Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi eftir komuna frá Konya Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2019 10:57 Aron Einar vildi ekki tjá sig mikið um burstamálið svokallaða. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson og Erik Hamrén, fyrirliði og þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, voru spurðir út í burstamálið svokallaða á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag. Tyrkir voru afar ósáttir við hversu lengi þeir þurftu að bíða á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins í gær. Óþekktur maður, sem þóttist vera fjölmiðlamaður, rétti líka uppþvottabursta í andlit fyrirliða tyrkneska liðsins, Emre Belözoğlu, sem mæltist ekki vel fyrir hjá Tyrkjum. Íslenskir íþróttafréttamenn hafa orðið fyrir talsverðu ónæði vegna þess. Hamrén sagðist ekkert geta sagt um uppákomuna á Laugardalsvelli í gær. Hann sé ekki rétti maðurinn til að svara þeim spurningum og hafi enga stjórn á þeim málum. Aron Einar steig einnig varlega til jarðar og sagði íslenska liðið ekki hafa spáð mikið í burstamálið. Fyrirliðinn sagði þó að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi eftir komuna frá Konya í Tyrklandi fyrir fjórum árum. Ísland og Tyrkland mættust þar í undankeppni EM 2016 og unnu Tyrkir 1-0 sigur. „Vegabréfaeftirlitið var svipað og við fórum í gegnum ítarlega öryggisleit eins og gengur og gerist þegar þú kemur frá óvottuðum flugvelli,“ sagði Aron Einar. Ísland er með sex stig í H-riðli undankeppni EM 2020 en Tyrkland níu stig, eða fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 annað kvöld. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og Erik Hamrén, fyrirliði og þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, voru spurðir út í burstamálið svokallaða á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í dag. Tyrkir voru afar ósáttir við hversu lengi þeir þurftu að bíða á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins í gær. Óþekktur maður, sem þóttist vera fjölmiðlamaður, rétti líka uppþvottabursta í andlit fyrirliða tyrkneska liðsins, Emre Belözoğlu, sem mæltist ekki vel fyrir hjá Tyrkjum. Íslenskir íþróttafréttamenn hafa orðið fyrir talsverðu ónæði vegna þess. Hamrén sagðist ekkert geta sagt um uppákomuna á Laugardalsvelli í gær. Hann sé ekki rétti maðurinn til að svara þeim spurningum og hafi enga stjórn á þeim málum. Aron Einar steig einnig varlega til jarðar og sagði íslenska liðið ekki hafa spáð mikið í burstamálið. Fyrirliðinn sagði þó að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi eftir komuna frá Konya í Tyrklandi fyrir fjórum árum. Ísland og Tyrkland mættust þar í undankeppni EM 2016 og unnu Tyrkir 1-0 sigur. „Vegabréfaeftirlitið var svipað og við fórum í gegnum ítarlega öryggisleit eins og gengur og gerist þegar þú kemur frá óvottuðum flugvelli,“ sagði Aron Einar. Ísland er með sex stig í H-riðli undankeppni EM 2020 en Tyrkland níu stig, eða fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 18:45 annað kvöld.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10
Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30
Pollrólegur yfir reiðum Tyrkjum á Twitter: „Ég ætla ekkert að breyta um lögheimili“ Benedikt Grétarsson, íþróttafréttamaður, varð fyrir slysni sameiginlegur óvinur margra Tyrkja á Twitter í gærkvöldi. 10. júní 2019 10:18