Ólafur: Brandur gerir alltof lítið af þessu Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 22:07 Ólafur vill sjá FH-inga byggja ofan á frammistöðuna og úrslitin í kvöld. vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er ánægður að fá að upplifa sigurtilfinninguna aftur eftir 1-0 sigur á Víkingi í Kaplakrika í kvöld. FH hefur ekki unnið leik í deildinni síðan 20. maí svo sigurinn var kærkominn. „Það er langt síðan við unnum leik í deildinni og hérna í Krikanum. Þetta er fín tilfinning sem kemur eftir svona leik, það er langt síðan við höfum upplifað hana og um að gera að njóta þess á meðan er,“ sagði Ólafur. Hann segist ekki hafa verið í rónni fyrr en flautað var af enda verið mikil pressa á liðinu eftir heldur dapurt gengi. „Það er pressa á okkur, við höfum ekki verið að ná í úrslit. Þessi leikur var erfiður og það verður að hrósa Víkings liðinu, fótboltinn sem þeir eru að spila er erfiður, þeir hafa plan og eru ekki að mæta í leikinn til að verja stigið heldur mæta til að sækja þrjú stig. Það er mjög ánægjulegt að hafa unnið svona sterkt lið,“ sagði Ólafur. „Það var stöðubarátta, og okkur fannst við kannski aðeins ofan á í fyrri hálfleik. Þeir vörðust vel, eru með sterka varnarlínu og nú er Kári kominn inn sem styrkir þá mikið,“ bætti Ólaftur við og hrósaði þar innkomu Kára Árnasonar sem reyndist FH-ingum erfiður í kvöld. „Þetta var bara spurning um fyrsta markið, það er þessir sigrar sem maður er að leita eftir eins og þessi leikur að ná góðu marki þegar leikirnir eru lokaðir.“ FH fékk aukaspyrnu rétt utan vítateigs þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Brandur Olsen tók spyrnuna og skoraði frábært mark fyrir FH. Óli hrósar Brandi og vonast eftir fleiri mörkum frá Færeyingnum. „Hann hefur gert alltof lítið af þessu, hann er með góðan spyrnufót og vonandi er hann kominn með smá blóð á tennurnar eftir þetta,“ sagði Ólafur. Hann vill að sínir menn byggi ofan á frammistöðuna og sigurinn í kvöld. „Við þurfum að vinna í því að komast í þessu opnu færi og nýta þau. Við þurfum að átta okkur á stöðunni, hvar við erum í deildinni eins og er. Til þess að komast þaðan, lengra upp þá þurfum við að nýta okkur vinnusemina sem við sýndum í kvöld og svo hægt og rólega byggja ofan á það,“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, er ánægður að fá að upplifa sigurtilfinninguna aftur eftir 1-0 sigur á Víkingi í Kaplakrika í kvöld. FH hefur ekki unnið leik í deildinni síðan 20. maí svo sigurinn var kærkominn. „Það er langt síðan við unnum leik í deildinni og hérna í Krikanum. Þetta er fín tilfinning sem kemur eftir svona leik, það er langt síðan við höfum upplifað hana og um að gera að njóta þess á meðan er,“ sagði Ólafur. Hann segist ekki hafa verið í rónni fyrr en flautað var af enda verið mikil pressa á liðinu eftir heldur dapurt gengi. „Það er pressa á okkur, við höfum ekki verið að ná í úrslit. Þessi leikur var erfiður og það verður að hrósa Víkings liðinu, fótboltinn sem þeir eru að spila er erfiður, þeir hafa plan og eru ekki að mæta í leikinn til að verja stigið heldur mæta til að sækja þrjú stig. Það er mjög ánægjulegt að hafa unnið svona sterkt lið,“ sagði Ólafur. „Það var stöðubarátta, og okkur fannst við kannski aðeins ofan á í fyrri hálfleik. Þeir vörðust vel, eru með sterka varnarlínu og nú er Kári kominn inn sem styrkir þá mikið,“ bætti Ólaftur við og hrósaði þar innkomu Kára Árnasonar sem reyndist FH-ingum erfiður í kvöld. „Þetta var bara spurning um fyrsta markið, það er þessir sigrar sem maður er að leita eftir eins og þessi leikur að ná góðu marki þegar leikirnir eru lokaðir.“ FH fékk aukaspyrnu rétt utan vítateigs þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Brandur Olsen tók spyrnuna og skoraði frábært mark fyrir FH. Óli hrósar Brandi og vonast eftir fleiri mörkum frá Færeyingnum. „Hann hefur gert alltof lítið af þessu, hann er með góðan spyrnufót og vonandi er hann kominn með smá blóð á tennurnar eftir þetta,“ sagði Ólafur. Hann vill að sínir menn byggi ofan á frammistöðuna og sigurinn í kvöld. „Við þurfum að vinna í því að komast í þessu opnu færi og nýta þau. Við þurfum að átta okkur á stöðunni, hvar við erum í deildinni eins og er. Til þess að komast þaðan, lengra upp þá þurfum við að nýta okkur vinnusemina sem við sýndum í kvöld og svo hægt og rólega byggja ofan á það,“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira