Spenningur í bæjarbúum fyrir Landsmóti UMFÍ 50+ UMFÍ kynnir 25. júní 2019 09:45 Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjarðabyggðar. „Hér ríkir mikil tilhlökkun að fá að sýna norðfirska gestrisni eins og hún gerist best. Við búumst við yfir tvöhundruð keppendum á mótið og þar að auki þeim sem fylgja og öðrum gestum sem renna við til að fylgjast með. Veðurspáin er góð og ég hvet fólk eindregið til þess að gera sér ferð hingað austur um helgina til að sjá hvernig fólk yfir fimmtugu nýtur lífsins í botn,“ segir Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjarðabyggðar, en Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í Neskaupstað helgina 28. til 30. júní.Sundlaugin í Neskaupstað. Stökkpallar voru endurnýjaðir fyrir mótið.Bjarki segir Neskaupstað mikinn íþróttabæ og allir leggist á eitt við undirbúning mótsins. Keppt verður í ýmsum greinum víða um bæinn og hefur aðstaða til íþróttaiðkunar á svæðinu fengið yfirhalningu fyrir mótið. „Við löguðum meðal annars frjálsíþróttasvæðið, svo sem kúluvarpssvæðið og langstökksgryfju, skiptum um lýsingu í íþróttahúsinu og endurnýjuðum stökkpalla við sundlaugina. Það er mikill hugur í fólki um að gera mótið sem best og ekki síst spennandi að fá að kynna landsmótið fyrir Austfirðingum. Sjálfboðaliðar frá íþróttafélögunum hér á svæðinu eiga mikinn heiður skilið en ég hugsa að yfir hundrað manns komi að mótinu á einn eða annan hátt. Landsmót UMFÍ 50+ er stór viðburður en fólkið hér er þaulvant að taka á móti gestum og nægir að nefna bæjarhátíðina Neistaflug og tónlistarhátíðina Eistnaflug sem dæmi,“ segir Bjarki.Gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð stendur fram yfir helgi og er öllum opin.Engum mun leiðast. „Það verður heilmikið um að vera og til dæmis eru margar greinarnar opnar og allir geta tekið þátt. Fyrir utan mótið stendur yfir gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð, þar sem farnar tvær til þrjár göngur á dag. Gönguvikan er öllum opin og hægt að taka þátt alla vikuna og fram yfir næstu helgi. Þá verða gestir ekki sviknir af náttúrufegurð Austfjarða. Tjaldsvæðið hér í Neskaupstað tekur lengi við og einnig er hægt að gista á Eskifirði og Reyðarfirði enda stutt að keyra á milli. Auðvitað er um langan veg að fara til að komast í Neskaupstað, til dæmis fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu en stundum virðist eins og það sé lengra austur en suður,“ segir Bjarki sposkur.Strandblakvöllur er á Neskaupstað.Hægt er að kynna sér allt um mótið hér í sérstöku blaði sem kom út á dögunum um Landsmót UMFÍ 50+Þessi kynning er unnin í samstarfi við UMFÍ Heilsa Íþróttir Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Fleiri fréttir Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira
„Hér ríkir mikil tilhlökkun að fá að sýna norðfirska gestrisni eins og hún gerist best. Við búumst við yfir tvöhundruð keppendum á mótið og þar að auki þeim sem fylgja og öðrum gestum sem renna við til að fylgjast með. Veðurspáin er góð og ég hvet fólk eindregið til þess að gera sér ferð hingað austur um helgina til að sjá hvernig fólk yfir fimmtugu nýtur lífsins í botn,“ segir Bjarki Ármann Oddsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjarðabyggðar, en Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í Neskaupstað helgina 28. til 30. júní.Sundlaugin í Neskaupstað. Stökkpallar voru endurnýjaðir fyrir mótið.Bjarki segir Neskaupstað mikinn íþróttabæ og allir leggist á eitt við undirbúning mótsins. Keppt verður í ýmsum greinum víða um bæinn og hefur aðstaða til íþróttaiðkunar á svæðinu fengið yfirhalningu fyrir mótið. „Við löguðum meðal annars frjálsíþróttasvæðið, svo sem kúluvarpssvæðið og langstökksgryfju, skiptum um lýsingu í íþróttahúsinu og endurnýjuðum stökkpalla við sundlaugina. Það er mikill hugur í fólki um að gera mótið sem best og ekki síst spennandi að fá að kynna landsmótið fyrir Austfirðingum. Sjálfboðaliðar frá íþróttafélögunum hér á svæðinu eiga mikinn heiður skilið en ég hugsa að yfir hundrað manns komi að mótinu á einn eða annan hátt. Landsmót UMFÍ 50+ er stór viðburður en fólkið hér er þaulvant að taka á móti gestum og nægir að nefna bæjarhátíðina Neistaflug og tónlistarhátíðina Eistnaflug sem dæmi,“ segir Bjarki.Gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð stendur fram yfir helgi og er öllum opin.Engum mun leiðast. „Það verður heilmikið um að vera og til dæmis eru margar greinarnar opnar og allir geta tekið þátt. Fyrir utan mótið stendur yfir gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð, þar sem farnar tvær til þrjár göngur á dag. Gönguvikan er öllum opin og hægt að taka þátt alla vikuna og fram yfir næstu helgi. Þá verða gestir ekki sviknir af náttúrufegurð Austfjarða. Tjaldsvæðið hér í Neskaupstað tekur lengi við og einnig er hægt að gista á Eskifirði og Reyðarfirði enda stutt að keyra á milli. Auðvitað er um langan veg að fara til að komast í Neskaupstað, til dæmis fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu en stundum virðist eins og það sé lengra austur en suður,“ segir Bjarki sposkur.Strandblakvöllur er á Neskaupstað.Hægt er að kynna sér allt um mótið hér í sérstöku blaði sem kom út á dögunum um Landsmót UMFÍ 50+Þessi kynning er unnin í samstarfi við UMFÍ
Heilsa Íþróttir Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Fleiri fréttir Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira