Rigndi á Vök Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 26. júní 2019 10:00 Hljómsveitin hitaði upp fyrir Duran Duran í Laugardalshöll í gærkvöldi. Mynd/Sigga Ella Hljómsveitin Vök hefur átt góðu gengi að fagna fyrir utan landsteinana síðustu árin og fylgdi nýjustu breiðskífu sinni, In the Dark, eftir með stórum Evróputúr. „Við spiluðum í byrjun júní í kjallaranum á Hard Rock. Það voru fyrstu tónleikarnir okkar hérna á Íslandi frá því í byrjun mars, en þá vorum við með útgáfutónleika í Iðnó og á Græna hattinum,“ segir Margrét, söngkona Vakar.Aðdáendur á öllum aldri Hljómsveitin er skipuð þeim Margréti Rán, Andra Má og Einari. Þau tvö fyrrnefndu stofnuðu sveitina til þess að taka þátt í Músíktilraunum 2013, þar sem þau sigruðu. Nokkur af myndböndum sveitarinnar hafa verið spiluð í um og yfir milljón skipti á myndbandamiðlinum YouTube. Vök var valin til að hita upp fyrir eina stærstu sveit níunda áratugarins, Duran Duran, og söngkonuna Patti Smith á Secret Solstice-tóleikahátíðinni. Margrét segir það ekki hafa komið henni sérstaklega að óvart að þau skyldu hafa verið valin til að hita upp fyrir Smith og Duran Duran. „Mér fannst það alveg ganga upp, eða ég sé í það minnsta hvernig tónlistin okkar passar ágætlega saman við þeirra. Við höfum líka tekið eftir því sérstaklega að við eigum breiðan hóp aðdáenda, bæði þegar það kemur að aldri og týpum. Ég myndi segja að megnið af okkar hlustendum sé á aldrinum 25-60 ára. “Væta á Vök Tónleikarnir með Patti Smith voru um síðastliðna helgi. „Ég verð bara að segja eins og er að ég veit ekki nákvæmlega samt hvernig það kom til að við vorum valin til að spila á undan henni. Hvort hún eða hennar teymi hafi haft einhverja aðkomu að því, um það get ég lítið sagt,“ svarar Margrét glaðbeitt, en þegar blaðamaður náði tali af henni var hún mætt ásamt restinni af hljómsveitinni að stilla upp hljóðfærunum í Laugardalshöll. Margrét segir að það hafi gengið ágætlega á Secret Solstice en kaldhæðni örlaganna var sú að nánast eini tíminn þar sem eitthvað rigndi yfir hátíðina var þegar hljómsveit nefnd Vök steig á svið. „Það var búin að vera sól alla helgina en svo einmitt þegar við stígum á svið þá byrjar að rigna, sem var ákveðinn skellur,“ segir Margrét hlæjandi.Náði að kasta kveðju á Smith Sveitin spilaði á sunnudeginum og því eflaust komin smá þreyta í áhorfendur. „Það rættist samt úr mætingunni, þannig að þetta var eins gott og það gat verið í ljósi aðstæðna.“ Margrét heldur upp á Smith og hefur lesið megnið af bókunum sem hún hefur gefið út. „Já, ég myndi segja að ég væri aðdáandi. Við náðum samt ekki að hitta hana neitt þannig, en ég þakkaði henni fyrir tónleikana þegar ég stóð í stutta stund við hliðina á henni. Hvort hún hafi áttað sig á að ég væri í hljómsveitinni sem hitaði upp fyrir hana er ég ekki viss um.“ Hljómsveitin mun nú taka það aðeins rólegar og spila meira hér heima á næstu misserum. „Við höfum mest verið að spila úti undanfarið og eiginlega á þrotlausu tónleikaferðalagi undanfarin ár. Þess vegna finnst okkur öllum alveg frábært að vera að spila mest heima núna á næstunni, ef undan er skilið G! Festival í Færeyjum, en þangað er stutt að fara. Við munum svo spila á Bræðslunni og svo á Í hjarta Hafnarfjarðar,“ segir Margrét að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Hljómsveitin Vök hefur átt góðu gengi að fagna fyrir utan landsteinana síðustu árin og fylgdi nýjustu breiðskífu sinni, In the Dark, eftir með stórum Evróputúr. „Við spiluðum í byrjun júní í kjallaranum á Hard Rock. Það voru fyrstu tónleikarnir okkar hérna á Íslandi frá því í byrjun mars, en þá vorum við með útgáfutónleika í Iðnó og á Græna hattinum,“ segir Margrét, söngkona Vakar.Aðdáendur á öllum aldri Hljómsveitin er skipuð þeim Margréti Rán, Andra Má og Einari. Þau tvö fyrrnefndu stofnuðu sveitina til þess að taka þátt í Músíktilraunum 2013, þar sem þau sigruðu. Nokkur af myndböndum sveitarinnar hafa verið spiluð í um og yfir milljón skipti á myndbandamiðlinum YouTube. Vök var valin til að hita upp fyrir eina stærstu sveit níunda áratugarins, Duran Duran, og söngkonuna Patti Smith á Secret Solstice-tóleikahátíðinni. Margrét segir það ekki hafa komið henni sérstaklega að óvart að þau skyldu hafa verið valin til að hita upp fyrir Smith og Duran Duran. „Mér fannst það alveg ganga upp, eða ég sé í það minnsta hvernig tónlistin okkar passar ágætlega saman við þeirra. Við höfum líka tekið eftir því sérstaklega að við eigum breiðan hóp aðdáenda, bæði þegar það kemur að aldri og týpum. Ég myndi segja að megnið af okkar hlustendum sé á aldrinum 25-60 ára. “Væta á Vök Tónleikarnir með Patti Smith voru um síðastliðna helgi. „Ég verð bara að segja eins og er að ég veit ekki nákvæmlega samt hvernig það kom til að við vorum valin til að spila á undan henni. Hvort hún eða hennar teymi hafi haft einhverja aðkomu að því, um það get ég lítið sagt,“ svarar Margrét glaðbeitt, en þegar blaðamaður náði tali af henni var hún mætt ásamt restinni af hljómsveitinni að stilla upp hljóðfærunum í Laugardalshöll. Margrét segir að það hafi gengið ágætlega á Secret Solstice en kaldhæðni örlaganna var sú að nánast eini tíminn þar sem eitthvað rigndi yfir hátíðina var þegar hljómsveit nefnd Vök steig á svið. „Það var búin að vera sól alla helgina en svo einmitt þegar við stígum á svið þá byrjar að rigna, sem var ákveðinn skellur,“ segir Margrét hlæjandi.Náði að kasta kveðju á Smith Sveitin spilaði á sunnudeginum og því eflaust komin smá þreyta í áhorfendur. „Það rættist samt úr mætingunni, þannig að þetta var eins gott og það gat verið í ljósi aðstæðna.“ Margrét heldur upp á Smith og hefur lesið megnið af bókunum sem hún hefur gefið út. „Já, ég myndi segja að ég væri aðdáandi. Við náðum samt ekki að hitta hana neitt þannig, en ég þakkaði henni fyrir tónleikana þegar ég stóð í stutta stund við hliðina á henni. Hvort hún hafi áttað sig á að ég væri í hljómsveitinni sem hitaði upp fyrir hana er ég ekki viss um.“ Hljómsveitin mun nú taka það aðeins rólegar og spila meira hér heima á næstu misserum. „Við höfum mest verið að spila úti undanfarið og eiginlega á þrotlausu tónleikaferðalagi undanfarin ár. Þess vegna finnst okkur öllum alveg frábært að vera að spila mest heima núna á næstunni, ef undan er skilið G! Festival í Færeyjum, en þangað er stutt að fara. Við munum svo spila á Bræðslunni og svo á Í hjarta Hafnarfjarðar,“ segir Margrét að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira