Dagur lausnarsteina daggar og kraftagrasa Davíð Stefánsson skrifar 24. júní 2019 10:00 Þjóðtrúin segir mjög heilnæmt að velta sér nakinn upp úr dögg Jónsmessunætur. Því ekki að taka þá trú lengra og kanna heilnæmi daggarinnar á öðrum fallegum íslenskum sumarmorgnum? Sumarið er tíminn. Vísir/getty Í dag 24. júní er Jónsmessa og hin magnaða Jónsmessunótt var síðastliðna nótt. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu hefst einnig sólmánuður á mánudegi í níundu viku sumars. Nafnið Jónsmessa er dregið af fæðingarhátíð Jóhannesar skírara. Að fornu átti Jónsmessa að vera á sumarsólstöðum 24. júní og fæðingarhátíð Krists á vetrarsólstöðum 24. desember. Með betri stjarnfræði skeikaði þremur dögum á hinum raunverulegu sólhvörfum og tímatalinu. Því eru Jónsmessa og jól þremur dögum á eftir hinum stjarnfræðilegu sumar- og vetrarsólstöðum. Á norðlægum slóðum, þar sem mikill munur er á lengsta og stysta degi ársins, höfðu sólstöðuhátíðir mikið gildi. Blótdrykkjur voru tíðkaðar og hátíðarhöld. Hér á landi var Jónsmessa lengi í hávegum höfð og var auk þess helgidagur að kaþólskum sið. Það var aflagt með kóngsbréfi árið 1770, löngu eftir siðaskipti. Í íslenskri þjóðtrú kallast ýmsir kraftar á yfir Jónsmessuna. Sérstaklega þykir aðfaranóttin mögnuð. Upp úr stendur sú gamla trú að heilsusamlegt sé að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt. Þá öðlaðist döggin mikinn lækningamátt. Það þótti því góður siður og flestra meina bót að hlaupa berstrípaður út í nóttina og velta sér upp úr dögginni. Óskir fái menn uppfylltar og hamingjan ríki enda verður manni ekki misdægurt næsta árið á eftir. En þetta er einnig tími kraftagrasa og náttúrusteina. Sagt er að á Jónsmessunótt fljóti upp margvíslegir náttúrusteinar í tjörnum og sjó. Þeir hafa töframátt, eru svokallaðir lausnarsteinar sem hjálpa bæði konum og kúm. Þá sé hægt að finna ýmis nýtileg grös enda verða töfrajurtir þá sérlega áhrifamiklar. Hér skal ekki gert lítið úr þeirri þjóðtrú að á Jónsmessunótt tali kýrnar mannamál. En ef miðað er við þjóðtrúna eru þær reyndar sítalandi. Sumar eru sagðar tala á nýársnótt. Miðsumarshátíðir njóta mikilla vinsælda á Norðurlöndum en hér á landi eru ýmsar yfirnáttúrulegar verur tengdar sólstöðum. Þannig er hin sænska miðsumarshátíð sagður töfrandi tími rómantíkur enda er þetta árstími brúðkaupa. Þar bera konur gjarnan blómakransa á höfði. Þeim ógiftu er ráðlagt að tína sjö ólíkar blómategundir í krans og leggja undir kodda. Þá muni þeim birtast þeirra töfrandi draumaprins. davids@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Í dag 24. júní er Jónsmessa og hin magnaða Jónsmessunótt var síðastliðna nótt. Samkvæmt gamla norræna tímatalinu hefst einnig sólmánuður á mánudegi í níundu viku sumars. Nafnið Jónsmessa er dregið af fæðingarhátíð Jóhannesar skírara. Að fornu átti Jónsmessa að vera á sumarsólstöðum 24. júní og fæðingarhátíð Krists á vetrarsólstöðum 24. desember. Með betri stjarnfræði skeikaði þremur dögum á hinum raunverulegu sólhvörfum og tímatalinu. Því eru Jónsmessa og jól þremur dögum á eftir hinum stjarnfræðilegu sumar- og vetrarsólstöðum. Á norðlægum slóðum, þar sem mikill munur er á lengsta og stysta degi ársins, höfðu sólstöðuhátíðir mikið gildi. Blótdrykkjur voru tíðkaðar og hátíðarhöld. Hér á landi var Jónsmessa lengi í hávegum höfð og var auk þess helgidagur að kaþólskum sið. Það var aflagt með kóngsbréfi árið 1770, löngu eftir siðaskipti. Í íslenskri þjóðtrú kallast ýmsir kraftar á yfir Jónsmessuna. Sérstaklega þykir aðfaranóttin mögnuð. Upp úr stendur sú gamla trú að heilsusamlegt sé að velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt. Þá öðlaðist döggin mikinn lækningamátt. Það þótti því góður siður og flestra meina bót að hlaupa berstrípaður út í nóttina og velta sér upp úr dögginni. Óskir fái menn uppfylltar og hamingjan ríki enda verður manni ekki misdægurt næsta árið á eftir. En þetta er einnig tími kraftagrasa og náttúrusteina. Sagt er að á Jónsmessunótt fljóti upp margvíslegir náttúrusteinar í tjörnum og sjó. Þeir hafa töframátt, eru svokallaðir lausnarsteinar sem hjálpa bæði konum og kúm. Þá sé hægt að finna ýmis nýtileg grös enda verða töfrajurtir þá sérlega áhrifamiklar. Hér skal ekki gert lítið úr þeirri þjóðtrú að á Jónsmessunótt tali kýrnar mannamál. En ef miðað er við þjóðtrúna eru þær reyndar sítalandi. Sumar eru sagðar tala á nýársnótt. Miðsumarshátíðir njóta mikilla vinsælda á Norðurlöndum en hér á landi eru ýmsar yfirnáttúrulegar verur tengdar sólstöðum. Þannig er hin sænska miðsumarshátíð sagður töfrandi tími rómantíkur enda er þetta árstími brúðkaupa. Þar bera konur gjarnan blómakransa á höfði. Þeim ógiftu er ráðlagt að tína sjö ólíkar blómategundir í krans og leggja undir kodda. Þá muni þeim birtast þeirra töfrandi draumaprins. davids@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira