EES og Ísland Einar Benediktsson skrifar 6. júní 2019 07:00 Án sæstrengs, sem ekki verður lagður nema með samþykki okkar, hefur raforkumarkaður ESB enga þýðingu fyrir Ísland. Hinn sk. þriðji orkupakki ESB er Íslandi því óviðkomandi mál og jafn fáránlegt að svo væri og sá gamli furðuspuni andstæðinga EFTA-aðildar að við það myndi fiskveiðilögsagan fyllast af erlendum togurum og vinnumarkaðurinn af Portúgölum. Þvinguð og fram úr öllu hófi langdregin umfjöllun Alþingis um þriðja orkupakkann var misheppnaður hræðsluáróður. Eftir situr tilræði við hefðbundnar og siðaðar reglur um meðferð mála á Alþingi og þar með framkvæmd þess viðskiptafrelsis, sem tryggir efnahagsleg samskipti við Evrópu og þarmeð velferð þjóðarinnar. Innleiðing samþykkta EES í íslensk lög undanfarinn aldarfjórðung er undirstaða samningins um Evrópska efnahagssvæðið. Rétt eins og allir samningsaðilar hafa samþykkt viðskiptafrelsi fyrir sjávarafurðir, hagsmunamál fæstra, styðjum við sambærilegar óskir annarra, eins og um sameiginlegan orkumarkað, þótt hann varði okkur engu. Hverfi Ísland frá innleiðingu orkupakkans og ryfi þar með samstöðu, má ætla að önnur EES-ríki telji að þar með sé svo vegið að hagsmunum þeirra, að dregin verði til baka viðskiptafríðindi sem okkur hafa áunnist af áralangri viðleitni. Sú var skoðun fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins. Hafa ber hugfast, að EES er mikill og sögulegur árangur átaks ríkja Vestur-Evrópu um frjáls vöru- og þjónustuviðskipti og frjálsa fjármagnsflutninga á vegum Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) sem Ísland tengdist árið 1970. Með EES árið 1994 hefst þátttaka EFTA í innri markaði Evrópusambandsins og árið 1996 Schengen-samningnum um frjálsa för fólks innan EES. EFTA-lönd, nema Noregur og Ísland, eru löngu orðin aðildarríki í ESB, sem ásamt með löndum Austur- og Suður-Evrópu eru nú 31 talsins. Um Evrópuþróunina og ákvarðanir stjórnvalda varð mikil umfjöllun og tímabundin átök hjá þjóðinni, svo sem er nú með þriðja orkupakkann. Andstaða gegn viðskiptafríðindum fyrir sjávarafurðir tengdist hinni sögulegu baráttu að að tryggja rétt okkar yfir efnahagslögsögu á eigin landgrunni. Íslensk lögsaga yfir landgrunninu innan 200 mílna var endanlega tryggð á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976 og þá tóku gildi ýmsar viðskiptaívilnanir okkur í hag samkvæmt EES-samningnum. Þar með lýkur þeim kafla sögunnar að tryggja íslenskar fiskveiðar og sama frjálsa markaðsaðgang og var um aðrar bandalagsþjóðir okkar í Evrópu. Við útfærslur lögsögunnar frá 1948-1976 mættu Íslendingar harðri andstöðu Breta, sem eru löngu liðin tíð í samskiptum þjóðanna. Bretland, sem er helsti viðskiptaaðili okkar, stendur á þröskuldinum um að vera inni eða úti eða að hve miklu marki, þátttakandi í Evrópusamstarfinu. Utanríkisþjónustan undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur, svo sem fregnir herma, haft vakandi auga með þeirri þróun. Evrópska efnahagssvæðið er og verður meginstoð íslensks efnahagslífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Án sæstrengs, sem ekki verður lagður nema með samþykki okkar, hefur raforkumarkaður ESB enga þýðingu fyrir Ísland. Hinn sk. þriðji orkupakki ESB er Íslandi því óviðkomandi mál og jafn fáránlegt að svo væri og sá gamli furðuspuni andstæðinga EFTA-aðildar að við það myndi fiskveiðilögsagan fyllast af erlendum togurum og vinnumarkaðurinn af Portúgölum. Þvinguð og fram úr öllu hófi langdregin umfjöllun Alþingis um þriðja orkupakkann var misheppnaður hræðsluáróður. Eftir situr tilræði við hefðbundnar og siðaðar reglur um meðferð mála á Alþingi og þar með framkvæmd þess viðskiptafrelsis, sem tryggir efnahagsleg samskipti við Evrópu og þarmeð velferð þjóðarinnar. Innleiðing samþykkta EES í íslensk lög undanfarinn aldarfjórðung er undirstaða samningins um Evrópska efnahagssvæðið. Rétt eins og allir samningsaðilar hafa samþykkt viðskiptafrelsi fyrir sjávarafurðir, hagsmunamál fæstra, styðjum við sambærilegar óskir annarra, eins og um sameiginlegan orkumarkað, þótt hann varði okkur engu. Hverfi Ísland frá innleiðingu orkupakkans og ryfi þar með samstöðu, má ætla að önnur EES-ríki telji að þar með sé svo vegið að hagsmunum þeirra, að dregin verði til baka viðskiptafríðindi sem okkur hafa áunnist af áralangri viðleitni. Sú var skoðun fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins. Hafa ber hugfast, að EES er mikill og sögulegur árangur átaks ríkja Vestur-Evrópu um frjáls vöru- og þjónustuviðskipti og frjálsa fjármagnsflutninga á vegum Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) sem Ísland tengdist árið 1970. Með EES árið 1994 hefst þátttaka EFTA í innri markaði Evrópusambandsins og árið 1996 Schengen-samningnum um frjálsa för fólks innan EES. EFTA-lönd, nema Noregur og Ísland, eru löngu orðin aðildarríki í ESB, sem ásamt með löndum Austur- og Suður-Evrópu eru nú 31 talsins. Um Evrópuþróunina og ákvarðanir stjórnvalda varð mikil umfjöllun og tímabundin átök hjá þjóðinni, svo sem er nú með þriðja orkupakkann. Andstaða gegn viðskiptafríðindum fyrir sjávarafurðir tengdist hinni sögulegu baráttu að að tryggja rétt okkar yfir efnahagslögsögu á eigin landgrunni. Íslensk lögsaga yfir landgrunninu innan 200 mílna var endanlega tryggð á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1976 og þá tóku gildi ýmsar viðskiptaívilnanir okkur í hag samkvæmt EES-samningnum. Þar með lýkur þeim kafla sögunnar að tryggja íslenskar fiskveiðar og sama frjálsa markaðsaðgang og var um aðrar bandalagsþjóðir okkar í Evrópu. Við útfærslur lögsögunnar frá 1948-1976 mættu Íslendingar harðri andstöðu Breta, sem eru löngu liðin tíð í samskiptum þjóðanna. Bretland, sem er helsti viðskiptaaðili okkar, stendur á þröskuldinum um að vera inni eða úti eða að hve miklu marki, þátttakandi í Evrópusamstarfinu. Utanríkisþjónustan undir forystu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur, svo sem fregnir herma, haft vakandi auga með þeirri þróun. Evrópska efnahagssvæðið er og verður meginstoð íslensks efnahagslífs.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun