Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2019 12:00 Siamang á flugvellinum með þvottaburstann á lofti. Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. Siamang var að bíða eftir flugi heim til Belgíu er hann sá Emre Belozoglu, fyrirliða Tyrkja, hundeltan af fjölmiðlum um Leifsstöð. Hann sá sér leik á borði að hafa aðeins gaman, greip uppþvottaburstann sinn, skarst í leikinn og henti meira að segja í eina spurningu. Tyrkir héldu í fyrstu að um íslenskan blaðamann hefði verið að ræða en svo var nú ekki. Í gær kom í ljós að Siamang væri burstamaðurinn alræmdi og hafa Tyrkir beint reiði sinni að honum í kjölfarið. Það er talsvert áreiti sem hlýst af þeirri reiði eins og íslenskir fjölmiðlamenn fengu að kynnast um síðustu helgi.Tyrkir eru búnir að photoshoppa margar myndir af Belganum. Meðal annars þessa.Facebook-síða Siamang var meðal annars hökkuð en áður en það var gert hafði Belginn tjáð sig. „Þetta átti bara að vera grín og ég ætlaði ekki að móðga neinn. Þetta var bara brandari. Það eru engin lög gegn því að ég sé með uppþvottabursta,“ skrifaði Siamang en svo fór gamanið að kárna. „Allt í einu sé ég að andlit mitt er í fjölmiðlum út um allt. Á CNN í Tyrklandi og víðar. Það verður allt brjálað. Meira að segja utanríkisráðherra Tyrklands fer að tísta um mig.“ Líflátshótunum hefur rignt yfir Siamang síðan upp komst um hann. Svo er búið að gera síður með hans nafni á Twitter og Instagram sem ganga út á að gera grín að honum. Instagram-síðan hans var einnig hökkuð. Belgía EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18 Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. Siamang var að bíða eftir flugi heim til Belgíu er hann sá Emre Belozoglu, fyrirliða Tyrkja, hundeltan af fjölmiðlum um Leifsstöð. Hann sá sér leik á borði að hafa aðeins gaman, greip uppþvottaburstann sinn, skarst í leikinn og henti meira að segja í eina spurningu. Tyrkir héldu í fyrstu að um íslenskan blaðamann hefði verið að ræða en svo var nú ekki. Í gær kom í ljós að Siamang væri burstamaðurinn alræmdi og hafa Tyrkir beint reiði sinni að honum í kjölfarið. Það er talsvert áreiti sem hlýst af þeirri reiði eins og íslenskir fjölmiðlamenn fengu að kynnast um síðustu helgi.Tyrkir eru búnir að photoshoppa margar myndir af Belganum. Meðal annars þessa.Facebook-síða Siamang var meðal annars hökkuð en áður en það var gert hafði Belginn tjáð sig. „Þetta átti bara að vera grín og ég ætlaði ekki að móðga neinn. Þetta var bara brandari. Það eru engin lög gegn því að ég sé með uppþvottabursta,“ skrifaði Siamang en svo fór gamanið að kárna. „Allt í einu sé ég að andlit mitt er í fjölmiðlum út um allt. Á CNN í Tyrklandi og víðar. Það verður allt brjálað. Meira að segja utanríkisráðherra Tyrklands fer að tísta um mig.“ Líflátshótunum hefur rignt yfir Siamang síðan upp komst um hann. Svo er búið að gera síður með hans nafni á Twitter og Instagram sem ganga út á að gera grín að honum. Instagram-síðan hans var einnig hökkuð.
Belgía EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18 Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18
Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti