Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði IcePharma 9. janúar 2026 08:47 Samsetning þarmaflórunnar og fjölbreytni er ekki stöðug alla ævi. SeniorVärn er ætlað fólki 50 ára og eldra og inniheldur blöndu mjólkursýrugerla úr fjórum ólíkum stofnum. Danska vörulínan Värn hefur á undanförnum árum notið mikilla vinsælda á Norðurlöndum og er nú orðin vel þekkt hér á landi. Värn býður upp á mjólkursýrugerla sem eru þróaðir út frá rannsóknum á þarmaflóru og innihalda vandaða bakteríustofna sem styðja líkamann á mismunandi tímum lífsins. Rannsóknir síðustu áratuga hafa varpað sífellt skýrara ljósi á mikilvægi þarmaflórunnar fyrir almenna heilsu. Í meltingarveginum búa trilljónir örvera sem gegna lykilhlutverki fyrir heilsufar okkar, allt frá meltingu og andlegri líðan til ónæmiskerfisins. Þegar jafnvægi þarmaflórunnar raskast t.d. vegna veikinda, streitu, aldurs eða sýklalyfjanotkunar, getur það haft víðtæk áhrif á líðan og almenna heilsu. Þarmaflóran breytist með aldrinum Samsetning þarmaflórunnar og fjölbreytni er ekki stöðug alla ævi og breytist með aldrinum, en rannsóknir sýna að eftir fimmtugt fækkar sérstaklega ákveðnum gagnlegum bakteríum þ.á.m. Bifidobacterium gerlum. Þeir gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að meltingu og stuðla meðal annars að niðurbroti kolvetna og viðhaldi jafnvægis í meltingarveginum. Með þetta í huga hefur Värn þróað vörur sem taka mið af þessum lífeðlisfræðilegu breytingum og styðja sérstaklega við þarfir fólks á miðjum aldri og eldri. SeniorVärn – sérstaklega fyrir 50 ára og eldri SeniorVärn er ætlað fólki 50 ára og eldra og inniheldur blöndu mjólkursýrugerla úr fjórum ólíkum stofnum, alls 10 milljarða gerla í hverju hylki. Í vörunni er hlutfall Bifidobacterium gerla sérstaklega hátt, þar sem þeim fækkar jafnan með hækkandi aldri en mikilvægt er að viðhalda þessum bakteríustofn fyrir heilbrigða þarmaflóru og meltingu. Fyrir fullorðna einstaklinga býður Värn upp á AdultVärn, mjólkursýrugerla til daglegrar notkunar sem ætlaðir eru fólki, að jafnaði upp að 50 ára aldri. Auk góðgerlanna inniheldur SeniorVärn B1- og B6-vítamín sem stuðla að eðlilegum orkuefnaskiptum og eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Varan er hugsuð sem einföld viðbót við daglegt líf fyrir þá sem vilja hlúa að meltingu og almennri vellíðan. SeniorVarn er talin geta gagnast við hægðatregðu, enda hefur bakteríustofninn Bifidobacterium HN019 verið rannsakaður með tilliti til áhrifa á reglulegri hægðir.. RestoreVärn – stuðningur samhliða sýklalyfjanotkun Sýklalyf eru mikilvæg við meðferð bakteríusýkinga en geta jafnframt haft neikvæð áhrif á þarmaflóruna. Þegar jafnvægi þarmaflórunnar raskast getur það haft áhrif á meltingu og almenna líðan. RestoreVärn var þróað sérstaklega til að styðja við enduruppbyggingu eðlilegrar þarmaflóru á meðan eða eftir sýklalyfjanotkun. Varan inniheldur 10 milljarða mjólkursýrugerla úr fjórum vel völdum stofnum og er ætluð til notkunar á þeim tímabilum þegar meltingarkerfið þarfnast aukins stuðnings. AdultVärn – fyrir daglega meltingarheilsu Fyrir fullorðna einstaklinga býður Värn upp á AdultVärn, mjólkursýrugerla til daglegrar notkunar sem ætlaðir eru fólki, að jafnaði upp að 50 ára aldri. Varan inniheldur 15 milljarða mjólkursýrugerla úr níu ólíkum stofnum, þar á meðal Lactobacillus og Bifidobacterium gerla sem eru mikilvægir fyrir heilbrigða þarmaflóru. AdultVärn er hugsað fyrir þá sem vilja styðja við góða meltingu, eðlilega upptöku næringarefna og heilbrigða starfsemi ónæmiskerfisins. Í vörunni er meðal annars hinn vel rannsakaði stofn Bifidobacterium HN019, sem er talinn stuðla að reglulegri meltingu og minni meltingaróþæginda á borð við uppþembu, loftmyndun og óreglulegar hægðir. ExtraVärn – fyrir þá sem vilja aukinn stuðning ExtraVärn inniheldur bæði Bifidobacterium og Lactobacillus gerla, auk B1- og B6-vítamína og D-vítamíns. ExtraVärn er fyrir þá sem vilja eða þurfa meiri stuðning fyrir meltinguna. ExtraVärn inniheldur 52 milljarða mjólkursýrugerla úr tíu ólíkum stofnum og hentar varan bæði börnum frá 3 ára aldri og fullorðnum. ExtraVärn inniheldur bæði Bifidobacterium og Lactobacillus gerla, auk B1- og B6-vítamína og D-vítamíns. D-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og viðhaldi eðlilegra beina. Slík samsetning hentar sérstaklega á tímabilum álags, eftir veikindi, þegar meltingin er viðkvæm og fyrir langvarandi meltingaróþægindum. Gæði, virkni og einföld notkun Värn vörurnar innihalda m.a. einkaleyfisvarða mjólkursýrugerilinn Bifidobacterium HN019, sem er einn mest rannsakaði Bifidobacterium gerillinn í heiminum. Vörurnar eru glúten-, laktósa- og gelatínlausar og framleiddar samkvæmt ströngum gæðakröfum. Mælt er með að taka eitt hylki á dag og hægt að opna hylkin og strá innihaldinu yfir mat, sem gerir notkunina bæði þægilega og sveigjanlega. Värn vörurnar eru fáanlegar í helstu apótekum landsins. Heilsa Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Sjá meira
Rannsóknir síðustu áratuga hafa varpað sífellt skýrara ljósi á mikilvægi þarmaflórunnar fyrir almenna heilsu. Í meltingarveginum búa trilljónir örvera sem gegna lykilhlutverki fyrir heilsufar okkar, allt frá meltingu og andlegri líðan til ónæmiskerfisins. Þegar jafnvægi þarmaflórunnar raskast t.d. vegna veikinda, streitu, aldurs eða sýklalyfjanotkunar, getur það haft víðtæk áhrif á líðan og almenna heilsu. Þarmaflóran breytist með aldrinum Samsetning þarmaflórunnar og fjölbreytni er ekki stöðug alla ævi og breytist með aldrinum, en rannsóknir sýna að eftir fimmtugt fækkar sérstaklega ákveðnum gagnlegum bakteríum þ.á.m. Bifidobacterium gerlum. Þeir gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að meltingu og stuðla meðal annars að niðurbroti kolvetna og viðhaldi jafnvægis í meltingarveginum. Með þetta í huga hefur Värn þróað vörur sem taka mið af þessum lífeðlisfræðilegu breytingum og styðja sérstaklega við þarfir fólks á miðjum aldri og eldri. SeniorVärn – sérstaklega fyrir 50 ára og eldri SeniorVärn er ætlað fólki 50 ára og eldra og inniheldur blöndu mjólkursýrugerla úr fjórum ólíkum stofnum, alls 10 milljarða gerla í hverju hylki. Í vörunni er hlutfall Bifidobacterium gerla sérstaklega hátt, þar sem þeim fækkar jafnan með hækkandi aldri en mikilvægt er að viðhalda þessum bakteríustofn fyrir heilbrigða þarmaflóru og meltingu. Fyrir fullorðna einstaklinga býður Värn upp á AdultVärn, mjólkursýrugerla til daglegrar notkunar sem ætlaðir eru fólki, að jafnaði upp að 50 ára aldri. Auk góðgerlanna inniheldur SeniorVärn B1- og B6-vítamín sem stuðla að eðlilegum orkuefnaskiptum og eðlilegri starfsemi taugakerfisins. Varan er hugsuð sem einföld viðbót við daglegt líf fyrir þá sem vilja hlúa að meltingu og almennri vellíðan. SeniorVarn er talin geta gagnast við hægðatregðu, enda hefur bakteríustofninn Bifidobacterium HN019 verið rannsakaður með tilliti til áhrifa á reglulegri hægðir.. RestoreVärn – stuðningur samhliða sýklalyfjanotkun Sýklalyf eru mikilvæg við meðferð bakteríusýkinga en geta jafnframt haft neikvæð áhrif á þarmaflóruna. Þegar jafnvægi þarmaflórunnar raskast getur það haft áhrif á meltingu og almenna líðan. RestoreVärn var þróað sérstaklega til að styðja við enduruppbyggingu eðlilegrar þarmaflóru á meðan eða eftir sýklalyfjanotkun. Varan inniheldur 10 milljarða mjólkursýrugerla úr fjórum vel völdum stofnum og er ætluð til notkunar á þeim tímabilum þegar meltingarkerfið þarfnast aukins stuðnings. AdultVärn – fyrir daglega meltingarheilsu Fyrir fullorðna einstaklinga býður Värn upp á AdultVärn, mjólkursýrugerla til daglegrar notkunar sem ætlaðir eru fólki, að jafnaði upp að 50 ára aldri. Varan inniheldur 15 milljarða mjólkursýrugerla úr níu ólíkum stofnum, þar á meðal Lactobacillus og Bifidobacterium gerla sem eru mikilvægir fyrir heilbrigða þarmaflóru. AdultVärn er hugsað fyrir þá sem vilja styðja við góða meltingu, eðlilega upptöku næringarefna og heilbrigða starfsemi ónæmiskerfisins. Í vörunni er meðal annars hinn vel rannsakaði stofn Bifidobacterium HN019, sem er talinn stuðla að reglulegri meltingu og minni meltingaróþæginda á borð við uppþembu, loftmyndun og óreglulegar hægðir. ExtraVärn – fyrir þá sem vilja aukinn stuðning ExtraVärn inniheldur bæði Bifidobacterium og Lactobacillus gerla, auk B1- og B6-vítamína og D-vítamíns. ExtraVärn er fyrir þá sem vilja eða þurfa meiri stuðning fyrir meltinguna. ExtraVärn inniheldur 52 milljarða mjólkursýrugerla úr tíu ólíkum stofnum og hentar varan bæði börnum frá 3 ára aldri og fullorðnum. ExtraVärn inniheldur bæði Bifidobacterium og Lactobacillus gerla, auk B1- og B6-vítamína og D-vítamíns. D-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og viðhaldi eðlilegra beina. Slík samsetning hentar sérstaklega á tímabilum álags, eftir veikindi, þegar meltingin er viðkvæm og fyrir langvarandi meltingaróþægindum. Gæði, virkni og einföld notkun Värn vörurnar innihalda m.a. einkaleyfisvarða mjólkursýrugerilinn Bifidobacterium HN019, sem er einn mest rannsakaði Bifidobacterium gerillinn í heiminum. Vörurnar eru glúten-, laktósa- og gelatínlausar og framleiddar samkvæmt ströngum gæðakröfum. Mælt er með að taka eitt hylki á dag og hægt að opna hylkin og strá innihaldinu yfir mat, sem gerir notkunina bæði þægilega og sveigjanlega. Värn vörurnar eru fáanlegar í helstu apótekum landsins.
Heilsa Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Sjá meira