Landlæknir bað Evu Þóru afsökunar símleiðis Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2019 11:39 Eva Þóra Hartmannsdóttir segir niðurlægjandi að hafa verið flokkuð sem negríti þegar hún mætti í mæðravernd. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Hjúkrunarfræðineminn Eva Þóra Hartmannsdóttir, sem vakti á dögunum athygli á því að konur af afrískum uppruna væru flokkaðar sem negrítar í sjúkraskrám sínum, greinir frá því að Landlæknir hafi slegið á þráðinn til hennar og beðist afsökunar á málinu.Sjá einnig: Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Forsaga málsins er sú að Eva, sem er barnshafandi, tók eftir því í 25 vikna skoðun að ljósmóðirin sem aðstoðaði hana hakaði við „negríti“ í kynþáttaflokkun í sjúkraskrá Evu. Þegar Eva leitaði útskýringa á því fékk hún svarið að þetta hafi alltaf verið svona. Í viðtali við Stöð 2 sagðist Eva samstundis tengja orðið við orðið negri, sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. Eva segir landlækni hafa gefið sér góðan tíma í að fara yfir málin með henni og útskýrt hlutina og gefið færi á að spyrja spurninga. Þá þakkaði hún einnig Evu fyrir að hafa opnað umræðuna um þetta mál.Sjá einnig: Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans, Hulda Hjartardóttir, sagði í viðtali við Stöð 2 að með nýrri uppfærslu sem tekin var í gagnið í mars síðastliðnum hafi orðalaginu verið breytt í „af afrískum uppruna.“ Eva segir í færslu sinni á Facebook að sú vinna hafi farið af stað í desember síðastliðinn þegar kona ein tók eftir skráningu eiginmanns síns sem „negríta“. Eva segir að hennar heilsugæsla sé ein einungis tveggja á landinu sem ekki hafi tekið upp áðurnefnda uppfærslu og því hafi orðið „negríti“ verið notað í sjúkraskýrslunni. Eva segir að embætti Landlæknis hafi ætlað sér að koma í veg fyrir að nokkur þurfi að upplifa slíkt aftur. Eva Þóra segist vera gríðarlega ánægð með að hafa tjáð sig fyrir hönd minnihlutahóps á Íslandi og meðal annars komið í veg fyrir að hennar eigin börn sjái þetta orðalag í sjúkraskrám sínum. Þetta segir Eva vera skref í rétta átt. Heilbrigðismál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Sjá meira
Hjúkrunarfræðineminn Eva Þóra Hartmannsdóttir, sem vakti á dögunum athygli á því að konur af afrískum uppruna væru flokkaðar sem negrítar í sjúkraskrám sínum, greinir frá því að Landlæknir hafi slegið á þráðinn til hennar og beðist afsökunar á málinu.Sjá einnig: Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Forsaga málsins er sú að Eva, sem er barnshafandi, tók eftir því í 25 vikna skoðun að ljósmóðirin sem aðstoðaði hana hakaði við „negríti“ í kynþáttaflokkun í sjúkraskrá Evu. Þegar Eva leitaði útskýringa á því fékk hún svarið að þetta hafi alltaf verið svona. Í viðtali við Stöð 2 sagðist Eva samstundis tengja orðið við orðið negri, sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. Eva segir landlækni hafa gefið sér góðan tíma í að fara yfir málin með henni og útskýrt hlutina og gefið færi á að spyrja spurninga. Þá þakkaði hún einnig Evu fyrir að hafa opnað umræðuna um þetta mál.Sjá einnig: Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans, Hulda Hjartardóttir, sagði í viðtali við Stöð 2 að með nýrri uppfærslu sem tekin var í gagnið í mars síðastliðnum hafi orðalaginu verið breytt í „af afrískum uppruna.“ Eva segir í færslu sinni á Facebook að sú vinna hafi farið af stað í desember síðastliðinn þegar kona ein tók eftir skráningu eiginmanns síns sem „negríta“. Eva segir að hennar heilsugæsla sé ein einungis tveggja á landinu sem ekki hafi tekið upp áðurnefnda uppfærslu og því hafi orðið „negríti“ verið notað í sjúkraskýrslunni. Eva segir að embætti Landlæknis hafi ætlað sér að koma í veg fyrir að nokkur þurfi að upplifa slíkt aftur. Eva Þóra segist vera gríðarlega ánægð með að hafa tjáð sig fyrir hönd minnihlutahóps á Íslandi og meðal annars komið í veg fyrir að hennar eigin börn sjái þetta orðalag í sjúkraskrám sínum. Þetta segir Eva vera skref í rétta átt.
Heilbrigðismál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Erlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Sjá meira