Vikulega teknar mjög sérstakar ákvarðanir Hjörvar Ólafsson skrifar 11. júní 2019 16:45 Þorlákur Árnason. SKJÁSKOT Þorlákur Árnason hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandinu í Hong Kong í fimm mánuði. Þetta fyrsta misseri í starfi hefur verði viðburðaríkt og Þorlákur hefur verið önnum kafinn við hin ýmsu verkefni. Hann segir menningarmuninn á milli Íslands og Hong Kong ekki ýkja mikinn en hins vegar séu teknar ákvarðanir í knattspyrnuheiminum þar ytra sem veki furðu hjá honum og hann hafi tamið sér að hafa húmor fyrir því hvernig menn hjá félagsliðum landsins og í deildarkeppninni þar í landi vinna. „Það hefur verið ofboðslega mikið að gera og eftir á að hyggja er ég bara mjög ánægður með það. Verkefnin sem ég hef tekið að mér eru mörg og mismunandi og það hefur hjálpað mér að aðlagast fljótt og vel að vera önnum kafinn í starfi mínu. Hér hef ég fengið sterkt bakland hjá knattspyrnusambandinu til þess að innleiða mína hugmyndafræði og koma mínum stefnuatriðum á koppinn,“ segir Þorlákur í samtali við Fréttablaðið um fyrstu mánuði sína í fjarlægu landi. „Hér eru milljarðamæringar sem standa að félagsliðunum í landinu og stjórn knattspyrnusambandsins er skipuð sterkum karakterum. Ég hef fengið mikið traust til þess að vinna hlutina eftir eigin höfði og ég er mjög þakklátur fyrir það. Í Asíu eru oft miklar breytingar gerðar á skömmum tíma og meðallíftími manna í starfinu sem ég sinni er tæpt ár en ég gerði þriggja ára samning og ég býst við að klára þann samning. Mér líður mjög vel hérna og kann vel við það traust og þá virðingu sem mér hefur verið sýnd í störfum mínum. Ég er að umbylta kerfinu hérna og það hefur verið tekið vel í það,“ segir þessi reynslumikli þjálfari og stjórnandi.Byrjaði á því að breyta um hugsunarhátt „Þegar ég kom hingað var kúltúrinn sá að draga leikmenn í dilka við átta ára aldur og knattspyrnusambandið bar hitann og þungann af öllu akademíustarfi í landinu. Ég hef breytt kerfinu á þann hátt að fram að 13 ára aldri er áhersla lögð á að leikmenn fái jöfn tækifæri og akademíuhugsunin er í lágmarki. Þá leggjum við meiri ábyrgð á félögin sjálf, bæði í barna- og unglingastarfinu og þegar kemur að starfrækslu akademía. Við 14 ára aldurinn förum við hjá knattspyrnusambandinu hins vegar að taka til okkar leikmenn sem skara fram úr og þróa þeirra leik,“ segir hann um þau atriði sem hann hefur lagt áherslu á fyrstu mánuðina. „Ég tók eftir því þegar ég kom hingað að leikmenn í deildinni og í landsliðinu voru orðnir helst til gamlir og það vantaði upp á framtíðarsýn við að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri bæði í deildinni og í landsliðinu. Eftir að mér var falið að aðstoða við þjálfun A-landsliðsins tókum við inn einn 16 ára leikmann og annan 18 ára í hópinn til þess að búa þá undir framtíðina og plægja akurinn fyrir komandi tíma. Svo vantaði uppalda Hong Kong-búa í liðið og við höfum gert bragarbót á því,“ segir Þorlákur sem tók fljótlega við sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins eftir komu sína til Hong Kong. „Við erum að fara inn í undankeppni HM 2022 og svo komumst við í úrslitakeppni Austur-Asíubikarsins. Ég sé fyrir mér að klára þetta ár í starfi í þjálfarateymi karlalandsliðsins en einbeita mér svo að fullu að starfi mínu sem yfirmaður knattspyrnumála sem er mjög viðamikið starf. Þar er ég sem dæmi að innleiða UEFA Elite-menntunarkerfið fyrir þjálfara hér í landi auk þess að halda áfram að þróa og bæta leikmenn landsins sem er spennandi og skemmtilegt verkefni. Það eru mikil sóknarfæri hér í landi sem og annars staðar í Asíu og ég er mjög spenntur fyrir næstu árum hér,“ segir Skagamaðurinn um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Þorlákur Árnason hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá knattspyrnusambandinu í Hong Kong í fimm mánuði. Þetta fyrsta misseri í starfi hefur verði viðburðaríkt og Þorlákur hefur verið önnum kafinn við hin ýmsu verkefni. Hann segir menningarmuninn á milli Íslands og Hong Kong ekki ýkja mikinn en hins vegar séu teknar ákvarðanir í knattspyrnuheiminum þar ytra sem veki furðu hjá honum og hann hafi tamið sér að hafa húmor fyrir því hvernig menn hjá félagsliðum landsins og í deildarkeppninni þar í landi vinna. „Það hefur verið ofboðslega mikið að gera og eftir á að hyggja er ég bara mjög ánægður með það. Verkefnin sem ég hef tekið að mér eru mörg og mismunandi og það hefur hjálpað mér að aðlagast fljótt og vel að vera önnum kafinn í starfi mínu. Hér hef ég fengið sterkt bakland hjá knattspyrnusambandinu til þess að innleiða mína hugmyndafræði og koma mínum stefnuatriðum á koppinn,“ segir Þorlákur í samtali við Fréttablaðið um fyrstu mánuði sína í fjarlægu landi. „Hér eru milljarðamæringar sem standa að félagsliðunum í landinu og stjórn knattspyrnusambandsins er skipuð sterkum karakterum. Ég hef fengið mikið traust til þess að vinna hlutina eftir eigin höfði og ég er mjög þakklátur fyrir það. Í Asíu eru oft miklar breytingar gerðar á skömmum tíma og meðallíftími manna í starfinu sem ég sinni er tæpt ár en ég gerði þriggja ára samning og ég býst við að klára þann samning. Mér líður mjög vel hérna og kann vel við það traust og þá virðingu sem mér hefur verið sýnd í störfum mínum. Ég er að umbylta kerfinu hérna og það hefur verið tekið vel í það,“ segir þessi reynslumikli þjálfari og stjórnandi.Byrjaði á því að breyta um hugsunarhátt „Þegar ég kom hingað var kúltúrinn sá að draga leikmenn í dilka við átta ára aldur og knattspyrnusambandið bar hitann og þungann af öllu akademíustarfi í landinu. Ég hef breytt kerfinu á þann hátt að fram að 13 ára aldri er áhersla lögð á að leikmenn fái jöfn tækifæri og akademíuhugsunin er í lágmarki. Þá leggjum við meiri ábyrgð á félögin sjálf, bæði í barna- og unglingastarfinu og þegar kemur að starfrækslu akademía. Við 14 ára aldurinn förum við hjá knattspyrnusambandinu hins vegar að taka til okkar leikmenn sem skara fram úr og þróa þeirra leik,“ segir hann um þau atriði sem hann hefur lagt áherslu á fyrstu mánuðina. „Ég tók eftir því þegar ég kom hingað að leikmenn í deildinni og í landsliðinu voru orðnir helst til gamlir og það vantaði upp á framtíðarsýn við að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri bæði í deildinni og í landsliðinu. Eftir að mér var falið að aðstoða við þjálfun A-landsliðsins tókum við inn einn 16 ára leikmann og annan 18 ára í hópinn til þess að búa þá undir framtíðina og plægja akurinn fyrir komandi tíma. Svo vantaði uppalda Hong Kong-búa í liðið og við höfum gert bragarbót á því,“ segir Þorlákur sem tók fljótlega við sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins eftir komu sína til Hong Kong. „Við erum að fara inn í undankeppni HM 2022 og svo komumst við í úrslitakeppni Austur-Asíubikarsins. Ég sé fyrir mér að klára þetta ár í starfi í þjálfarateymi karlalandsliðsins en einbeita mér svo að fullu að starfi mínu sem yfirmaður knattspyrnumála sem er mjög viðamikið starf. Þar er ég sem dæmi að innleiða UEFA Elite-menntunarkerfið fyrir þjálfara hér í landi auk þess að halda áfram að þróa og bæta leikmenn landsins sem er spennandi og skemmtilegt verkefni. Það eru mikil sóknarfæri hér í landi sem og annars staðar í Asíu og ég er mjög spenntur fyrir næstu árum hér,“ segir Skagamaðurinn um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira