Stál og hnífur komst næstum ekki með Arnar Tómas skrifar 29. júní 2019 08:00 Alls mun Bubbi taka fyrir tíu af plötum sínum í hlaðvarpinu. „Það var ekkert algengt á þessum tíma að fólk væri að tala svona beinskeytt um hlutina. Ég hugsaði að þetta væri gæi sem ætti framtíðina fyrir sér,“ segir Sigurður Árnason, upptökumaður og bassaleikari, um fyrstu kynni sín af Bubba Morthens í öðrum þætti hlaðvarpsins Sögur af plötum. Í þættinum rekja þeir félagar söguna að baki fyrstu plötu Bubba, Ísbjarnarblús. „Hlutirnir fóru að gerast. Alltaf var góður fílingur, alltaf vorum við í góðu skapi, alltaf var nóg af grasi. Þegar maður slappaði af og hlustaði á árangurinn fékk maður sér alltaf reyk. Þetta voru alveg stórkostlegir tímar,“ segir Sigurður sem minnist tímanna vel. Platan var tekin upp hjá útgáfufyrirtækinu SG-hljómplötum sem var í eigu tónlistar- og útvarpsmannsins Svavars Gests. Bubbi og Sigurður lýsa því hversu erfitt gat verið að vinna með Svavari. „Mín upplifun af honum var að hann var svo leiðinlegur. Rosalega þurr,“ segir Bubbi og þakkar Sigurði fyrir að hafa „lagað Excel-skjalið“, en tökur í stúdíóinu stóðu yfir mun lengur en það sem skrásettur tímafjöldi sagði til um. Sigurður segir svo frá því hvernig þekktasta lag Bubba komst næstum því ekki á plötuna. „Þegar þú tókst Stál og hnífur þá vorum við bara tveir uppi í stúdíói og þegar þú ert búinn að spila þetta inn þá segirðu: „Æ, eigum við að láta þetta fara með?“ og ég sagði „Hvað? Auðvitað!“ Og svo í dag er þetta þjóðsöngur Íslendinga!“ Bubbi skefur ekki af mikilvægi aðkomu þess að hafa góðan upptökumann. „Þú leyfðir hlutunum svolítið að fara sína leið. Ísbjarnarblús er í rauninni jafn mikið þér að þakka og mér að þakka. Þetta var svo mikið sjokk þegar við fórum að taka upp plötu númer tvö sem var Geislavirkir. Þar kom einhver Breti sem eiginlega skar undan okkur. Við vorum svo mikill kraftur live en þegar við komum inn í stúdíóið hugsaði ég að þetta væri ekki nærri því jafn skemmtilegt og á Ísbjarnarblús.“ Hægt er að hlusta á fyrstu tvo þætti hlaðvarpsins á vef Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Það var ekkert algengt á þessum tíma að fólk væri að tala svona beinskeytt um hlutina. Ég hugsaði að þetta væri gæi sem ætti framtíðina fyrir sér,“ segir Sigurður Árnason, upptökumaður og bassaleikari, um fyrstu kynni sín af Bubba Morthens í öðrum þætti hlaðvarpsins Sögur af plötum. Í þættinum rekja þeir félagar söguna að baki fyrstu plötu Bubba, Ísbjarnarblús. „Hlutirnir fóru að gerast. Alltaf var góður fílingur, alltaf vorum við í góðu skapi, alltaf var nóg af grasi. Þegar maður slappaði af og hlustaði á árangurinn fékk maður sér alltaf reyk. Þetta voru alveg stórkostlegir tímar,“ segir Sigurður sem minnist tímanna vel. Platan var tekin upp hjá útgáfufyrirtækinu SG-hljómplötum sem var í eigu tónlistar- og útvarpsmannsins Svavars Gests. Bubbi og Sigurður lýsa því hversu erfitt gat verið að vinna með Svavari. „Mín upplifun af honum var að hann var svo leiðinlegur. Rosalega þurr,“ segir Bubbi og þakkar Sigurði fyrir að hafa „lagað Excel-skjalið“, en tökur í stúdíóinu stóðu yfir mun lengur en það sem skrásettur tímafjöldi sagði til um. Sigurður segir svo frá því hvernig þekktasta lag Bubba komst næstum því ekki á plötuna. „Þegar þú tókst Stál og hnífur þá vorum við bara tveir uppi í stúdíói og þegar þú ert búinn að spila þetta inn þá segirðu: „Æ, eigum við að láta þetta fara með?“ og ég sagði „Hvað? Auðvitað!“ Og svo í dag er þetta þjóðsöngur Íslendinga!“ Bubbi skefur ekki af mikilvægi aðkomu þess að hafa góðan upptökumann. „Þú leyfðir hlutunum svolítið að fara sína leið. Ísbjarnarblús er í rauninni jafn mikið þér að þakka og mér að þakka. Þetta var svo mikið sjokk þegar við fórum að taka upp plötu númer tvö sem var Geislavirkir. Þar kom einhver Breti sem eiginlega skar undan okkur. Við vorum svo mikill kraftur live en þegar við komum inn í stúdíóið hugsaði ég að þetta væri ekki nærri því jafn skemmtilegt og á Ísbjarnarblús.“ Hægt er að hlusta á fyrstu tvo þætti hlaðvarpsins á vef Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira