Myndi veðja á Bandaríkin sem sigurvegara Hjörvar Ólafsson skrifar 22. júní 2019 10:30 Bandaríkin fagnar marki fyrr í mótinu. vísir/getty Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna fer fram í Frakklandi þessa dagana en í dag hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Þar mætast Þýskaland og Nígería og Noregur og Ástralía, en næstu daga mætast England og Kamerún, Frakkland og Brasilía, Spánn og Bandaríkin, Ítalía og Kína, Holland og Japan, og Svíþjóð og Kanada. Fréttablaðið fékk Sif Atladóttur, landsliðskonu í knattspyrnu og leikmann sænska liðsins Kristianstad, til þess að spá í spilin fyrir framhaldið á mótinu. „Mótið hefur verið gott að mínu mati og mér finnst þau lið sem taka þátt að þessu sinni hafa bætt sig umtalsvert frá síðasta móti. Að mínu mati hafa Bandaríkin leikið best það sem af er móti. Bandaríska liðið spilaði frábærlega í riðlakeppninni. Þær hafa verið miklu skarpari en andstæðingar sínir og sýnt þeim enga miskunn,“ segir Sif um byrjunina á mótinu. „Framlína bandaríska liðsins hefur spilað vel og ef ég ætti að veðja á sigurvegara mótsins þá myndi ég setja peninginn á að Bandaríkin verji titil sinn. Frakkland hefur ekki leikið eins vel og ég hélt að liðið myndi gera. Ég held samt að Frakkland eða England sem er með spennandi lið muni fara alla leið og mæta Bandaríkjunum í úrslitum,“ segir miðvörðurinn. „Noregur og Svíþjóð eru svo með sterka liðsheild þrátt fyrir að hafa ekki jafn sterka einstaklinga og fyrrgreind lið. Það gæti fleytt þeim langt og ég vona að sænska liðinu gangi vel. Svo ber ég alltaf sterkar taugar til þýska liðsins. Það eru kynslóðaskipti hjá þýska liðinu og ég held að liðið sé ekki nógu sterkt til þess að fara með sigur af hólmi sérstaklega eftir að liðið missti Dzsenifer Marozsan úr leik,“ segir hún um mögulega meistara. „Holland sem er ríkjandi Evrópumeistari er ekki nógu sterkt til þess að fylgja eftir ævintýri sínu á heimavelli á Evrópumótinu. Nígería gæti orðið fulltrúi Afríku þegar líða tekur á keppnina. Asisat Oshoala er öflugur leikmaður sem getur dregið liðið langt. Liðið skortir þó breidd til þess að fara alla leið en það er gaman að sjá liðsfélaga minn Ritu Chikwelu standa sig vel. Sá leikmaður sem hefur heillað mig mest er Sam Kerr sem hefur spilað frábærlega fyrir Ástralíu. Hún er ótrúlega líkamlega sterk, snögg og með einstaka tæknilega getu. Hún er að mínu mati í öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn á mótinu,“ segir Sif aðspurð um besta leikmanninn á mótinu til þessa. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu kvenna fer fram í Frakklandi þessa dagana en í dag hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Þar mætast Þýskaland og Nígería og Noregur og Ástralía, en næstu daga mætast England og Kamerún, Frakkland og Brasilía, Spánn og Bandaríkin, Ítalía og Kína, Holland og Japan, og Svíþjóð og Kanada. Fréttablaðið fékk Sif Atladóttur, landsliðskonu í knattspyrnu og leikmann sænska liðsins Kristianstad, til þess að spá í spilin fyrir framhaldið á mótinu. „Mótið hefur verið gott að mínu mati og mér finnst þau lið sem taka þátt að þessu sinni hafa bætt sig umtalsvert frá síðasta móti. Að mínu mati hafa Bandaríkin leikið best það sem af er móti. Bandaríska liðið spilaði frábærlega í riðlakeppninni. Þær hafa verið miklu skarpari en andstæðingar sínir og sýnt þeim enga miskunn,“ segir Sif um byrjunina á mótinu. „Framlína bandaríska liðsins hefur spilað vel og ef ég ætti að veðja á sigurvegara mótsins þá myndi ég setja peninginn á að Bandaríkin verji titil sinn. Frakkland hefur ekki leikið eins vel og ég hélt að liðið myndi gera. Ég held samt að Frakkland eða England sem er með spennandi lið muni fara alla leið og mæta Bandaríkjunum í úrslitum,“ segir miðvörðurinn. „Noregur og Svíþjóð eru svo með sterka liðsheild þrátt fyrir að hafa ekki jafn sterka einstaklinga og fyrrgreind lið. Það gæti fleytt þeim langt og ég vona að sænska liðinu gangi vel. Svo ber ég alltaf sterkar taugar til þýska liðsins. Það eru kynslóðaskipti hjá þýska liðinu og ég held að liðið sé ekki nógu sterkt til þess að fara með sigur af hólmi sérstaklega eftir að liðið missti Dzsenifer Marozsan úr leik,“ segir hún um mögulega meistara. „Holland sem er ríkjandi Evrópumeistari er ekki nógu sterkt til þess að fylgja eftir ævintýri sínu á heimavelli á Evrópumótinu. Nígería gæti orðið fulltrúi Afríku þegar líða tekur á keppnina. Asisat Oshoala er öflugur leikmaður sem getur dregið liðið langt. Liðið skortir þó breidd til þess að fara alla leið en það er gaman að sjá liðsfélaga minn Ritu Chikwelu standa sig vel. Sá leikmaður sem hefur heillað mig mest er Sam Kerr sem hefur spilað frábærlega fyrir Ástralíu. Hún er ótrúlega líkamlega sterk, snögg og með einstaka tæknilega getu. Hún er að mínu mati í öðrum gæðaflokki en aðrir leikmenn á mótinu,“ segir Sif aðspurð um besta leikmanninn á mótinu til þessa.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira