona minnisstætt af því að ég var mögulega staddur í því sjálfur, fyrrnefndan vetur. Það er því engin ástæða til að örvænta þó okkur finnist hálffullorðin börn okkar sóa tíma sínum í algert stefnu- og tilgangsleysi. Mögulega rúmliggjandi öllum stundum, horfandi á Netflix nema þegar tekin er pása til þess að geifla sig fyrir sjálfsmyndir sem eru sendar á vinina. Síðan er stunið með reglubundnu millibili: „Það er ekkert til að borða hérna.“ Munum þá að við vorum öll einhvern tíma kolbítar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun
Þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla hélt ég að það gæti verið góð hugmynd að skrá mig í bókmenntafræði. Það reyndist ekki henta mér vel. Eftir því sem leið á veturinn jókst kæruleysi mitt og námsleiði. Fyrir vorpróf var ég kominn í veruleg vandræði. Hámarki kæruleysisins var náð fyrir próf í frönskum bókmenntum en þá átti ég eftir að lesa fimm hnausþykkar bækur og hafði til þess þrjá daga. Til að auðvelda skipulag og hámarka skilvirkni lagðist ég í reikninga. Samkvæmt útreikningum myndi þetta hafast ef mér tækist að lesa eina blaðsíðu á mínútu í 18 klukkustundir á dag. Fljótt komu þó í ljós gallar á þessari áætlun og þörf var á nýrri hernaðaráætlun. Úr varð að tvær bækur skyldu lesnar fyrir prófið. Það happdrætti gekk ekki vel og ég kvittaði fyrir veru mína í bókmenntafræði með lélegasta prófi sem ég hef tekið. Eitt man ég þó úr náminu en það er kolbítsminnið í bókmenntasögunni. Það er nokkurn veginn svona: Ungur maður (kolbítur) hefur enga stefnu í lífinu, sóar tíma sínum og veldur foreldrum sínum endalausum áhyggjum. Á endanum rís kolbíturinn þó upp og verður að dugmiklum manni. Kannski er kolbítsminnið mér svona minnisstætt af því að ég var mögulega staddur í því sjálfur, fyrrnefndan vetur. Það er því engin ástæða til að örvænta þó okkur finnist hálffullorðin börn okkar sóa tíma sínum í algert stefnu- og tilgangsleysi. Mögulega rúmliggjandi öllum stundum, horfandi á Netflix nema þegar tekin er pása til þess að geifla sig fyrir sjálfsmyndir sem eru sendar á vinina. Síðan er stunið með reglubundnu millibili: „Það er ekkert til að borða hérna.“ Munum þá að við vorum öll einhvern tíma kolbítar.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun