Vantrú fagnar sigri en bingóið er komið til að vera Andri Eysteinsson skrifar 13. júní 2019 12:00 Vantrú hefur haldið Bingó við Austurvöll frá árinu 2007. Nú hefur lögunum verið breytt en bingóið er komið til að vera. Vísir/Sigurjón Breytingar á lögum um helgidagafrið voru samþykktar á Alþingi í gær og verður skemmtanahald því ekki lengur bannað á helgidögum þjóðkirkjunnar. Samtökin Vantrú hafa frá árinu 2007 staðið fyrir mótmælum gegn löggjöf, sem þeirri sem nú hefur verið breytt, og eru þekktust mótmæli í formi bingós á Austurvelli föstudaginn langa á ári hverju. Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar, segir meðlimi samtakanna vera mjög ánægða með lagabreytinguna. Okkur finnst að það eigi að vera trúarlega hlutlaust ríkisvald og löggjöf sem hyglir ekki sérstaklega einhverri trúararfleifð, sagði Sindri. „Það er ekki að það sé svo hræðilegt að geta ekki spilað bingó heldur, að það séu sérréttindi fyrir ákveðna trúarskoðun í landslögum sem okkur finnst ekki í samræmi við jafnræðissjónarmið“ segir Sindri í samtali við Vísi. Bingó Vantrúar á Austurvelli á föstudeginum langa hefur nú verið haldið 13. Sinnum en Vantrú stóð fyrir fyrsta bingóinu 2007. Nú hefur markmiðinu verið náð og því væntanlega útséð með Vantrúar bingó, eða hvað? „Það getur vel verið að við höldum bingó til þess að halda upp á eitthvað, þetta er orðinn siður sem okkur finnst mjög skemmtilegur. Bingóið verður allavega löglegt næst,“ segir Sindri. Breytingarnar voru samþykktar af meirihluta Alþingis í gær en 44 greiddu atkvæði með tillögunni en níu gegn henni, allir þeir níu voru þingmenn Miðflokksins. Sindri segir það ekki hafa komið sér á óvart að svo hafi farið, niðurstaða þeirra sé í anda flokksins. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins, tveir framsóknarmenn og einn þingmaður Vinstri Grænna greiddu ekki atkvæði sökum fjarveru er breytingarnar voru samþykktar. Með því náðist markmið Vantrúar en að hverju munu samtökin snúa sér næst? „Sóknargjöldin eru alltaf eitthvað sem við erum að hugsa um en það er margt annað, það er ekkert eitt sérstakt mál sem verður „okkar“ mál næst, við lítum á þetta með breiðu samhengi.“ segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar. Alþingi Trúmál Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira
Breytingar á lögum um helgidagafrið voru samþykktar á Alþingi í gær og verður skemmtanahald því ekki lengur bannað á helgidögum þjóðkirkjunnar. Samtökin Vantrú hafa frá árinu 2007 staðið fyrir mótmælum gegn löggjöf, sem þeirri sem nú hefur verið breytt, og eru þekktust mótmæli í formi bingós á Austurvelli föstudaginn langa á ári hverju. Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar, segir meðlimi samtakanna vera mjög ánægða með lagabreytinguna. Okkur finnst að það eigi að vera trúarlega hlutlaust ríkisvald og löggjöf sem hyglir ekki sérstaklega einhverri trúararfleifð, sagði Sindri. „Það er ekki að það sé svo hræðilegt að geta ekki spilað bingó heldur, að það séu sérréttindi fyrir ákveðna trúarskoðun í landslögum sem okkur finnst ekki í samræmi við jafnræðissjónarmið“ segir Sindri í samtali við Vísi. Bingó Vantrúar á Austurvelli á föstudeginum langa hefur nú verið haldið 13. Sinnum en Vantrú stóð fyrir fyrsta bingóinu 2007. Nú hefur markmiðinu verið náð og því væntanlega útséð með Vantrúar bingó, eða hvað? „Það getur vel verið að við höldum bingó til þess að halda upp á eitthvað, þetta er orðinn siður sem okkur finnst mjög skemmtilegur. Bingóið verður allavega löglegt næst,“ segir Sindri. Breytingarnar voru samþykktar af meirihluta Alþingis í gær en 44 greiddu atkvæði með tillögunni en níu gegn henni, allir þeir níu voru þingmenn Miðflokksins. Sindri segir það ekki hafa komið sér á óvart að svo hafi farið, niðurstaða þeirra sé í anda flokksins. Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins, tveir framsóknarmenn og einn þingmaður Vinstri Grænna greiddu ekki atkvæði sökum fjarveru er breytingarnar voru samþykktar. Með því náðist markmið Vantrúar en að hverju munu samtökin snúa sér næst? „Sóknargjöldin eru alltaf eitthvað sem við erum að hugsa um en það er margt annað, það er ekkert eitt sérstakt mál sem verður „okkar“ mál næst, við lítum á þetta með breiðu samhengi.“ segir Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar.
Alþingi Trúmál Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Elskar að bera klúta Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Sjá meira