Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 18:20 Lögreglumenn í óeirðabúningi draga á burt stúlku úr hópi mótmælenda. AP/Pavel Golovkin Lögreglan í Moskvu handtók nokkur hundruð mótmælendur sem komu saman í Moskvu til að krefjast refsingar fyrir lögreglumenn sem eru taldir hafa reynt að koma sök á rannsóknarblaðamann í síðustu viku. Alexei Navalní, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er á meðal þeirra sem voru handteknir. Mál blaðamannsins Ívans Golunov hefur vakið mikla reiði í Rússland. Hann var handtekinn í síðustu viku og sakaður um umfangsmikla fíkniefnasölu. Yfirvöld létu hann lausan í gær og lofuðu rannsókn á hvernig kom til að hann var handtekinn. Á mótmælunum í Moskvu í dag átti upphaflega að krefjast lausnar Golunov. Eftir að honum var sleppt beindist reiði mótmælenda að lögreglunni. Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda. Nokkrir mótmælendur voru handteknir á þeim forsendum að leyfi hafi ekki verið veitt fyrir mótmælunum. Alvanalegt er að leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Rússlandi séu teknir höndum af þeim sökum. Yfirvöld segja að um tvö hundruð manns hafi verið handtekin en réttindasamtök telja fjöldann nær fjögur hundruðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússneskir fjölmiðlar telja að um 2.500 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en yfirvöld segja að fjöldinn hafi verið innan við helmingur þess. Þá voru nokkrir blaðamenn sem voru við störf á mótmælunum handteknir, þar á meðal starfsmaður þýska blaðsins Der Spiegel. Fjölmiðlafrelsi er afar bágborið í Rússlandi. Landið er þannig í 83 sæti af hundrað á lista bandarísku félagasamtakanna Freedom House yfir fjölmiðlafrelsi.Alexei Navalní hefur ítrekað verið handtekinn á mótmælum í Rússlandi. Hann er leiðtogi stjórnarandstöðunnar en var bannað að bjóða sig fram gegn Vladímír Pútín til forseta í fyrra.AP/Pavel GolovkinUngur mótmælandi gerir friðarmerki með fingrunum á meðan lögreglumenn leiða hann á brott.AP/Pavel Golovkin Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Lögreglan í Moskvu handtók nokkur hundruð mótmælendur sem komu saman í Moskvu til að krefjast refsingar fyrir lögreglumenn sem eru taldir hafa reynt að koma sök á rannsóknarblaðamann í síðustu viku. Alexei Navalní, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er á meðal þeirra sem voru handteknir. Mál blaðamannsins Ívans Golunov hefur vakið mikla reiði í Rússland. Hann var handtekinn í síðustu viku og sakaður um umfangsmikla fíkniefnasölu. Yfirvöld létu hann lausan í gær og lofuðu rannsókn á hvernig kom til að hann var handtekinn. Á mótmælunum í Moskvu í dag átti upphaflega að krefjast lausnar Golunov. Eftir að honum var sleppt beindist reiði mótmælenda að lögreglunni. Til átaka kom á milli óeirðarlögreglu og mótmælenda. Nokkrir mótmælendur voru handteknir á þeim forsendum að leyfi hafi ekki verið veitt fyrir mótmælunum. Alvanalegt er að leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Rússlandi séu teknir höndum af þeim sökum. Yfirvöld segja að um tvö hundruð manns hafi verið handtekin en réttindasamtök telja fjöldann nær fjögur hundruðum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Rússneskir fjölmiðlar telja að um 2.500 manns hafi tekið þátt í mótmælunum en yfirvöld segja að fjöldinn hafi verið innan við helmingur þess. Þá voru nokkrir blaðamenn sem voru við störf á mótmælunum handteknir, þar á meðal starfsmaður þýska blaðsins Der Spiegel. Fjölmiðlafrelsi er afar bágborið í Rússlandi. Landið er þannig í 83 sæti af hundrað á lista bandarísku félagasamtakanna Freedom House yfir fjölmiðlafrelsi.Alexei Navalní hefur ítrekað verið handtekinn á mótmælum í Rússlandi. Hann er leiðtogi stjórnarandstöðunnar en var bannað að bjóða sig fram gegn Vladímír Pútín til forseta í fyrra.AP/Pavel GolovkinUngur mótmælandi gerir friðarmerki með fingrunum á meðan lögreglumenn leiða hann á brott.AP/Pavel Golovkin
Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12 „Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41 Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. 8. júní 2019 17:12
„Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði viðstaddur mína eigin jarðarför“ Rússneski blaðamaðurinn Ivan Golunov, sem handtekinn var á fimmtudag fyrir umtalsverð meint fíkniefnabrot verður haldið í stofufangelsi en svo var kveðið upp af dómara eftir að Golunov mætti fyrir dóm í Moskvu í dag. 8. júní 2019 22:41
Rússneska blaðamanninum sleppt úr fangelsi Innanríkisráðherra Rússlands segir að rannsókn verði hafin á því hvernig lögreglumenn reyndu að koma sök á rannsóknarblaðamanninn Ívan Golunov. 11. júní 2019 19:12