Lloris: „Ég stóð af mér storminn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. júní 2019 13:00 Hugo Lloris er fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins vísir/Getty Hugo Lloris mun leiða lið Tottenham út á Wanda Metropolitano völlinn í Madríd í kvöld og inn í fyrsta úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sögu félagsins. Leið Tottenham í úrslitaleikinn var stormasöm, liðið var hársbreidd frá því að detta út úr keppninni eftir aðeins fjóra leiki í riðlakeppninni, myndbandsdómgæsla bjargaði liðinu gegn Manchester City og þrenna Lucas Moura tryggði ótrúlega endurkomu gegn Ajax í undanúrslitunum. „Við fórum í gegnum allan tilfinningaskalann,“ sagði Lloris í ítarlegu viðtali við The Times. „Leikirnir voru mjög villtir því að við vorum ekki við stjórnina, við náðum ekki að stjórna andstæðingunum.“ „En við sýndum mikinn karakter og rétt hugarfar. Við héldum trúnni og það kom okkur í þessa stöðu.“ Lloris byrjaði tímabilið ekki vel en hann var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis í lok ágústmánaðar. Hann þurfti að eyða nótt í fangaklefa aðeins 40 dögum eftir að hann lyfti heimsmeistaratitlinum með franska landsliðinu. „Þegar þú gerir mistök þá þarftu að læra frá þeim og halda áfram. Það er ekkert annað í boði. Auðvitað var ég ekki stoltur af þessu og þurfti að vinna úr þessu, ég er enn að gera það.“ „Ég er faðir, ég er 32 ára gamall og það er mikilvægt að ég axli ábyrgð á gjörðum mínum og haldi áfram.“ Tímabilið byrjaði ekki vel fyrir Lloris sem gerði nokkur áberandi mistök í fyrstu leikjum tímabilsins. Hann segir að það hversu stuttur tími leið frá HM og þar til hann þurfti að vera tilbúinn með Tottenham hafi spilað þar inn í. „Það gerðist mikið á þessu tímabili en ég stóð sterkur í gegnum það, í gegnum storminn. Þegar upp var staðið hjálpaði ég liðinu og liðsfélögum mínum.“ „Fólk getur talað um mistök en þetta snýst um það hvernig maður bregst við mistökum. Það er alltaf best að svara þeim á vellinum.“ Lloris getur orðið fimmti maðurinn í sögu fótboltans til þess að lyfta heimismeistaratitli með landsliði og Evrópumeistaratitli með félagsliði sem fyrirliði takist Tottenham að sigra Liverpool í kvöld. Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Upphitun hefst klukkan 18:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Hugo Lloris mun leiða lið Tottenham út á Wanda Metropolitano völlinn í Madríd í kvöld og inn í fyrsta úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sögu félagsins. Leið Tottenham í úrslitaleikinn var stormasöm, liðið var hársbreidd frá því að detta út úr keppninni eftir aðeins fjóra leiki í riðlakeppninni, myndbandsdómgæsla bjargaði liðinu gegn Manchester City og þrenna Lucas Moura tryggði ótrúlega endurkomu gegn Ajax í undanúrslitunum. „Við fórum í gegnum allan tilfinningaskalann,“ sagði Lloris í ítarlegu viðtali við The Times. „Leikirnir voru mjög villtir því að við vorum ekki við stjórnina, við náðum ekki að stjórna andstæðingunum.“ „En við sýndum mikinn karakter og rétt hugarfar. Við héldum trúnni og það kom okkur í þessa stöðu.“ Lloris byrjaði tímabilið ekki vel en hann var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis í lok ágústmánaðar. Hann þurfti að eyða nótt í fangaklefa aðeins 40 dögum eftir að hann lyfti heimsmeistaratitlinum með franska landsliðinu. „Þegar þú gerir mistök þá þarftu að læra frá þeim og halda áfram. Það er ekkert annað í boði. Auðvitað var ég ekki stoltur af þessu og þurfti að vinna úr þessu, ég er enn að gera það.“ „Ég er faðir, ég er 32 ára gamall og það er mikilvægt að ég axli ábyrgð á gjörðum mínum og haldi áfram.“ Tímabilið byrjaði ekki vel fyrir Lloris sem gerði nokkur áberandi mistök í fyrstu leikjum tímabilsins. Hann segir að það hversu stuttur tími leið frá HM og þar til hann þurfti að vera tilbúinn með Tottenham hafi spilað þar inn í. „Það gerðist mikið á þessu tímabili en ég stóð sterkur í gegnum það, í gegnum storminn. Þegar upp var staðið hjálpaði ég liðinu og liðsfélögum mínum.“ „Fólk getur talað um mistök en þetta snýst um það hvernig maður bregst við mistökum. Það er alltaf best að svara þeim á vellinum.“ Lloris getur orðið fimmti maðurinn í sögu fótboltans til þess að lyfta heimismeistaratitli með landsliði og Evrópumeistaratitli með félagsliði sem fyrirliði takist Tottenham að sigra Liverpool í kvöld. Leikur Tottenham og Liverpool hefst klukkan 19:00 í kvöld. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í ofurháskerpu á Stöð 2 Sport UHD. Upphitun hefst klukkan 18:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira