Þór H. Ásgeirsson ráðinn forstöðumaður Sjávarútvegsskólans Heimsljós kynnir 8. júlí 2019 11:30 Nemendur Sjávarútvegsskólans árið 2017 Þór H. Ásgeirsson lengst til hægri á myndinni. UNU-FTP Þór Heiðar Ásgeirsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og tekur við starfinu um næstu mánaðamót. Þór hefur gengt stöðu aðstoðarforstöðumanns skólans frá árinu 1999 og komið að stjórnun skólans, þróun hans og námskeiðahaldi um tuttugu ára skeið. Hann var einnig starfandi forstöðumaður árin 2008 og 2009 í fjarveru Tuma Tómassonar sem þá gegndi starfi umdæmisstjóra þróunarsamvinnu á Srí Lanka. Þór hefur því yfirgripsmikla þekkingu á allri starfsemi skólans, þar með talið stjórnun, skipulagningu náms, fjármálum og starfsmannahaldi og hefur séð um gerð kennslu- þjónustu- og samstarfssamninga bæði innanlands og utan. Þór er með tvöfalda meistaragráðu, M.Ed. í raungreinakennslu frá Boston University og M.Sc. í sjávarvistfræði frá University of Massachusetts. Alls voru 11 umsækjendur um starfið. Valnefnd samþykkti einróma að leggja til að Þór yrði boðið starfið og tillaga þess efnis var samþykkt einróma af stjórn skólans í síðustu viku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Sameinuðu þjóðirnar Skóla - og menntamál Vistaskipti Þróunarsamvinna Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent
Þór Heiðar Ásgeirsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og tekur við starfinu um næstu mánaðamót. Þór hefur gengt stöðu aðstoðarforstöðumanns skólans frá árinu 1999 og komið að stjórnun skólans, þróun hans og námskeiðahaldi um tuttugu ára skeið. Hann var einnig starfandi forstöðumaður árin 2008 og 2009 í fjarveru Tuma Tómassonar sem þá gegndi starfi umdæmisstjóra þróunarsamvinnu á Srí Lanka. Þór hefur því yfirgripsmikla þekkingu á allri starfsemi skólans, þar með talið stjórnun, skipulagningu náms, fjármálum og starfsmannahaldi og hefur séð um gerð kennslu- þjónustu- og samstarfssamninga bæði innanlands og utan. Þór er með tvöfalda meistaragráðu, M.Ed. í raungreinakennslu frá Boston University og M.Sc. í sjávarvistfræði frá University of Massachusetts. Alls voru 11 umsækjendur um starfið. Valnefnd samþykkti einróma að leggja til að Þór yrði boðið starfið og tillaga þess efnis var samþykkt einróma af stjórn skólans í síðustu viku. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Sameinuðu þjóðirnar Skóla - og menntamál Vistaskipti Þróunarsamvinna Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent