Hansi Bjarna var og er forfallinn Duran Duran-aðdáandi Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2019 16:09 Hansi Bjarna telur sig með allra helstu Duran Duran-aðdáendum landsins. „Jájá, ég er að fara,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS-barnaþorp. Hans Steinar er líklega þekktari sem útvarpsmaðurinn Hansi Bjarna sem seinna söðlaði um og varð einn helsti íþróttafréttamaður landsins.Í afneitun gagnvart sönghæfileikum Símons Hansi er forfallinn Duran Duran-aðdáandi og hann er að fara á tónleika hljómsveitarinnar í kvöld. Hansi, sem verður 46 ára á laugardaginn, segir aðdáun hans á hljómsveitinni ekki í rénun þó aðdáun hans sé ekki eins blind og hún var á árum áður. Eða hvað? Á 9. áratugnum var Duran Duran aðalbandið. Helst var á tímabili að hljómsveitin Wham væri að velgja þeim undir uggum. Hansi kannast ekki við það beint að hafa staðið í Wham-Duran Duran-stríði. Ekki þannig.Hansi sem gelgja á Hólmavík. Bravómyndirnar á sínum stað á innanverðri svefnherbergishurðinni.„Jújú, maður stóð vörð um sína menn. Simon Le Bon var ekkert sérstakur söngvari en ég var í afneitun þá og tók því sem persónulegri árás þegar fólk var að halda þessu fram. Svo sá ég nýlega tónleika með þeim í sjónvarpinu og hann er miklu betri söngvari í dag en hann var þá. Það er alveg áberandi. En, hann gat verið agalegur á þessum tíma. Ég skal fúslega gangast við því núna.“Ofurspenntur táningur á Hólmavík Hansi segist hafa verið alveg forfallinn. En, þá ber til þess að líta að þetta var þegar hann var hvað móttækilegastur, ellefu til tólf ára gamall og bjó á Hólmavík. „Þetta er tíminn. Rás 2 ekki farin að nást á Hólmavík þá. En, samsending Rásar 1 og 2 um helgar var sannkölluð himnasending. Svo var vinsældalistinn á fimmtudagskvöldum. Topp tíu frumfluttur milli átta og níu og svo topp 30 á sunnudögum.Hansi Bjarna á þeim árum sem Duran Duran-áhuginn var í hámarki. Hárgreiðslukonan á Hólmavík treysti sér þó ekki í það verkefni að breyta honum í Robert Taylor.Maður var búinn að stilla sér upp við skrifborð með línustrikað blað og færa skilmerkilega allt til bókar. Þetta eru svo horfnir tímar. En, þarna verður útvarpsáhuginn til, þetta er ástæðan fyrir því að ég fór að starfa við Útvarp. Byrjaði á Útrás 1989, þegar ég var í MH. Svo kom Sólin og svo X-ið í gamla dúfnakofanum með Aðalstöðinni.“ Já, Hansi segist þvílíkt spenntur. Kannski ekki eins spenntur og þegar hann var tólf ára. En, samt. Og hann skrifaði skemmtilegan pistil á Facebooksíðu sína, í tilefni tónleikanna í kvöld sem Vísir birtir hér með í heild sinni með góðfúslegu leyfi.Treysti sér ekki til að gera John Taylor úr Hansa Bjarna „Ekki seinna vænna. Ég var svona 11-12 ára þegar ég varð gjörsamlega vitstola af aðdáun á bandinu. Ég bað afa Hans um 500 krónur til að geta keypt Arena vínylplötuna með Duran í gamla Kaupfélaginu á Hólmavík. Hún var á repeat í plötuspilaranum í stofunni allt árið 1985. Um þetta leyti safnaði ég öllum plakötum og myndabókum um Duran Duran sem ég komst yfir. Verst finnst mér að eiga ekki ennþá púsl-plakatið í real size sem tók nokkur Bravo- eða PopRocky blöð til að safna í alla myndina af hljómsveitinni. Á þessum tímapunkti var ástandið orðið háalvarlegt.Ég laug því að skólafélögunum á Hólmavík að Simon Le Bon væri frændi minn og ég væri stundum að passa fyrir hann. Það trúðu þessu einhverjir. Held ég. Það var ekkert internet til að bösta mig. Það er örugglega til einhver greining á þessu ástandi í dag.Hansi ásamt vinum með sjálfu goðinu, Símoni Le Bon, þegar Duran Duran komu til Íslands árið 2005.Svo get ég staðfest eina sögu sem gengur líklega ennþá um mig á Hólmavík. Þangað kom hárgreiðslukona reglulega og klippti þá allt þorpið á einni viku eða svo. Ég mætti til hennar galvaskur með nýlega Duran Duran myndabók, opnaði hana við mynd af John Taylor og sagði; geturðu klippt mig svona? Ég var alla vega með sítt að aftan en hún treysti sér ekki í verkefnið. Held hún hafi ekki verið með strípur meðferðis. Gríðarleg vonbrigði.Á fölskum forsendum á blaðamannafundi Ég lét mig að sjálfsögðu ekki vanta á blaðamannafund með sveitinni þegar hún kom hingað 2005. Ég var að vinna í útvarpinu, fékk tilkynninguna og mætti þó ég væri ekki með neinn þátt sem Duran-viðtöl pössuðu inn í. Komst reyndar að því á blaðamannafundinum að fjöldinn allur af kollegum mínum mætti þangað í nákvæmlega sömu erindagjörðum og ég. Að lokum vil ég bara benda tónleikahöldurunum Sena Live á að ég gæti mögulega verið tiltækur annað kvöld til að ræða við Simon um barnapössun. Er kominn með nokkra reynslu núna. Verð á staðnum.“ Tónlist Tengdar fréttir Síðasti sénsinn með Duran Duran Drengirnir síungu í Duran Duran eru hæstánægðir með að vera komnir aftur til Íslands. Bassaleikarinn John Taylor segir þá mjög spennta fyrir kvöldinu þar sem þeir muni gefa sig alla. 25. júní 2019 02:00 Spenntur fyrir kraftinum í íslensku aðdáendunum Áratugalangur draumur íslenskra aðdáenda Duran Duran rættist loks fyrir fjórtán árum þegar hinir fimm fræknu héldu tónleika í Reykjavík. Þeir munu endurtaka leikinn í Laugardalshöllinni í næsta mánuði. Bassaleikarinn John Taylor segir kraftinn í Íslendingum eftirminnilegan og að það sé undir okkur komið hversu stuðið verði mikið núna. 25. maí 2019 08:15 Svarthvítar hetjur Duran Duran-gengið vorum við kölluð í Helgarpóstinum 1983 þegar upplýst var að „nýr þrýstihópur æstra poppdýrkenda“ hefði yfirtekið lesendadálka dagblaðanna með frómum óskum um að hljómsveitin Duran Duran yrði fengin til þess að halda hér tónleika. 21. júní 2019 02:03 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
„Jájá, ég er að fara,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS-barnaþorp. Hans Steinar er líklega þekktari sem útvarpsmaðurinn Hansi Bjarna sem seinna söðlaði um og varð einn helsti íþróttafréttamaður landsins.Í afneitun gagnvart sönghæfileikum Símons Hansi er forfallinn Duran Duran-aðdáandi og hann er að fara á tónleika hljómsveitarinnar í kvöld. Hansi, sem verður 46 ára á laugardaginn, segir aðdáun hans á hljómsveitinni ekki í rénun þó aðdáun hans sé ekki eins blind og hún var á árum áður. Eða hvað? Á 9. áratugnum var Duran Duran aðalbandið. Helst var á tímabili að hljómsveitin Wham væri að velgja þeim undir uggum. Hansi kannast ekki við það beint að hafa staðið í Wham-Duran Duran-stríði. Ekki þannig.Hansi sem gelgja á Hólmavík. Bravómyndirnar á sínum stað á innanverðri svefnherbergishurðinni.„Jújú, maður stóð vörð um sína menn. Simon Le Bon var ekkert sérstakur söngvari en ég var í afneitun þá og tók því sem persónulegri árás þegar fólk var að halda þessu fram. Svo sá ég nýlega tónleika með þeim í sjónvarpinu og hann er miklu betri söngvari í dag en hann var þá. Það er alveg áberandi. En, hann gat verið agalegur á þessum tíma. Ég skal fúslega gangast við því núna.“Ofurspenntur táningur á Hólmavík Hansi segist hafa verið alveg forfallinn. En, þá ber til þess að líta að þetta var þegar hann var hvað móttækilegastur, ellefu til tólf ára gamall og bjó á Hólmavík. „Þetta er tíminn. Rás 2 ekki farin að nást á Hólmavík þá. En, samsending Rásar 1 og 2 um helgar var sannkölluð himnasending. Svo var vinsældalistinn á fimmtudagskvöldum. Topp tíu frumfluttur milli átta og níu og svo topp 30 á sunnudögum.Hansi Bjarna á þeim árum sem Duran Duran-áhuginn var í hámarki. Hárgreiðslukonan á Hólmavík treysti sér þó ekki í það verkefni að breyta honum í Robert Taylor.Maður var búinn að stilla sér upp við skrifborð með línustrikað blað og færa skilmerkilega allt til bókar. Þetta eru svo horfnir tímar. En, þarna verður útvarpsáhuginn til, þetta er ástæðan fyrir því að ég fór að starfa við Útvarp. Byrjaði á Útrás 1989, þegar ég var í MH. Svo kom Sólin og svo X-ið í gamla dúfnakofanum með Aðalstöðinni.“ Já, Hansi segist þvílíkt spenntur. Kannski ekki eins spenntur og þegar hann var tólf ára. En, samt. Og hann skrifaði skemmtilegan pistil á Facebooksíðu sína, í tilefni tónleikanna í kvöld sem Vísir birtir hér með í heild sinni með góðfúslegu leyfi.Treysti sér ekki til að gera John Taylor úr Hansa Bjarna „Ekki seinna vænna. Ég var svona 11-12 ára þegar ég varð gjörsamlega vitstola af aðdáun á bandinu. Ég bað afa Hans um 500 krónur til að geta keypt Arena vínylplötuna með Duran í gamla Kaupfélaginu á Hólmavík. Hún var á repeat í plötuspilaranum í stofunni allt árið 1985. Um þetta leyti safnaði ég öllum plakötum og myndabókum um Duran Duran sem ég komst yfir. Verst finnst mér að eiga ekki ennþá púsl-plakatið í real size sem tók nokkur Bravo- eða PopRocky blöð til að safna í alla myndina af hljómsveitinni. Á þessum tímapunkti var ástandið orðið háalvarlegt.Ég laug því að skólafélögunum á Hólmavík að Simon Le Bon væri frændi minn og ég væri stundum að passa fyrir hann. Það trúðu þessu einhverjir. Held ég. Það var ekkert internet til að bösta mig. Það er örugglega til einhver greining á þessu ástandi í dag.Hansi ásamt vinum með sjálfu goðinu, Símoni Le Bon, þegar Duran Duran komu til Íslands árið 2005.Svo get ég staðfest eina sögu sem gengur líklega ennþá um mig á Hólmavík. Þangað kom hárgreiðslukona reglulega og klippti þá allt þorpið á einni viku eða svo. Ég mætti til hennar galvaskur með nýlega Duran Duran myndabók, opnaði hana við mynd af John Taylor og sagði; geturðu klippt mig svona? Ég var alla vega með sítt að aftan en hún treysti sér ekki í verkefnið. Held hún hafi ekki verið með strípur meðferðis. Gríðarleg vonbrigði.Á fölskum forsendum á blaðamannafundi Ég lét mig að sjálfsögðu ekki vanta á blaðamannafund með sveitinni þegar hún kom hingað 2005. Ég var að vinna í útvarpinu, fékk tilkynninguna og mætti þó ég væri ekki með neinn þátt sem Duran-viðtöl pössuðu inn í. Komst reyndar að því á blaðamannafundinum að fjöldinn allur af kollegum mínum mætti þangað í nákvæmlega sömu erindagjörðum og ég. Að lokum vil ég bara benda tónleikahöldurunum Sena Live á að ég gæti mögulega verið tiltækur annað kvöld til að ræða við Simon um barnapössun. Er kominn með nokkra reynslu núna. Verð á staðnum.“
Tónlist Tengdar fréttir Síðasti sénsinn með Duran Duran Drengirnir síungu í Duran Duran eru hæstánægðir með að vera komnir aftur til Íslands. Bassaleikarinn John Taylor segir þá mjög spennta fyrir kvöldinu þar sem þeir muni gefa sig alla. 25. júní 2019 02:00 Spenntur fyrir kraftinum í íslensku aðdáendunum Áratugalangur draumur íslenskra aðdáenda Duran Duran rættist loks fyrir fjórtán árum þegar hinir fimm fræknu héldu tónleika í Reykjavík. Þeir munu endurtaka leikinn í Laugardalshöllinni í næsta mánuði. Bassaleikarinn John Taylor segir kraftinn í Íslendingum eftirminnilegan og að það sé undir okkur komið hversu stuðið verði mikið núna. 25. maí 2019 08:15 Svarthvítar hetjur Duran Duran-gengið vorum við kölluð í Helgarpóstinum 1983 þegar upplýst var að „nýr þrýstihópur æstra poppdýrkenda“ hefði yfirtekið lesendadálka dagblaðanna með frómum óskum um að hljómsveitin Duran Duran yrði fengin til þess að halda hér tónleika. 21. júní 2019 02:03 Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Lífið Fleiri fréttir Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Sjá meira
Síðasti sénsinn með Duran Duran Drengirnir síungu í Duran Duran eru hæstánægðir með að vera komnir aftur til Íslands. Bassaleikarinn John Taylor segir þá mjög spennta fyrir kvöldinu þar sem þeir muni gefa sig alla. 25. júní 2019 02:00
Spenntur fyrir kraftinum í íslensku aðdáendunum Áratugalangur draumur íslenskra aðdáenda Duran Duran rættist loks fyrir fjórtán árum þegar hinir fimm fræknu héldu tónleika í Reykjavík. Þeir munu endurtaka leikinn í Laugardalshöllinni í næsta mánuði. Bassaleikarinn John Taylor segir kraftinn í Íslendingum eftirminnilegan og að það sé undir okkur komið hversu stuðið verði mikið núna. 25. maí 2019 08:15
Svarthvítar hetjur Duran Duran-gengið vorum við kölluð í Helgarpóstinum 1983 þegar upplýst var að „nýr þrýstihópur æstra poppdýrkenda“ hefði yfirtekið lesendadálka dagblaðanna með frómum óskum um að hljómsveitin Duran Duran yrði fengin til þess að halda hér tónleika. 21. júní 2019 02:03