Gagnrýndu þingforseta fyrir samráðsleysi um breytta dagskrá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. júní 2019 11:06 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. vísir/vilhelm Þingfundur hófst á Alþingi núna klukkan 10. Fundurinn hófst á því að Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kom upp í pontu undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndi það að dagskrá þingfundarins hefði verið breytt. Þriðji orkupakkinn er ekki fyrstur á dagskrá, eins og margir þingmenn sögðu að hefði verið þegar þeir fóru að sofa í gærkvöldi. Var það gagnrýnt að ekki hefði verið haft samráð við stjórnarandstöðuna um breytta dagskrá og það sett í samhengi við samkomulag um þinglok sem enn hefur ekki tekist. Logi sagði að dagskránni hefði verið breytt þvert á það sem þingflokksformenn hefðu rætt í gær. Samkvæmt dagskránni eru þau tvö mál sem hvað mest er deilt um á þingi þessa dagana, sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og þriðji orkupakkinn, síðust á dagskrá fundarins.Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingflokksformaður Pírata.Vísir/VilhelmÁhersla á framgang þeirra mála sem samstaða er um Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, tók næst til máls og sagði að sér þætti mjög merkilegt að dagskrá þingsins hefði verið breytt í skjóli nætur. Forseti hefði ekki látið vita af breyttum fyrirætlunum og spurði hún hvers vegna svo væri. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, svaraði þingmönnunum og sagði að á fundi með þingflokksformönnum í gær hefði það eitt verið sagt að umræður myndu þá að óbreyttu hefjast um þriðja orkupakkann. Ekki hefði verið rætt um dagskrá þingfundar í dag. Með breyttri dagskrá væri lögð áhersla á forgang þeirra mála sem væru tilbúin til afgreiðslu. Fremst á henni og langt niður eftir henni væru þau mál sem þar eitt nefndarálit liggur fyrir og samstaða væri um. Sagði Steingrímur að það gæti varla verið markmið nokkurs manns að senda þau skilaboð út í samfélagið að Alþingi væri óstarfhæft. Sagði hann að sér gengi það eitt til að sinna þeirri skyldu sinni að leiða þingviljann í ljós.Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/VilhelmLeikrit, leikhús og sýning Síðan komu þingmenn stjórnarandstöðunnar hver á fætur öðrum í pontu og gagnrýndu vinnubrögð forseta. Nokkrir þingmenn stjórnarflokkanna hafa einnig tekið þátt í umræðunni og lýst ánægju sinni með dagskrá fundarins. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kom upp í pontu og lýsti yfir miklum vonbrigðum með að dagskránni hefði verið breytt. Sagði hún að það kæmi ríkisstjórninni afskaplega vel að beina kastljósinu að stjórnarandstöðunni þegar stjórnin væri í bullandi vandræðum með fjármálaáætlunina. Líktu þingmenn stjórnarandstöðunnar ástandinu við leikrit, leikhús og sýningu en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagðist ekki skilja hvað væri í gangi. Nú væri verið að gera nákvæmlega það sem þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka hefðu beðið um, það er að umræðan um orkupakkann yrði sett aftast á dagskrá. Formaður Samfylkingarinnar svaraði því til að sú tillaga hefði verið háð því skilyrði að samkomulag myndi nást við restina af stjórnarandstöðuna.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Þetta snýst um samráð í þinglokum eins og forseti veit og skilur“ Steingrímur sagði að honum væri vandi á höndum þar sem ekki mætti ræða þau mál sem ágreiningur væri um og heldur ekki þau sem samkomulag væri um. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði það með ólíkindum að forseti þingsins breytti algjörlega um kúrs án nokkurra skýringa og án nokkurs samtals. „Fundur þingflokksformanna með herra forseta um þrjúleytið í gær var skýr og stuttur. Til hans var boðað með stuttum fyrirvara. Þar var tilkynnt um að nú ætti að taka orkupakkann á dagskrá og ræða það mál til enda,“ sagði Jón Steindór. Hann sagði að sérstaklega hefði verið spurt um það hvort það mætti eiga von á því að gerð yrðu einhver hlé á umræðunni um orkupakkann. „Aðspurður svaraði forseti því að svo væri ekki, það mál yrði rætt til enda. Forseti var mjög skýr. Hann var mjög skýr, það var ekkert svigrúm til að misskilja orð forseta. Það er því algjörlega með ólíkindum að forseti alls þingsins gjörbreyti um kúrs án nokkurra skýringa og án nokkurs samtals,“ sagði Jón Steindór. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór svo með nokkuð sérstæða ræðu þar sem hann endurtók eftirfarandi út ræðutímann: „Það eru ekki efnislegar athugasemdir við dagskrána. Þetta snýst um samráð í þinglokum eins og forseti veit og skilur.“ Umræðu um fundarstjórn forseta lauk svo um klukkutíma eftir að hún hófst og var þá fyrsta dagskrármálið tekið, frumvarp ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu. Alþingi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Þingfundur hófst á Alþingi núna klukkan 10. Fundurinn hófst á því að Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, kom upp í pontu undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndi það að dagskrá þingfundarins hefði verið breytt. Þriðji orkupakkinn er ekki fyrstur á dagskrá, eins og margir þingmenn sögðu að hefði verið þegar þeir fóru að sofa í gærkvöldi. Var það gagnrýnt að ekki hefði verið haft samráð við stjórnarandstöðuna um breytta dagskrá og það sett í samhengi við samkomulag um þinglok sem enn hefur ekki tekist. Logi sagði að dagskránni hefði verið breytt þvert á það sem þingflokksformenn hefðu rætt í gær. Samkvæmt dagskránni eru þau tvö mál sem hvað mest er deilt um á þingi þessa dagana, sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og þriðji orkupakkinn, síðust á dagskrá fundarins.Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingflokksformaður Pírata.Vísir/VilhelmÁhersla á framgang þeirra mála sem samstaða er um Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, tók næst til máls og sagði að sér þætti mjög merkilegt að dagskrá þingsins hefði verið breytt í skjóli nætur. Forseti hefði ekki látið vita af breyttum fyrirætlunum og spurði hún hvers vegna svo væri. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, svaraði þingmönnunum og sagði að á fundi með þingflokksformönnum í gær hefði það eitt verið sagt að umræður myndu þá að óbreyttu hefjast um þriðja orkupakkann. Ekki hefði verið rætt um dagskrá þingfundar í dag. Með breyttri dagskrá væri lögð áhersla á forgang þeirra mála sem væru tilbúin til afgreiðslu. Fremst á henni og langt niður eftir henni væru þau mál sem þar eitt nefndarálit liggur fyrir og samstaða væri um. Sagði Steingrímur að það gæti varla verið markmið nokkurs manns að senda þau skilaboð út í samfélagið að Alþingi væri óstarfhæft. Sagði hann að sér gengi það eitt til að sinna þeirri skyldu sinni að leiða þingviljann í ljós.Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/VilhelmLeikrit, leikhús og sýning Síðan komu þingmenn stjórnarandstöðunnar hver á fætur öðrum í pontu og gagnrýndu vinnubrögð forseta. Nokkrir þingmenn stjórnarflokkanna hafa einnig tekið þátt í umræðunni og lýst ánægju sinni með dagskrá fundarins. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kom upp í pontu og lýsti yfir miklum vonbrigðum með að dagskránni hefði verið breytt. Sagði hún að það kæmi ríkisstjórninni afskaplega vel að beina kastljósinu að stjórnarandstöðunni þegar stjórnin væri í bullandi vandræðum með fjármálaáætlunina. Líktu þingmenn stjórnarandstöðunnar ástandinu við leikrit, leikhús og sýningu en Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagðist ekki skilja hvað væri í gangi. Nú væri verið að gera nákvæmlega það sem þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka hefðu beðið um, það er að umræðan um orkupakkann yrði sett aftast á dagskrá. Formaður Samfylkingarinnar svaraði því til að sú tillaga hefði verið háð því skilyrði að samkomulag myndi nást við restina af stjórnarandstöðuna.Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Þetta snýst um samráð í þinglokum eins og forseti veit og skilur“ Steingrímur sagði að honum væri vandi á höndum þar sem ekki mætti ræða þau mál sem ágreiningur væri um og heldur ekki þau sem samkomulag væri um. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði það með ólíkindum að forseti þingsins breytti algjörlega um kúrs án nokkurra skýringa og án nokkurs samtals. „Fundur þingflokksformanna með herra forseta um þrjúleytið í gær var skýr og stuttur. Til hans var boðað með stuttum fyrirvara. Þar var tilkynnt um að nú ætti að taka orkupakkann á dagskrá og ræða það mál til enda,“ sagði Jón Steindór. Hann sagði að sérstaklega hefði verið spurt um það hvort það mætti eiga von á því að gerð yrðu einhver hlé á umræðunni um orkupakkann. „Aðspurður svaraði forseti því að svo væri ekki, það mál yrði rætt til enda. Forseti var mjög skýr. Hann var mjög skýr, það var ekkert svigrúm til að misskilja orð forseta. Það er því algjörlega með ólíkindum að forseti alls þingsins gjörbreyti um kúrs án nokkurra skýringa og án nokkurs samtals,“ sagði Jón Steindór. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór svo með nokkuð sérstæða ræðu þar sem hann endurtók eftirfarandi út ræðutímann: „Það eru ekki efnislegar athugasemdir við dagskrána. Þetta snýst um samráð í þinglokum eins og forseti veit og skilur.“ Umræðu um fundarstjórn forseta lauk svo um klukkutíma eftir að hún hófst og var þá fyrsta dagskrármálið tekið, frumvarp ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.
Alþingi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira