Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 17:12 Ivan Golunov. reuters Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt lögreglu var hann færður á sjúkrahús vegna veikinda en frést hefur að hann hafi slasast meðan á handtöku stóð. Golunov starfar fyrir veffréttaritið Meduza sem er lettnesk fréttastofa en Golunov var í Moskvu þegar handtakan fór fram. Lögmaður hans segir eiturlyfjunum hafa verið komið fyrir á honum en rússnesk yfirvöld neita þeirri ásökun. Meduza sagði í tilkynningu að Golunov hafi verið handtekinn vegna starfs síns. Golunov var á leið sinni til að hitta aðra fréttamenn þegar hann var stoppaður og leitað á honum af lögreglu. Lögregla segir að þeir hafi fundið eiturlyfið mephedrone í bakpoka hans og að þeir hafi síðar leitað í íbúð hans og fundið meira magn af eiturlyfjum og vogarskálar, sem gæfi til kynna að hann væri að selja efnin. Blaðamaðurinn var ákærður opinberlega í morgun, laugardag, fyrir að hafa gert tilraun til að framleiða, selja eða dreifa eiturlyfjum. Lögregla birti myndir sem þeir segja sýni áhöld tengd eiturlyfjum í íbúð Golunov en þær myndir hafa síðan verið fjarlægðar samkvæmt Olgu Ivshinu, fréttamanni BBC í Rússlandi. Hún segir lögreglu hafa viðurkennt að „flestar myndirnar sem voru birtar hafi ekki verið teknar í íbúð Golunov heldur hafi verið tengdar annarri rannsókn sem gæti verið tengd handtöku hans.“ Í tilkynningu Meduza segir að Golunov hafi fengið hótanir síðustu mánuði vegna rannsóknar fyrir frétt sem hann var að vinna að. „Við erum handviss um að Ivan Golunov sé saklaus,“ segir í tilkynningunni. „Þar að auki höfum við ástæðu til að halda að verið sé að ofsækja Golunov vegna rannsóknarvinnu sinnar.“ Samkvæmt rússnesku fréttastofunni Interfax hefur heimildarmaður þeirra innan lögreglunnar í Moskvu sagt að Golunov sé ekki við hestaheilsu. „Kallað var eftir sjúkrabíl… Læknarnir í sjúkrabílnum ákváðu að það þyrfti að færa hann á sjúkrahús til að skoða hann.“ Samkvæmt Meduza var hann barinn af lögreglumönnum, bæði við handtöku og seinna á lögreglustöðinni. Hann hafi aðeins fengið að hafa samband við vin sinn eftir 14 klst. varðhald.Иван Голунов рассказывает о событиях последнего дня.Надеемся, что это очень странное дело закончится в самое ближайшее время. pic.twitter.com/MkNcVVMsKy— Breaking Mash (@BreakingMash) June 7, 2019 Í fyrsta myndbandinu sem birt hefur verið af Golunov eftir handtöku hans, sem birt var af rússneska miðlinum Breaking Mash, lyftir hann upp bolnum sínum til að sýna það sem virðist vera brunasár á bakinu. Golunov segist hafa lent í ryskingum við lögreglu og sýndi marbletti máli sínu til stuðnings. Samkvæmt Pavel Chikov, lögmanni, skoðaði læknir Golunov og staðfesti að hann væri líklega rifbeinsbrotinn, hefði fengið heilahristing og margúl. Dmitry Julay, lögmaður Golunov, sagði að honum hafi verið neitað mat og svefni í meira en sólarhring.Fréttafólk í Rússlandi ítrekað handtekið fyrir eiturlyfjasölu Golunov hefur ítrekað flett ofan af spillingu meðal viðskiptamógúla og stjórnmálafólks í Moskvu auk svikulla efnahagslegra áforma í borginni. Fréttafólk í Rússlandi hefur ítrekað verið áreitt síðustu ár fyrir vinnu þeirra. Margir áberandi aðgerðarsinnar og mannréttindabaráttufólk í Rússlandi hefur verið haldið í varðhaldi vegna augljóslega falskra eiturlyfja ákæra. Stórum hluta fréttamiðla í Rússlandi er stjórnað af ríkinu og Rússland hefur verið í 83 sæti af 100 löndum á lista Freedom House um fjölmiðlafrelsi. „Við munum komast að því á hvers vegum er verið að ásækja Vanya [Ivan] og við munum birta þær upplýsingar,“ sögðu Galina Timchenko, framkvæmdarstjóri Meduza, og Ivan Kolpakov, ritstjóri miðilsins. Handtaka blaðamannsins hefur hrundið af staða mótmælum í Moskvu og Sankti Pétursborg og tugir manns voru handteknir, flestir eru blaðamenn. Rússland Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt lögreglu var hann færður á sjúkrahús vegna veikinda en frést hefur að hann hafi slasast meðan á handtöku stóð. Golunov starfar fyrir veffréttaritið Meduza sem er lettnesk fréttastofa en Golunov var í Moskvu þegar handtakan fór fram. Lögmaður hans segir eiturlyfjunum hafa verið komið fyrir á honum en rússnesk yfirvöld neita þeirri ásökun. Meduza sagði í tilkynningu að Golunov hafi verið handtekinn vegna starfs síns. Golunov var á leið sinni til að hitta aðra fréttamenn þegar hann var stoppaður og leitað á honum af lögreglu. Lögregla segir að þeir hafi fundið eiturlyfið mephedrone í bakpoka hans og að þeir hafi síðar leitað í íbúð hans og fundið meira magn af eiturlyfjum og vogarskálar, sem gæfi til kynna að hann væri að selja efnin. Blaðamaðurinn var ákærður opinberlega í morgun, laugardag, fyrir að hafa gert tilraun til að framleiða, selja eða dreifa eiturlyfjum. Lögregla birti myndir sem þeir segja sýni áhöld tengd eiturlyfjum í íbúð Golunov en þær myndir hafa síðan verið fjarlægðar samkvæmt Olgu Ivshinu, fréttamanni BBC í Rússlandi. Hún segir lögreglu hafa viðurkennt að „flestar myndirnar sem voru birtar hafi ekki verið teknar í íbúð Golunov heldur hafi verið tengdar annarri rannsókn sem gæti verið tengd handtöku hans.“ Í tilkynningu Meduza segir að Golunov hafi fengið hótanir síðustu mánuði vegna rannsóknar fyrir frétt sem hann var að vinna að. „Við erum handviss um að Ivan Golunov sé saklaus,“ segir í tilkynningunni. „Þar að auki höfum við ástæðu til að halda að verið sé að ofsækja Golunov vegna rannsóknarvinnu sinnar.“ Samkvæmt rússnesku fréttastofunni Interfax hefur heimildarmaður þeirra innan lögreglunnar í Moskvu sagt að Golunov sé ekki við hestaheilsu. „Kallað var eftir sjúkrabíl… Læknarnir í sjúkrabílnum ákváðu að það þyrfti að færa hann á sjúkrahús til að skoða hann.“ Samkvæmt Meduza var hann barinn af lögreglumönnum, bæði við handtöku og seinna á lögreglustöðinni. Hann hafi aðeins fengið að hafa samband við vin sinn eftir 14 klst. varðhald.Иван Голунов рассказывает о событиях последнего дня.Надеемся, что это очень странное дело закончится в самое ближайшее время. pic.twitter.com/MkNcVVMsKy— Breaking Mash (@BreakingMash) June 7, 2019 Í fyrsta myndbandinu sem birt hefur verið af Golunov eftir handtöku hans, sem birt var af rússneska miðlinum Breaking Mash, lyftir hann upp bolnum sínum til að sýna það sem virðist vera brunasár á bakinu. Golunov segist hafa lent í ryskingum við lögreglu og sýndi marbletti máli sínu til stuðnings. Samkvæmt Pavel Chikov, lögmanni, skoðaði læknir Golunov og staðfesti að hann væri líklega rifbeinsbrotinn, hefði fengið heilahristing og margúl. Dmitry Julay, lögmaður Golunov, sagði að honum hafi verið neitað mat og svefni í meira en sólarhring.Fréttafólk í Rússlandi ítrekað handtekið fyrir eiturlyfjasölu Golunov hefur ítrekað flett ofan af spillingu meðal viðskiptamógúla og stjórnmálafólks í Moskvu auk svikulla efnahagslegra áforma í borginni. Fréttafólk í Rússlandi hefur ítrekað verið áreitt síðustu ár fyrir vinnu þeirra. Margir áberandi aðgerðarsinnar og mannréttindabaráttufólk í Rússlandi hefur verið haldið í varðhaldi vegna augljóslega falskra eiturlyfja ákæra. Stórum hluta fréttamiðla í Rússlandi er stjórnað af ríkinu og Rússland hefur verið í 83 sæti af 100 löndum á lista Freedom House um fjölmiðlafrelsi. „Við munum komast að því á hvers vegum er verið að ásækja Vanya [Ivan] og við munum birta þær upplýsingar,“ sögðu Galina Timchenko, framkvæmdarstjóri Meduza, og Ivan Kolpakov, ritstjóri miðilsins. Handtaka blaðamannsins hefur hrundið af staða mótmælum í Moskvu og Sankti Pétursborg og tugir manns voru handteknir, flestir eru blaðamenn.
Rússland Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira