Helgi: Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif Skúli Arnarson skrifar 30. júní 2019 19:55 Helgi Sigurðsson er að gera góða hluti í Árbænum. vísir/báraa Fylkir unnu 3-2 sigur á KA mönnum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum gríðarlega ánægður með sitt lið í kvöld. „Ég er bara hrikalega stoltur af stráknunum. Við lendum í þessum áföllum, töpum ósanngjarnt á móti Blikunum á fimmtdaginn, lendum í þessum meiðslum snemma leiks og missum mikilvæga menn útaf. Svo missum við markmanninn útaf líka en mennirnir sem komu inn stóðu sig vel og voru tilbúnir að berjast. Við fundum einhvern aukakraft til að klára þetta og ég bara gæti ekki verið stoltari af strákunum.” Fylkir spiluðu við Breiðablik í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn þar sem þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Breiðablik unnu að lokum 4-2 sigur. Það var nokkuð ljóst að sá leikur sat í Fylkismönnum sem þurftu að gera tvöfalda skiptingu um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla. „Leikurinn við Blika sat í okkur, við vissum það alveg. Við ákváðum samt að vera ekkert að tala um það. Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif og menn jafnvel orðið ennþá þreyttari. Ég talaði um það við mína menn í hálfleik að við þyrftum bara að halda áfram og sýna úr hverju við erum gerðir. Við töluðum um það fyrir mót að vera með sterkan heimavöll og að vinna svona leiki er bara einn liður í því.” Kolbeinn Birgir Finnsson hefur verið gífurlega öflugur fyrir Fylki í sumar en hann er á láni frá Brentford í Englandi. Lánssamningur hans rennur út 1.júlí og ljóst er að Fylkir vill reyna að halda honum lengur. Helgi segist ekkert vita hvort að það takist. „Hann var mögulega að leika sinn síðasta leik. Það er ekkert meira að segja við því. Við vonum auðvitað að hann verði áfram. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur og vonandi heldur hann áfram. Ég get því miður ekki sagt að hann verði klár fyrir okkur en við erum með fleiri stráka klára og ef hann fer þá erum við með nóg af mönnum til að taka við.” Næsti leikur Fylkis er gegn ÍA. Helgi segir að nú taki við kærkomin hvíld. „Nú nýtum við kærkomna hvíld. Auðvitað er betra að fara inn í hvíldina með sigur á bakinu. Við vitum það að hver leikur í þessari deild er erfiður og við þurfum að sýna jafn mikinn karakter ef ekki meiri út á Skaga í næstu umferð.” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Fylkir unnu 3-2 sigur á KA mönnum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum gríðarlega ánægður með sitt lið í kvöld. „Ég er bara hrikalega stoltur af stráknunum. Við lendum í þessum áföllum, töpum ósanngjarnt á móti Blikunum á fimmtdaginn, lendum í þessum meiðslum snemma leiks og missum mikilvæga menn útaf. Svo missum við markmanninn útaf líka en mennirnir sem komu inn stóðu sig vel og voru tilbúnir að berjast. Við fundum einhvern aukakraft til að klára þetta og ég bara gæti ekki verið stoltari af strákunum.” Fylkir spiluðu við Breiðablik í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn þar sem þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Breiðablik unnu að lokum 4-2 sigur. Það var nokkuð ljóst að sá leikur sat í Fylkismönnum sem þurftu að gera tvöfalda skiptingu um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla. „Leikurinn við Blika sat í okkur, við vissum það alveg. Við ákváðum samt að vera ekkert að tala um það. Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif og menn jafnvel orðið ennþá þreyttari. Ég talaði um það við mína menn í hálfleik að við þyrftum bara að halda áfram og sýna úr hverju við erum gerðir. Við töluðum um það fyrir mót að vera með sterkan heimavöll og að vinna svona leiki er bara einn liður í því.” Kolbeinn Birgir Finnsson hefur verið gífurlega öflugur fyrir Fylki í sumar en hann er á láni frá Brentford í Englandi. Lánssamningur hans rennur út 1.júlí og ljóst er að Fylkir vill reyna að halda honum lengur. Helgi segist ekkert vita hvort að það takist. „Hann var mögulega að leika sinn síðasta leik. Það er ekkert meira að segja við því. Við vonum auðvitað að hann verði áfram. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur og vonandi heldur hann áfram. Ég get því miður ekki sagt að hann verði klár fyrir okkur en við erum með fleiri stráka klára og ef hann fer þá erum við með nóg af mönnum til að taka við.” Næsti leikur Fylkis er gegn ÍA. Helgi segir að nú taki við kærkomin hvíld. „Nú nýtum við kærkomna hvíld. Auðvitað er betra að fara inn í hvíldina með sigur á bakinu. Við vitum það að hver leikur í þessari deild er erfiður og við þurfum að sýna jafn mikinn karakter ef ekki meiri út á Skaga í næstu umferð.”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira