Undirbúum næsta hagvaxtaskeið Ingólfur Bender skrifar 26. júní 2019 08:00 Nú þegar hagkerfið siglir inn í samdrátt er það áleitin spurning á hverju við byggjum næsta hagvaxtarskeið. Með réttum aðgerðum má milda niðursveifluna og tryggja að næsta uppsveifla verði gjöful. Með sterkri samkeppnishæfni atvinnulífsins má auka velferð og bæta lífsgæði. Í því sambandi þarf skýra framtíðarsýn. Við viljum að verðmætasköpunin verði drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Ísland er mjög háð erlendum viðskiptum. Nýliðin efnahagsuppsveifla var í því sambandi, líkt og flestar aðrar uppsveiflur í íslenskri efnahagssögu, drifin áfram af auknum gjaldeyristekjum. Sagan kennir að ef við viljum skara fram úr litið til framtíðar verðum við að skapa og nýta viðskiptatækifærin til að auka útflutningstekjur.Hugmyndum breytt í verðmæti Samsetning gjaldeyristekna skiptir hér sköpum en árangursríkast er að skapa þær gjaldeyristekjur sem auka innlenda verðmætasköpun hvað mest. Þannig aukum við efnahagsleg lífsgæði í landinu. Nýsköpun sem felst í að breyta hugmyndum í verðmæti er lykillinn að auknum gjaldeyristekjum og hagvexti í framtíðinni, hvort heldur sem er í nýjum sprotum eða í rótgróinni starfsemi. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins grundvallast nú að stórum hluta á nýtingu náttúruauðlinda. Vegna takmarkaðs umfangs og mikillar nýtingar þessara auðlinda landsins verður hagvöxtur framtíðarinnar að byggja í auknum mæli á hátækniframleiðslu og -þjónustu til útflutnings. Mikilvægt er að náttúruauðlindir landsins muni áfram gefa atvinnulífinu samkeppnisforskot og móta þannig sérhæfingu hagkerfisins. Framþróun efnahagslífsins ræðst af því hversu vel okkur tekst að nýta það forskot til aukinnar verðmætasköpunar.Talsverður viðnámsþróttur Þrátt fyrir merki um samdrátt stendur íslenska hagkerfið á margan máta vel um þessar mundir. Efnahagsleg lífsgæði hér á landi eru með því sem best gerist í heiminum. Mikilvægt er að byggja á þeim styrkleikum sem hafa skapað okkur þessa stöðu þegar litið er til framtíðar. Þjóðarbúið er ríkt af náttúruauðlindum, með talsvert sterka innviði og vel menntað vinnuafl sem býr yfir miklu frumkvæði og krafti. Hagkerfið er opið og sveigjanlegt sem hefur meðal annars hjálpað við að takast á við miklar efnahagssveiflur í fortíð. Viðnámsþróttur efnahagslífsins er talsverður nú þegar tekist er á við niðursveifluna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er öflugur og erlend staða þjóðarbúsins jákvæð. Þá hefur eiginfjárstaða heimilanna styrkst mikið í nýliðinni uppsveiflu og skuldastaða þeirra hefur að sama skapi batnað. Einnig er fjárhagsstaða ríkissjóðs nokkuð sterk í alþjóðlegum samanburði sem gefur svigrúm til að milda efnahagsleg áhrif þess samdráttar sem vofir yfir með hagstjórnaraðgerðum á sviði opinberra fjármála í samspili við stjórn peningamála.Viðamiklar áskoranir Þó staðan sé á margan máta sterk stendur íslenska hagkerfið frammi fyrir viðamiklum áskorunum á sviði efnahagsmála. Veikleikar hagkerfisins eru í því sambandi bæði áskoranir og tækifæri til framþróunar. Þannig er starfsumhverfið óstöðugt og á margan hátt bæði óhagkvæmt og óskilvirkt. Verkefnið nú er að nýta hagstjórnartækin til að tryggja mjúka lendingu hagkerfisins og undirbyggja hagvöxt til lengri tíma. Með öflugri verðmætasköpun á mörgum sviðum má einnig tryggja aukinn stöðugleika. Þá má nefna að menntakerfið er ekki að mæta nægjanlega vel þörfum atvinnulífs og heimila. Leiða þarf saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Uppbyggingu og viðhaldi innviða hefur ekki verið sinnt sem skyldi og hvatar til nýsköpunar eru ekki nægjanlegir. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Við getum gert betur og byggt þannig undir hagvöxt framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú þegar hagkerfið siglir inn í samdrátt er það áleitin spurning á hverju við byggjum næsta hagvaxtarskeið. Með réttum aðgerðum má milda niðursveifluna og tryggja að næsta uppsveifla verði gjöful. Með sterkri samkeppnishæfni atvinnulífsins má auka velferð og bæta lífsgæði. Í því sambandi þarf skýra framtíðarsýn. Við viljum að verðmætasköpunin verði drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Ísland er mjög háð erlendum viðskiptum. Nýliðin efnahagsuppsveifla var í því sambandi, líkt og flestar aðrar uppsveiflur í íslenskri efnahagssögu, drifin áfram af auknum gjaldeyristekjum. Sagan kennir að ef við viljum skara fram úr litið til framtíðar verðum við að skapa og nýta viðskiptatækifærin til að auka útflutningstekjur.Hugmyndum breytt í verðmæti Samsetning gjaldeyristekna skiptir hér sköpum en árangursríkast er að skapa þær gjaldeyristekjur sem auka innlenda verðmætasköpun hvað mest. Þannig aukum við efnahagsleg lífsgæði í landinu. Nýsköpun sem felst í að breyta hugmyndum í verðmæti er lykillinn að auknum gjaldeyristekjum og hagvexti í framtíðinni, hvort heldur sem er í nýjum sprotum eða í rótgróinni starfsemi. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins grundvallast nú að stórum hluta á nýtingu náttúruauðlinda. Vegna takmarkaðs umfangs og mikillar nýtingar þessara auðlinda landsins verður hagvöxtur framtíðarinnar að byggja í auknum mæli á hátækniframleiðslu og -þjónustu til útflutnings. Mikilvægt er að náttúruauðlindir landsins muni áfram gefa atvinnulífinu samkeppnisforskot og móta þannig sérhæfingu hagkerfisins. Framþróun efnahagslífsins ræðst af því hversu vel okkur tekst að nýta það forskot til aukinnar verðmætasköpunar.Talsverður viðnámsþróttur Þrátt fyrir merki um samdrátt stendur íslenska hagkerfið á margan máta vel um þessar mundir. Efnahagsleg lífsgæði hér á landi eru með því sem best gerist í heiminum. Mikilvægt er að byggja á þeim styrkleikum sem hafa skapað okkur þessa stöðu þegar litið er til framtíðar. Þjóðarbúið er ríkt af náttúruauðlindum, með talsvert sterka innviði og vel menntað vinnuafl sem býr yfir miklu frumkvæði og krafti. Hagkerfið er opið og sveigjanlegt sem hefur meðal annars hjálpað við að takast á við miklar efnahagssveiflur í fortíð. Viðnámsþróttur efnahagslífsins er talsverður nú þegar tekist er á við niðursveifluna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er öflugur og erlend staða þjóðarbúsins jákvæð. Þá hefur eiginfjárstaða heimilanna styrkst mikið í nýliðinni uppsveiflu og skuldastaða þeirra hefur að sama skapi batnað. Einnig er fjárhagsstaða ríkissjóðs nokkuð sterk í alþjóðlegum samanburði sem gefur svigrúm til að milda efnahagsleg áhrif þess samdráttar sem vofir yfir með hagstjórnaraðgerðum á sviði opinberra fjármála í samspili við stjórn peningamála.Viðamiklar áskoranir Þó staðan sé á margan máta sterk stendur íslenska hagkerfið frammi fyrir viðamiklum áskorunum á sviði efnahagsmála. Veikleikar hagkerfisins eru í því sambandi bæði áskoranir og tækifæri til framþróunar. Þannig er starfsumhverfið óstöðugt og á margan hátt bæði óhagkvæmt og óskilvirkt. Verkefnið nú er að nýta hagstjórnartækin til að tryggja mjúka lendingu hagkerfisins og undirbyggja hagvöxt til lengri tíma. Með öflugri verðmætasköpun á mörgum sviðum má einnig tryggja aukinn stöðugleika. Þá má nefna að menntakerfið er ekki að mæta nægjanlega vel þörfum atvinnulífs og heimila. Leiða þarf saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Uppbyggingu og viðhaldi innviða hefur ekki verið sinnt sem skyldi og hvatar til nýsköpunar eru ekki nægjanlegir. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Við getum gert betur og byggt þannig undir hagvöxt framtíðarinnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun