Upphitun: Mercedes mætir enn sterkara til Kanada Bragi Þórðarson skrifar 6. júní 2019 19:45 Mercedes mætir með nýjar vélar til Kanada Getty Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Gilles Villenueve brautinni í Montreal um helgina. Brautin er í miklu uppáhaldi hjá ríkjandi heimsmeistara, Lewis Hamilton, því Bretinn hefur unnið þessa keppni alls sex sinnum. Vinni Hamilton um helgina mun hann jafna met Michael Schumacher sem vann sjö sinnum í Kanada á sínum ferli. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi þetta tímabil. Lélegasti árangur liðsins kom í Mónakó þegar Hamilton vann en Valtteri Bottas endaði þriðji. Í öllum öðrum mótum ársins hafa Mercedes bílarnir endað í fyrsta og öðru sæti. Bæði Ferrari og Honda hafa uppfært vélar sínar fyrr á þessu tímabili í þeim tilgangi að minnka bilið í Mercedes. Nú eru það hins vegar Mercedes sem mæta með uppfærða vél. Það lofar ekki góðu fyrir liðin sem eru að reyna að keppa við fimmföldu meistarana. Brautin í Montreal er afar teknísk og krefst mikils afls, þess vegna mæta vélarframleiðendur yfirleitt með uppfærslur til Kanada. Kappaksturinn verður ræstur af stað klukkan 18 á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með æfingum, tímatökum og kappakstrinum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sjöunda umferðin í Formúlu 1 fer fram á Gilles Villenueve brautinni í Montreal um helgina. Brautin er í miklu uppáhaldi hjá ríkjandi heimsmeistara, Lewis Hamilton, því Bretinn hefur unnið þessa keppni alls sex sinnum. Vinni Hamilton um helgina mun hann jafna met Michael Schumacher sem vann sjö sinnum í Kanada á sínum ferli. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi þetta tímabil. Lélegasti árangur liðsins kom í Mónakó þegar Hamilton vann en Valtteri Bottas endaði þriðji. Í öllum öðrum mótum ársins hafa Mercedes bílarnir endað í fyrsta og öðru sæti. Bæði Ferrari og Honda hafa uppfært vélar sínar fyrr á þessu tímabili í þeim tilgangi að minnka bilið í Mercedes. Nú eru það hins vegar Mercedes sem mæta með uppfærða vél. Það lofar ekki góðu fyrir liðin sem eru að reyna að keppa við fimmföldu meistarana. Brautin í Montreal er afar teknísk og krefst mikils afls, þess vegna mæta vélarframleiðendur yfirleitt með uppfærslur til Kanada. Kappaksturinn verður ræstur af stað klukkan 18 á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með æfingum, tímatökum og kappakstrinum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira