Þvertekur fyrir njósnir í Norður-Kóreu Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2019 15:04 Sigley við komuna til Japan. Vísir/getty Alek Sigley, ástralski háskólaneminn sem var í haldi í Norður-Kóreu, neitar því að hann sé sekur um njósnir í landinu. Sigley var einn fárra Vesturlandabúa sem hafði fengið að stunda nám í höfuðborginni Pyongyang. Fjölskylda Sigley fór að hafa áhyggjur eftir að ekkert hafði til hans spurst frá 23. júní og óttaðist hún um afdrif hans. Honum var síðar vísað úr landi þann 4. júlí og var sendur til Beijing í Kína áður en hann flaug til Japan þar sem eiginkona hans býr. „Ásakanir um að ég hafi stundað njósnir eru frekar augljóslega falskar. Eina efnið sem ég gaf NK News var efni sem hafði áður birst á bloggsíðu og það sama gildir um aðra fjölmiðla,“ sagði Sigley á Twitter-síðu sinni.1. The allegation that I am a spy is (pretty obviously) false. The only material I gave to NK News was what was published publicly on the blog, and the same goes for other media outlets. In this respect, I stand by the NK News statement: https://t.co/AQmpGs2qbW — Alek Sigley (@AlekSigley) July 9, 2019 Sigley hafði stundað nám við Kim Il Sung háskólann þar sem hann stefndi að því að ljúka meistaragráðu sinni. Hann segist vera miður sín yfir þróun mála en sjái ekki fram á að heimsækja landið í náinni framtíð. „Ég hef enn mikinn áhuga á Norður-Kóreu og vil halda áfram að starfa að rannsóknum og öðrum verkefnum tengdum landinu,“ sagði Sigley. „Mögulega mun ég aldrei ganga um götur Pyongyang, borgar sem á sérstakan stað í hjarta mér. Mögulega mun ég aldrei sjá kennara mína og félaga í ferðamálaiðnaðinum sem ég lít á sem góða vini mína. En svona er lífið.“ Norður-Kórea Tengdar fréttir Ástralskur stúdent sakaður um njósnir sleppt úr haldi í Norður-Kóreu Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. 6. júlí 2019 15:59 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira
Alek Sigley, ástralski háskólaneminn sem var í haldi í Norður-Kóreu, neitar því að hann sé sekur um njósnir í landinu. Sigley var einn fárra Vesturlandabúa sem hafði fengið að stunda nám í höfuðborginni Pyongyang. Fjölskylda Sigley fór að hafa áhyggjur eftir að ekkert hafði til hans spurst frá 23. júní og óttaðist hún um afdrif hans. Honum var síðar vísað úr landi þann 4. júlí og var sendur til Beijing í Kína áður en hann flaug til Japan þar sem eiginkona hans býr. „Ásakanir um að ég hafi stundað njósnir eru frekar augljóslega falskar. Eina efnið sem ég gaf NK News var efni sem hafði áður birst á bloggsíðu og það sama gildir um aðra fjölmiðla,“ sagði Sigley á Twitter-síðu sinni.1. The allegation that I am a spy is (pretty obviously) false. The only material I gave to NK News was what was published publicly on the blog, and the same goes for other media outlets. In this respect, I stand by the NK News statement: https://t.co/AQmpGs2qbW — Alek Sigley (@AlekSigley) July 9, 2019 Sigley hafði stundað nám við Kim Il Sung háskólann þar sem hann stefndi að því að ljúka meistaragráðu sinni. Hann segist vera miður sín yfir þróun mála en sjái ekki fram á að heimsækja landið í náinni framtíð. „Ég hef enn mikinn áhuga á Norður-Kóreu og vil halda áfram að starfa að rannsóknum og öðrum verkefnum tengdum landinu,“ sagði Sigley. „Mögulega mun ég aldrei ganga um götur Pyongyang, borgar sem á sérstakan stað í hjarta mér. Mögulega mun ég aldrei sjá kennara mína og félaga í ferðamálaiðnaðinum sem ég lít á sem góða vini mína. En svona er lífið.“
Norður-Kórea Tengdar fréttir Ástralskur stúdent sakaður um njósnir sleppt úr haldi í Norður-Kóreu Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. 6. júlí 2019 15:59 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Sjá meira
Ástralskur stúdent sakaður um njósnir sleppt úr haldi í Norður-Kóreu Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. 6. júlí 2019 15:59