Gefast ekki upp á baráttu fyrir Tíbet Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. júní 2019 08:45 Tíbeska þjóðfrelsishreyfingin var öllu meira áberandi á árum áður. Nordicphotos/Getty Tíbeska frelsishreyfingin er enn á lífi þótt breyttar aðstæður hafi dregið úr sýnileika hennar. Þetta segir John Jones, verkefnastjóri baráttusamtakanna Free Tibet, í samtali við Fréttablaðið. Reglulega var fjallað um stöðu Tíbet í kringum aldamótin. Stórstjörnur á borð við Richard Gere, Paris Hilton, Steven Seagal og Lisa Simpson hrópuðu „free Tibet!“ og listamenn og hljómsveitir eins og Björk, Beck, Beastie Boys, Radiohead og Pavement komu fram á stórtónleikum í nafni frelsis svæðisins og þjóðarinnar sem það byggir. Síðan þá hefur hreyfingin hins vegar svo gott sem horfið af sjónarsviðinu. Utanríkismálaritið The Diplomat rakti þá þróun fyrr á árinu og sagði að lítill hópur aðgerðasinna hefði drifið hreyfinguna áfram. Menn á borð við Gere hefðu með tíð og tíma farið að einbeita sér að öðru á meðan andlát Adams Yauch úr Beastie Boys dró verulega úr krafti tónlistarinnar í baráttunni. Einnig varar blaðamaður ritsins við því að gera lítið úr þeim þætti að tvær Hollywood-myndir um Tíbet komu út á þessum tíma. Tibet-Kundun og Seven Years in Tibet. Þá er ótalinn vaxandi áróðursarmur kínverskra stjórnvalda. Kína hefur hingað til lagst gegn því að Tíbet öðlist sjálfstæði en svæðið varð að fullu hluti af kommúnistaríkinu þegar Dalai Lama undirritaði sáttmála þess efnis árið 1951 eftir innrás. Kínverjar innlimuðu Tíbet á Yuan-tímanum á 13. öld og gera því tilkall til svæðisins sem var sjálfstætt keisaraveldi fyrir innlimunina. Benda má á að Tíbetar sjálfir hafa mótmælt Kínverjum af krafti undanfarin ár. Frá árinu 2012 hefur verið greint frá því að 38 tíbeskir munkar og nunnur hafi kveikt í sér í mótmælaskyni. Þetta hefur þó ekki borið árangur. Einnig er vert að minnast á óeirðir og mótmæli ársins 2008 þegar hundruð særðust. Að sögn Jones hefur upprisa Kína á alþjóðasviðinu og valdbeiting Kínverja haft mikil áhrif á tíbesku frelsishreyfinguna. „Leikarar og tónlistarmenn sem styðja Tíbet hafa sætt banni í Kína og það leitt til ákveðinnar sjálfritskoðunar.“ Jones segir hins vegar að hreyfingin hafi aðlagað sig breyttum veruleika. „Aukið vald Kínverja hefur leitt til þess að Vesturlönd funda ekki lengur með Dalai Lama og eru myrk í máli um stöðu Tíbets. Til dæmis ákváðu Bretar árið 2008 að hætta að viðurkenna tíbeska sjálfstjórn. Þetta gerir verkefni hreyfingarinnar mun erfiðara. Mannréttindabrotin sem eiga sér stað í Tíbet má rekja beint til ólöglegs hernáms Kínverja og þeim linnir ekki fyrr en pólitísk lausn finnst.“ Hins vegar vekur það upp von, samkvæmt Jones, að ríki á borð við Bandaríkin og Kanada fjarlægjast nú Kína. „Í þessu felst tækifæri til þess að benda á að Tíbet er sögulegt, sjálfstætt ríki og Tíbetar eiga rétt á sjálfstæði.“ Jones segir mannréttindabrot Kínverja vega þyngst í frelsisbaráttunni. „Frá árinu 2008 hefur Tíbet orðið að einu lokaðasta og kúgaðasta svæði jarðar. Kínverski kommúnistaflokkurinn einbeitir sér að „stöðugleika“ í Tíbet og nýtir lögleg og ólögleg verkfæri til að ná því markmiði, til dæmis ofbeldi, hömlur á tjáningarfrelsi og sameiginlegar refsingar,“ segir hann og bætir við að Kínverjar hafi handtekið Tíbeta fyrir að flagga fána sínum, eiga myndir af Dalai Lama, ræða við blaðamenn. Þeir hafi verið fangelsaðir án dóms og laga og sæti pyntingum. Þá nefnir Jones árásir á tíbeska náttúru og hefðbundna lifnaðarhætti í dreifbýli. „Tíbeskir hirðingjar hafa verið fjarlægðir og komið fyrir í skipulagðri byggð. Þannig hefur aldagömul menning verið lögð í rúst.“ Birtist í Fréttablaðinu Kína Tengdar fréttir Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57 Kínversk yfirvöld torvelda útgáfu vegabréfa fyrir Tíbetbúa Mannréttindasamtök segja kínversk yfirvöld hafa komið á tveggja þrepa kerfi varðandi útgáfu vegabréfa. 13. júlí 2015 10:49 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Tíbeska frelsishreyfingin er enn á lífi þótt breyttar aðstæður hafi dregið úr sýnileika hennar. Þetta segir John Jones, verkefnastjóri baráttusamtakanna Free Tibet, í samtali við Fréttablaðið. Reglulega var fjallað um stöðu Tíbet í kringum aldamótin. Stórstjörnur á borð við Richard Gere, Paris Hilton, Steven Seagal og Lisa Simpson hrópuðu „free Tibet!“ og listamenn og hljómsveitir eins og Björk, Beck, Beastie Boys, Radiohead og Pavement komu fram á stórtónleikum í nafni frelsis svæðisins og þjóðarinnar sem það byggir. Síðan þá hefur hreyfingin hins vegar svo gott sem horfið af sjónarsviðinu. Utanríkismálaritið The Diplomat rakti þá þróun fyrr á árinu og sagði að lítill hópur aðgerðasinna hefði drifið hreyfinguna áfram. Menn á borð við Gere hefðu með tíð og tíma farið að einbeita sér að öðru á meðan andlát Adams Yauch úr Beastie Boys dró verulega úr krafti tónlistarinnar í baráttunni. Einnig varar blaðamaður ritsins við því að gera lítið úr þeim þætti að tvær Hollywood-myndir um Tíbet komu út á þessum tíma. Tibet-Kundun og Seven Years in Tibet. Þá er ótalinn vaxandi áróðursarmur kínverskra stjórnvalda. Kína hefur hingað til lagst gegn því að Tíbet öðlist sjálfstæði en svæðið varð að fullu hluti af kommúnistaríkinu þegar Dalai Lama undirritaði sáttmála þess efnis árið 1951 eftir innrás. Kínverjar innlimuðu Tíbet á Yuan-tímanum á 13. öld og gera því tilkall til svæðisins sem var sjálfstætt keisaraveldi fyrir innlimunina. Benda má á að Tíbetar sjálfir hafa mótmælt Kínverjum af krafti undanfarin ár. Frá árinu 2012 hefur verið greint frá því að 38 tíbeskir munkar og nunnur hafi kveikt í sér í mótmælaskyni. Þetta hefur þó ekki borið árangur. Einnig er vert að minnast á óeirðir og mótmæli ársins 2008 þegar hundruð særðust. Að sögn Jones hefur upprisa Kína á alþjóðasviðinu og valdbeiting Kínverja haft mikil áhrif á tíbesku frelsishreyfinguna. „Leikarar og tónlistarmenn sem styðja Tíbet hafa sætt banni í Kína og það leitt til ákveðinnar sjálfritskoðunar.“ Jones segir hins vegar að hreyfingin hafi aðlagað sig breyttum veruleika. „Aukið vald Kínverja hefur leitt til þess að Vesturlönd funda ekki lengur með Dalai Lama og eru myrk í máli um stöðu Tíbets. Til dæmis ákváðu Bretar árið 2008 að hætta að viðurkenna tíbeska sjálfstjórn. Þetta gerir verkefni hreyfingarinnar mun erfiðara. Mannréttindabrotin sem eiga sér stað í Tíbet má rekja beint til ólöglegs hernáms Kínverja og þeim linnir ekki fyrr en pólitísk lausn finnst.“ Hins vegar vekur það upp von, samkvæmt Jones, að ríki á borð við Bandaríkin og Kanada fjarlægjast nú Kína. „Í þessu felst tækifæri til þess að benda á að Tíbet er sögulegt, sjálfstætt ríki og Tíbetar eiga rétt á sjálfstæði.“ Jones segir mannréttindabrot Kínverja vega þyngst í frelsisbaráttunni. „Frá árinu 2008 hefur Tíbet orðið að einu lokaðasta og kúgaðasta svæði jarðar. Kínverski kommúnistaflokkurinn einbeitir sér að „stöðugleika“ í Tíbet og nýtir lögleg og ólögleg verkfæri til að ná því markmiði, til dæmis ofbeldi, hömlur á tjáningarfrelsi og sameiginlegar refsingar,“ segir hann og bætir við að Kínverjar hafi handtekið Tíbeta fyrir að flagga fána sínum, eiga myndir af Dalai Lama, ræða við blaðamenn. Þeir hafi verið fangelsaðir án dóms og laga og sæti pyntingum. Þá nefnir Jones árásir á tíbeska náttúru og hefðbundna lifnaðarhætti í dreifbýli. „Tíbeskir hirðingjar hafa verið fjarlægðir og komið fyrir í skipulagðri byggð. Þannig hefur aldagömul menning verið lögð í rúst.“
Birtist í Fréttablaðinu Kína Tengdar fréttir Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55 Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57 Kínversk yfirvöld torvelda útgáfu vegabréfa fyrir Tíbetbúa Mannréttindasamtök segja kínversk yfirvöld hafa komið á tveggja þrepa kerfi varðandi útgáfu vegabréfa. 13. júlí 2015 10:49 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Kínverjar verjast ásökunum um mannréttindabrot Segja nýjum mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að virða fullveldi Kína. 11. september 2018 07:55
Kínverjar segja fréttir um stærðarinnar fangabúðir rangar Yfirvöld Kína segja rangt að Kínverjum sem tilheyra úígúra-minnihlutahópnum og eru íslamstrúar sé haldið í fangabúðum í massavís. 13. ágúst 2018 16:57
Kínversk yfirvöld torvelda útgáfu vegabréfa fyrir Tíbetbúa Mannréttindasamtök segja kínversk yfirvöld hafa komið á tveggja þrepa kerfi varðandi útgáfu vegabréfa. 13. júlí 2015 10:49