Björgvin var raddlaus í fjóra mánuði og óttaðist hið versta Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2019 13:13 Björgvin Halldórsson söngvari hélt að hann hefði sungið sitt síðasta. Vísir „Meðan ég stend í lappirnar og röddin er í lagi þá held ég bara áfram,“ sagði söngvarinn Björgvin Halldórsson í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann greindi frá því að hann hefði glímt við raddleysi í fjóra mánuði. Björgvin sagði að röddin þurfi að vera í lagi ætli maður að starfa sem söngvari en um jólin síðustu fékk hann svakalega flensu sem fór í röddina. „Ég var ekki alveg 100 prósent þarna um jólin,“ sagði Björgvin.Vísir greindi frá því í vetur að Björgvin hefði lent í vandræðum með röddina í miðri jólatörninni en þá voru fyrirhugaðir fimm tónleikar í Eldborg, Litlu jólin og tónleikar á Hamborgarafabrikkunni. Björgvin söng hins vegar alla þessa tónleika en viðurkenndi að mögulega hafi einhverjir orðið varir við bresti í röddinni. Hann sagði í Bakaríinu í morgun að hann hefði verið afar fegin að komast í gegnum þessa törn en um áramótin sló honum niður. „Og verð svona hrikalega veikur og það fer svona í hálsinn á mér,“ sagði Björgvin. Frá áramótum hefur hann þurft að neita 5 til 6 giggum þangað til hann söng í útför á Akranesi fyrir tveimur vikum síðan. „Þá fór ég og söng lög sem krefjast mikils bara til að tékka hvort röddin væri þarna. Sem betur var hún þarna. Hún er svona 99,9 prósent komin. Það er ekki hægt að gera þetta nema hljóðfærið sé í lagi,“ segir Björgvin. Hann hafði áhyggjur af því að söngferli hans væri lokið og hann lagðist í mikið þunglyndi. „Ég náði ekki falsettunni og fór í innöndun. Svo var kíkt ofan í mig og það var kominn bjúgur á hálsinn og farið að móta fyrir litlu sári á raddböndunum.“ Hann varð veikur fyrir Jólagesta-tónleikaröð sína og kom ekki upp orði. „Þá þyrmdi yfir mig: Jæja, Björgvin minn. Þetta er búið að vera ágætt hjá þér. Þetta var fínt „run“. Fínn ferill, nú ferð þú og vinnur í bókasafninu. Nú átti að endurgreiða alla miðana og slúffa þessu. Ég var á þeim stað,“ segir Björgvin. Gissur Páll Gissurarson, litli tenórinn með stóru röddina, hringdi þá í Björgvin og tilkynnti honum að hann vissi hvað væri að gerast, sótti hann og fór með hann á heilsugæslu í Glæsibæ. Eftir heimsóknina á heilsugæsluna komst hann í gegnum tónleikaröðina. „Ég get ekki lýst því hvað þetta var erfitt af því ég verð aldrei veikur eða hás,“ segir Björgvin. Hefð er fyrir því að Björgvin og gestir hans taki lagið í hádeginu á Þorláksmessu á Hamborgarafabrikkunni en Björgvin var settur í straff og tók Svala dóttir hans þá tónleika. Björgvin segir röddina komna aftur og hann farinn að syngja á ný. Jól Tónlist Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
„Meðan ég stend í lappirnar og röddin er í lagi þá held ég bara áfram,“ sagði söngvarinn Björgvin Halldórsson í Bakaríinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann greindi frá því að hann hefði glímt við raddleysi í fjóra mánuði. Björgvin sagði að röddin þurfi að vera í lagi ætli maður að starfa sem söngvari en um jólin síðustu fékk hann svakalega flensu sem fór í röddina. „Ég var ekki alveg 100 prósent þarna um jólin,“ sagði Björgvin.Vísir greindi frá því í vetur að Björgvin hefði lent í vandræðum með röddina í miðri jólatörninni en þá voru fyrirhugaðir fimm tónleikar í Eldborg, Litlu jólin og tónleikar á Hamborgarafabrikkunni. Björgvin söng hins vegar alla þessa tónleika en viðurkenndi að mögulega hafi einhverjir orðið varir við bresti í röddinni. Hann sagði í Bakaríinu í morgun að hann hefði verið afar fegin að komast í gegnum þessa törn en um áramótin sló honum niður. „Og verð svona hrikalega veikur og það fer svona í hálsinn á mér,“ sagði Björgvin. Frá áramótum hefur hann þurft að neita 5 til 6 giggum þangað til hann söng í útför á Akranesi fyrir tveimur vikum síðan. „Þá fór ég og söng lög sem krefjast mikils bara til að tékka hvort röddin væri þarna. Sem betur var hún þarna. Hún er svona 99,9 prósent komin. Það er ekki hægt að gera þetta nema hljóðfærið sé í lagi,“ segir Björgvin. Hann hafði áhyggjur af því að söngferli hans væri lokið og hann lagðist í mikið þunglyndi. „Ég náði ekki falsettunni og fór í innöndun. Svo var kíkt ofan í mig og það var kominn bjúgur á hálsinn og farið að móta fyrir litlu sári á raddböndunum.“ Hann varð veikur fyrir Jólagesta-tónleikaröð sína og kom ekki upp orði. „Þá þyrmdi yfir mig: Jæja, Björgvin minn. Þetta er búið að vera ágætt hjá þér. Þetta var fínt „run“. Fínn ferill, nú ferð þú og vinnur í bókasafninu. Nú átti að endurgreiða alla miðana og slúffa þessu. Ég var á þeim stað,“ segir Björgvin. Gissur Páll Gissurarson, litli tenórinn með stóru röddina, hringdi þá í Björgvin og tilkynnti honum að hann vissi hvað væri að gerast, sótti hann og fór með hann á heilsugæslu í Glæsibæ. Eftir heimsóknina á heilsugæsluna komst hann í gegnum tónleikaröðina. „Ég get ekki lýst því hvað þetta var erfitt af því ég verð aldrei veikur eða hás,“ segir Björgvin. Hefð er fyrir því að Björgvin og gestir hans taki lagið í hádeginu á Þorláksmessu á Hamborgarafabrikkunni en Björgvin var settur í straff og tók Svala dóttir hans þá tónleika. Björgvin segir röddina komna aftur og hann farinn að syngja á ný.
Jól Tónlist Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira