Ratleikur um list og orð Gunnþórunn Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2019 17:00 Ólöf hlakkar til að fylgjast með fjölskyldum leyfa ratleiknum að leiða sig um húsin á Kópavogshálsi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Mig hefur lengi dreymt um að geta boðið fjölskyldum upp á ókeypis ratleik um ýmislegt sem húsin hér á Kópavogshæðinni geyma, nú er hann orðinn að veruleika,“ segir Ólöf Breiðfjörð, verkefnastjóri í menningarhúsunum í Kópavogi. Hún kveðst hafa kynnst slíkum ratleik í Þjóðminjasafninu og víða á söfnum erlendis. „En ég hef hvergi rekist á ratleik sem fjallar um jafn fjölbreytt efni og okkar, listina í Gerðarsafni, bækur, ljóð, orð og stafi á bókasafninu og gersemar Náttúrufræðistofunnar. Við getum ekki alltaf notið listar í Salnum en göngum að arkitektúrnum vísum og rekaviðnum utan á honum. Svo vakir Kópavogskirkja yfir svæðinu og form hennar og umhverfi eru verðug rannsóknarefni.“ Ratleikurinn er prentaður á pappír. „Þetta er sex síðna bæklingur með verkefnum. Gerðarsafn er til dæmis með eina síðu þar sem þátttakandinn velur listaverk og teiknar það eins og hann lystir. Svo þarf að finna út hvernig það lítur út ef hann leggst á gólfið, og fleira slíkt. Í Náttúrufræðistofunni er verkefni sem felst í að teikna þrjár dýrategundir með tennur. En leikurinn snýst ekki bara að teikna og skrifa heldur að opna augun fyrir umhverfinu og það er ekkert svar réttara en annað. Allar spurningar eru þannig að þær halda gildi þó árin líði. Möguleikarnir eru svo margir.“Ólöf segir verkefnið hafa verið í gerjun frá því hún fór á námskeið fyrir þremur árum í Victoria & Albert Museum í New York. „Á ferðum mínum um söfn erlendis hef ég haft sérstakan áhuga á hvernig tekið er á móti fjölskyldum. Svo fengum við styrk úr Safnasjóði til að hrinda þessu í framkvæmd. Við erum með okkar sérfræðinga hér í húsunum og unnum allt í teymisvinnu en fengum líka hönnuð og teiknara. Unnie Arndrup teiknaði fyrir okkur og Arnar Freyr hjá StudioStudio hannaði. Svo prentum við leikinn á góðan pappír, ekki bara á íslensku heldur líka á ensku og pólsku. Ég er stolt af útkomunni og að hún skuli vera á pappír en ekki í snjalltæki. Pappír virðist halda velli á söfnum um allan heim, enda jafnast fátt á við að hafa fallegan pappír milli handa og skrifa og teikna það sem manni sjálfum dettur í hug.“ Ratleikurinn verður kynntur laugardaginn 15. júní milli klukkan 13 og 15. Þá verður sérstök fjölskyldustund í Gerðarsafni, bókasafni, Náttúrufræðistofu og á útivistarsvæðinu. „Sérfræðingarnir verða á sveimi til að dýpka enn upplifun þátttakenda,“ heitir Ólöf. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira
Mig hefur lengi dreymt um að geta boðið fjölskyldum upp á ókeypis ratleik um ýmislegt sem húsin hér á Kópavogshæðinni geyma, nú er hann orðinn að veruleika,“ segir Ólöf Breiðfjörð, verkefnastjóri í menningarhúsunum í Kópavogi. Hún kveðst hafa kynnst slíkum ratleik í Þjóðminjasafninu og víða á söfnum erlendis. „En ég hef hvergi rekist á ratleik sem fjallar um jafn fjölbreytt efni og okkar, listina í Gerðarsafni, bækur, ljóð, orð og stafi á bókasafninu og gersemar Náttúrufræðistofunnar. Við getum ekki alltaf notið listar í Salnum en göngum að arkitektúrnum vísum og rekaviðnum utan á honum. Svo vakir Kópavogskirkja yfir svæðinu og form hennar og umhverfi eru verðug rannsóknarefni.“ Ratleikurinn er prentaður á pappír. „Þetta er sex síðna bæklingur með verkefnum. Gerðarsafn er til dæmis með eina síðu þar sem þátttakandinn velur listaverk og teiknar það eins og hann lystir. Svo þarf að finna út hvernig það lítur út ef hann leggst á gólfið, og fleira slíkt. Í Náttúrufræðistofunni er verkefni sem felst í að teikna þrjár dýrategundir með tennur. En leikurinn snýst ekki bara að teikna og skrifa heldur að opna augun fyrir umhverfinu og það er ekkert svar réttara en annað. Allar spurningar eru þannig að þær halda gildi þó árin líði. Möguleikarnir eru svo margir.“Ólöf segir verkefnið hafa verið í gerjun frá því hún fór á námskeið fyrir þremur árum í Victoria & Albert Museum í New York. „Á ferðum mínum um söfn erlendis hef ég haft sérstakan áhuga á hvernig tekið er á móti fjölskyldum. Svo fengum við styrk úr Safnasjóði til að hrinda þessu í framkvæmd. Við erum með okkar sérfræðinga hér í húsunum og unnum allt í teymisvinnu en fengum líka hönnuð og teiknara. Unnie Arndrup teiknaði fyrir okkur og Arnar Freyr hjá StudioStudio hannaði. Svo prentum við leikinn á góðan pappír, ekki bara á íslensku heldur líka á ensku og pólsku. Ég er stolt af útkomunni og að hún skuli vera á pappír en ekki í snjalltæki. Pappír virðist halda velli á söfnum um allan heim, enda jafnast fátt á við að hafa fallegan pappír milli handa og skrifa og teikna það sem manni sjálfum dettur í hug.“ Ratleikurinn verður kynntur laugardaginn 15. júní milli klukkan 13 og 15. Þá verður sérstök fjölskyldustund í Gerðarsafni, bókasafni, Náttúrufræðistofu og á útivistarsvæðinu. „Sérfræðingarnir verða á sveimi til að dýpka enn upplifun þátttakenda,“ heitir Ólöf.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira