Góðir hlutir gerast hægt Auður Guðjónsdóttir skrifar 3. júní 2019 07:00 Um allan heim er unnið að því að rannsaka taugakerfið. Samt sem áður gengur hægt að finna lækningu í því. Sem dæmi má nefna að meðferð þeirra sem hljóta mænuskaða og lamast er þannig að þeir eru þjálfaðir til sjálfsbjargar í hjólastól. Sem heilbrigðisstarfsmaður til áratuga sem hefur orðið vitni að miklum framförum á ýmsum sviðum læknavísindanna og sem móðir lamaðs einstaklings get ég ekki sætt mig við seinaganginn. Nú eru liðin 20 ár frá því ég skrifaði fyrsta bréfið til alþjóðastofnunar í þeim tilgangi að þrýsta á framfarir. Það var til Gro Harlem Brundtland þáverandi forstjóra WHO. Í bréfinu benti ég á að það þyrfti að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins og tilraunameðferðir á mænuskaða sem þá voru framkvæmdar. Til að gera langa sögu stutta kom ýmislegt gott út úr samskiptunum en var bara dropi í hafið að miðað við það sem þarf. Frá því ég skrifaði Gro hef ég komið víða við hjá alþjóðastofnunum og alltaf með sömu beiðnina um að stóra rannsóknarmynd taugakerfisins verði skoðuð í samhengi. Í áranna rás hef ég þurft að taka margar U-beygjur til að halda verkefninu á lífi og þurft að takast á við nokkur ríkisstjórnarskipti og þá hefst hringurinn aftur með nýjum ráðherrum. Þrátt fyrir þetta hefur verkefnið mjakast áfram sérstaklega í þágu mænuskaðans á Norðurlandavettvangi og á ég það ýmsum góðum stjórnmálamönnum að þakka. Nú er svo komið að mér finnist að verkefninu hafi verið beint inn á rétta braut. Á fundi sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti með Miroslav Lajcák þáverandi forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í október síðastliðnum ræddi hann m.a. um nauðsyn þess að viðeigandi alþjóðastofnanir beindu kastljósi sínu að taugakerfinu. Í ræðu sinni við sama tækifæri hvatti ráðherra stjórnmálaforingja á alþjóðavísu til að beita pólitískum áhrifum sínum í þágu framfara í taugakerfinu. Í febrúar síðastliðnum átti utanríkisráðherra svo fund með Tetros Ghebreyesus framkvæmdastjóra WHO. Þar kom hann því á framfæri að nauðsynlegt væri að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins, greina hana og samkeyra með nýtingu gervigreindar til að finna vannýtta þekkingu og samnýta þá sem til staðar væri. Því var tekið með jákvæðu viðmóti ytra og hafa íslensk stjórnvöld nú tilnefnt sérstakan erindreka með aðsetur í Genf sem kortleggur yfirstandandi alþjóðlega vinnu í þágu lækninga á mænuskaða og aflar stuðnings annarra þjóða við verkefnið. Og utanríkisráðherra heldur áfram. Nú hefur hann skrifað Maríu Espinosa forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og óskað eftir stuðningi hennar við að vekja athygli aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna á þessum málum. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr því en Espinosa er frá Ekvador og Lenin Moreno forseti lands hennar hlaut mænuskaða og lömun fyrir 16 árum og er bundinn hjólastól. Ég þakka utanríkisráðherra, Diljá Mist Einarsdóttur ,aðstoðarmanni hans, og Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra í utanríkiráðuneytinu fyrir velviljann. Einnig þakka ég Lilju Dögg Alfreðsdóttur, Ingimari Einarssyni, Soffíu Arnardóttur, Ólafi Kr. Guðmundsyni, Berglindi Skúladóttur Sigurz, Sigurði Valtýssyni og Guðrúnu Dóru Bjarnadóttur fyrir öflugan bakstuðning í samningaviðræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Um allan heim er unnið að því að rannsaka taugakerfið. Samt sem áður gengur hægt að finna lækningu í því. Sem dæmi má nefna að meðferð þeirra sem hljóta mænuskaða og lamast er þannig að þeir eru þjálfaðir til sjálfsbjargar í hjólastól. Sem heilbrigðisstarfsmaður til áratuga sem hefur orðið vitni að miklum framförum á ýmsum sviðum læknavísindanna og sem móðir lamaðs einstaklings get ég ekki sætt mig við seinaganginn. Nú eru liðin 20 ár frá því ég skrifaði fyrsta bréfið til alþjóðastofnunar í þeim tilgangi að þrýsta á framfarir. Það var til Gro Harlem Brundtland þáverandi forstjóra WHO. Í bréfinu benti ég á að það þyrfti að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins og tilraunameðferðir á mænuskaða sem þá voru framkvæmdar. Til að gera langa sögu stutta kom ýmislegt gott út úr samskiptunum en var bara dropi í hafið að miðað við það sem þarf. Frá því ég skrifaði Gro hef ég komið víða við hjá alþjóðastofnunum og alltaf með sömu beiðnina um að stóra rannsóknarmynd taugakerfisins verði skoðuð í samhengi. Í áranna rás hef ég þurft að taka margar U-beygjur til að halda verkefninu á lífi og þurft að takast á við nokkur ríkisstjórnarskipti og þá hefst hringurinn aftur með nýjum ráðherrum. Þrátt fyrir þetta hefur verkefnið mjakast áfram sérstaklega í þágu mænuskaðans á Norðurlandavettvangi og á ég það ýmsum góðum stjórnmálamönnum að þakka. Nú er svo komið að mér finnist að verkefninu hafi verið beint inn á rétta braut. Á fundi sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti með Miroslav Lajcák þáverandi forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í október síðastliðnum ræddi hann m.a. um nauðsyn þess að viðeigandi alþjóðastofnanir beindu kastljósi sínu að taugakerfinu. Í ræðu sinni við sama tækifæri hvatti ráðherra stjórnmálaforingja á alþjóðavísu til að beita pólitískum áhrifum sínum í þágu framfara í taugakerfinu. Í febrúar síðastliðnum átti utanríkisráðherra svo fund með Tetros Ghebreyesus framkvæmdastjóra WHO. Þar kom hann því á framfæri að nauðsynlegt væri að skoða stóru rannsóknarmynd taugakerfisins, greina hana og samkeyra með nýtingu gervigreindar til að finna vannýtta þekkingu og samnýta þá sem til staðar væri. Því var tekið með jákvæðu viðmóti ytra og hafa íslensk stjórnvöld nú tilnefnt sérstakan erindreka með aðsetur í Genf sem kortleggur yfirstandandi alþjóðlega vinnu í þágu lækninga á mænuskaða og aflar stuðnings annarra þjóða við verkefnið. Og utanríkisráðherra heldur áfram. Nú hefur hann skrifað Maríu Espinosa forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og óskað eftir stuðningi hennar við að vekja athygli aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna á þessum málum. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr því en Espinosa er frá Ekvador og Lenin Moreno forseti lands hennar hlaut mænuskaða og lömun fyrir 16 árum og er bundinn hjólastól. Ég þakka utanríkisráðherra, Diljá Mist Einarsdóttur ,aðstoðarmanni hans, og Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra í utanríkiráðuneytinu fyrir velviljann. Einnig þakka ég Lilju Dögg Alfreðsdóttur, Ingimari Einarssyni, Soffíu Arnardóttur, Ólafi Kr. Guðmundsyni, Berglindi Skúladóttur Sigurz, Sigurði Valtýssyni og Guðrúnu Dóru Bjarnadóttur fyrir öflugan bakstuðning í samningaviðræðum.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun