Framganga stjórnarliða „ómakleg“ og „óklók“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 17:34 Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir umræðuna hafa verið gagnlega. Fréttablaðið/GVA Þingmenn Viðreisnar eru allt annað en sáttir við að vera spyrtir saman við Miðflokkinn og margra vikna málþóf hans. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir undir liðnum störf þingsins að umræðurnar sem hún og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi staðið fyrir í gær um endurskoðun á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hefðu verið gagnlegar og málið sjálft mikilvægt. Það væri ekki smekklegt af hálfu stjórnarliða að tengja klukkustunda umræðu um fjármálastefnuna við margra vikna málþóf. „Og gerðu þar með lítið úr mikilvægi þessa máls og starfi þingsins almennt. Látum vera að stjórnarliðar hafi ekki treyst sér í þessa umræðu, að þeir hafi viljað að hún færi fyrst og fremst fram í þögn að afgreiðsla þessa vandræðalega máls yrði helst engin. Þeim varð auðvitað ekki að ósk sinni af því að við í stjórnarandstöðunni sinntum skyldum okkar en að viðbrögð stjórnarliða hafi verið að spyrða þá stjórnarandstöðuflokka sem hafa stutt haltrandi ríkisstjórn með ráðum og dáð í góðum málum við þetta yfirgengilega málþóf Miðflokksins, það, herra forseti, er ekki bara ósatt, ekki bara ómaklegt, sumir myndu segja ómerkilegt, það er verulega óklókt.“Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum.Vísir/vilhelmFlokksbróðir Hönnu Katrínar, Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, tekur í sama streng og segir framkomu stjórnarliða afskaplega leiðinlega. „Sem voru með ásakanir hér í mjög gagnlegri umræðu um nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar í gær um að minnihutinn í nokkurra klukkustunda umræðu um þetta væru að stunda málþóf en sáu sér þó ekki fært að taka átt í umræðunni þrátt fyrir að vera hér að tipla um á göngum vel fram eftir kvöldi sem var miður“. Þorsteinn heldur áfram og segir: „En það sem mér finnst hins vegar öllu áhugaverðara í þeirri stöðu sem er uppi núna þegar þingi hefði átt að ljúka á morgun er það að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á eigin fjármálaáætlun“ Þorsteinn segir að hvorki gengur né rekur að semja um þinglok. Ríkisstjórnin komi algjörlega tómhent til viðræðna. „Þingflokksformenn sitja umboðslausir á fundum og hafa ekkert fram að færa og formenn stjórnarflokkanna hafa heldur ekkert fram að færa til lausnar. Kann að vera að ríkisstjórnin sé einfaldlega bara ekki tilbúin til þingloka, hún er ekki tilbúin með þau mál sem hún þarf að klára hér degi áður en að þing hefði átt að fara heim og þiggur þess vegna með þökkum þær tafir sem hafa orðið á þingstörfunum hingað til af því hún var ekki búin að vinna heimavinnuna Alþingi Tengdar fréttir Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022. 4. júní 2019 06:55 Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. 31. maí 2019 10:02 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar eru allt annað en sáttir við að vera spyrtir saman við Miðflokkinn og margra vikna málþóf hans. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir undir liðnum störf þingsins að umræðurnar sem hún og aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafi staðið fyrir í gær um endurskoðun á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára hefðu verið gagnlegar og málið sjálft mikilvægt. Það væri ekki smekklegt af hálfu stjórnarliða að tengja klukkustunda umræðu um fjármálastefnuna við margra vikna málþóf. „Og gerðu þar með lítið úr mikilvægi þessa máls og starfi þingsins almennt. Látum vera að stjórnarliðar hafi ekki treyst sér í þessa umræðu, að þeir hafi viljað að hún færi fyrst og fremst fram í þögn að afgreiðsla þessa vandræðalega máls yrði helst engin. Þeim varð auðvitað ekki að ósk sinni af því að við í stjórnarandstöðunni sinntum skyldum okkar en að viðbrögð stjórnarliða hafi verið að spyrða þá stjórnarandstöðuflokka sem hafa stutt haltrandi ríkisstjórn með ráðum og dáð í góðum málum við þetta yfirgengilega málþóf Miðflokksins, það, herra forseti, er ekki bara ósatt, ekki bara ómaklegt, sumir myndu segja ómerkilegt, það er verulega óklókt.“Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum.Vísir/vilhelmFlokksbróðir Hönnu Katrínar, Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, tekur í sama streng og segir framkomu stjórnarliða afskaplega leiðinlega. „Sem voru með ásakanir hér í mjög gagnlegri umræðu um nýja fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar í gær um að minnihutinn í nokkurra klukkustunda umræðu um þetta væru að stunda málþóf en sáu sér þó ekki fært að taka átt í umræðunni þrátt fyrir að vera hér að tipla um á göngum vel fram eftir kvöldi sem var miður“. Þorsteinn heldur áfram og segir: „En það sem mér finnst hins vegar öllu áhugaverðara í þeirri stöðu sem er uppi núna þegar þingi hefði átt að ljúka á morgun er það að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar liggur ekki fyrir. Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á eigin fjármálaáætlun“ Þorsteinn segir að hvorki gengur né rekur að semja um þinglok. Ríkisstjórnin komi algjörlega tómhent til viðræðna. „Þingflokksformenn sitja umboðslausir á fundum og hafa ekkert fram að færa og formenn stjórnarflokkanna hafa heldur ekkert fram að færa til lausnar. Kann að vera að ríkisstjórnin sé einfaldlega bara ekki tilbúin til þingloka, hún er ekki tilbúin með þau mál sem hún þarf að klára hér degi áður en að þing hefði átt að fara heim og þiggur þess vegna með þökkum þær tafir sem hafa orðið á þingstörfunum hingað til af því hún var ekki búin að vinna heimavinnuna
Alþingi Tengdar fréttir Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022. 4. júní 2019 06:55 Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. 31. maí 2019 10:02 Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022. 4. júní 2019 06:55
Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum. 31. maí 2019 10:02
Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. 4. júní 2019 06:15