Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 10:39 Parísarbúar baða sig í gosbrunni á Trocadero-torgi við Eiffel-turninn í ágúst í fyrra þegar önnur hitabylgja gekk yfir. Vísir/EPA Bráðabirgðagosbrunnar hafa verið settir upp og almenningssundlaugar verða opnar fram á kvöld í París til að hjálpa borgarbúum að takast á við allt að fjörutíu stiga hita sem spáð er í vikunni. Hitabylgjan nær einnig til Þýskalands, Sviss og Belgíu þar sem met gætu fallið. Hitinn á að ná 35 stigum í norðanverðu Frakklandi í dag en búist er við að hann nái hámarki undir lok vikunnar á fimmtudag og föstudag. Mikill raki í lofti þýðir að raunhitinn í París gæti verið nær 47°C síðar í vikunni. Mögulegt er talið að hitamet fyrir júní gætu fallið þar og í nágrannaríkjunum. Yfirvöld ætla að dreifa vatni og virkja áætlanir til að aðstoða viðkvæma hópa eins og aldraða. Parísarborg er nú á þriðja viðbúnaðarstigi vegna öfgahita en fjórða stigið hefur aldrei verið notað. Þannig hafa borgaryfirvöld skilgreint 900 „svala staði“ eins og garða, loftkældar opinberar byggingar og svæði þar sem tímabundnum gosbrunnum hefur verið komið fyrir. Þrettán almenningsgörðum verður einnig haldið opið lengur en vanalega enda spáir franska veðurstofan því að hitinn fari ekki undir tuttugu gráður víða, jafnvel að nóttu til.Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur hitabylgjunni nú verið líkt við þá sem dró hátt í 15.000 manns til dauða í ágúst árið 2003. Hitinn var þá yfir fjörutíu gráðum í rúma viku sums staðar. Flestir þeirra sem létust af völdum hitans voru eldri borgarar. Hitabylgjan nú er rakin til háþrýstisvæðis yfir Atlantshafi sem dælir heitu lofti frá norðanverðri Afríku og Spáni yfir meginlandið. Á Spáni er gert ráð fyrir hita yfir 35 gráðum víðast til og sums staðar allt að 42 gráðum. Frakkland Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Mögnuð ljósmynd sýnir afleiðingar hlýindanna á Grænlandi Ljósmynd sem sýnir sleðahunda draga snjósleða í norðvesturhluta Grænlands þykir varpa óhugnanlegu ljósi á þau skilyrði sem sköpuðust við landið vegna óvenjulegra hlýinda í síðustu viku. 18. júní 2019 20:58 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Bráðabirgðagosbrunnar hafa verið settir upp og almenningssundlaugar verða opnar fram á kvöld í París til að hjálpa borgarbúum að takast á við allt að fjörutíu stiga hita sem spáð er í vikunni. Hitabylgjan nær einnig til Þýskalands, Sviss og Belgíu þar sem met gætu fallið. Hitinn á að ná 35 stigum í norðanverðu Frakklandi í dag en búist er við að hann nái hámarki undir lok vikunnar á fimmtudag og föstudag. Mikill raki í lofti þýðir að raunhitinn í París gæti verið nær 47°C síðar í vikunni. Mögulegt er talið að hitamet fyrir júní gætu fallið þar og í nágrannaríkjunum. Yfirvöld ætla að dreifa vatni og virkja áætlanir til að aðstoða viðkvæma hópa eins og aldraða. Parísarborg er nú á þriðja viðbúnaðarstigi vegna öfgahita en fjórða stigið hefur aldrei verið notað. Þannig hafa borgaryfirvöld skilgreint 900 „svala staði“ eins og garða, loftkældar opinberar byggingar og svæði þar sem tímabundnum gosbrunnum hefur verið komið fyrir. Þrettán almenningsgörðum verður einnig haldið opið lengur en vanalega enda spáir franska veðurstofan því að hitinn fari ekki undir tuttugu gráður víða, jafnvel að nóttu til.Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC hefur hitabylgjunni nú verið líkt við þá sem dró hátt í 15.000 manns til dauða í ágúst árið 2003. Hitinn var þá yfir fjörutíu gráðum í rúma viku sums staðar. Flestir þeirra sem létust af völdum hitans voru eldri borgarar. Hitabylgjan nú er rakin til háþrýstisvæðis yfir Atlantshafi sem dælir heitu lofti frá norðanverðri Afríku og Spáni yfir meginlandið. Á Spáni er gert ráð fyrir hita yfir 35 gráðum víðast til og sums staðar allt að 42 gráðum.
Frakkland Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40 Mögnuð ljósmynd sýnir afleiðingar hlýindanna á Grænlandi Ljósmynd sem sýnir sleðahunda draga snjósleða í norðvesturhluta Grænlands þykir varpa óhugnanlegu ljósi á þau skilyrði sem sköpuðust við landið vegna óvenjulegra hlýinda í síðustu viku. 18. júní 2019 20:58 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Yfir tuttugu gráðum hlýrra en vanalega á Grænlandi og ís í lágmarki Hafísþekjan hefur ekki verið svo lítil á þessum árstíma frá því að gervihnattamælingar hófust og bráðnun á Grænlandsjökli er nú þegar eins og hún gerist mest yfir hásumarið. 14. júní 2019 21:40
Mögnuð ljósmynd sýnir afleiðingar hlýindanna á Grænlandi Ljósmynd sem sýnir sleðahunda draga snjósleða í norðvesturhluta Grænlands þykir varpa óhugnanlegu ljósi á þau skilyrði sem sköpuðust við landið vegna óvenjulegra hlýinda í síðustu viku. 18. júní 2019 20:58
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna