Tekið á móti 75 flóttamönnum á þessu ári Heimsljós kynnir 2. júlí 2019 15:30 Mynd úr flóttamannabúðum. gunnisal Á þessu ári verður tekið á móti 75 flóttamönnum af hálfu íslenskra stjórnvalda í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), innlend sveitarfélög og Rauða krossinn á Íslandi. Rúmlega 70 milljónir einstaklinga eru á flótta í heiminum og hafa aldrei verið jafn margir í sjötíu ára sögu Flóttamannastofnunar. Flóttafólkið sem Íslendingar taka á móti eru annars vegar Sýrlendingar sem hafa dvalist í Líbanon og hins vegar fólk af afrísku bergi brotið sem hefur dvalist í flóttamannabúðum í Kenya. Á dögunum gerði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, samning við Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra Árborgar, um móttöku, aðstoð og þjónustu við fimm flóttamenn frá Sýrlandi. Fólkið kom til landsins í maí síðastliðnum ásamt 42 öðrum flóttamönnum sem settust að á Hvammstanga og á Blönduósi. Þetta er í annað sinn sem Árborg tekur á móti flóttafólki í samstarfi við íslensk stjórnvöld. „Móttaka flóttafólks hér á landi hefur gengið vel og er um að ræða farsælt samstarf á milli sveitarfélaga, ríkis og Rauða krossins á Íslandi. Ég bind vonir við að svo verði áfram,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í frétt frá ráðuneytinu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Á þessu ári verður tekið á móti 75 flóttamönnum af hálfu íslenskra stjórnvalda í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), innlend sveitarfélög og Rauða krossinn á Íslandi. Rúmlega 70 milljónir einstaklinga eru á flótta í heiminum og hafa aldrei verið jafn margir í sjötíu ára sögu Flóttamannastofnunar. Flóttafólkið sem Íslendingar taka á móti eru annars vegar Sýrlendingar sem hafa dvalist í Líbanon og hins vegar fólk af afrísku bergi brotið sem hefur dvalist í flóttamannabúðum í Kenya. Á dögunum gerði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, samning við Gísla Halldór Halldórsson, bæjarstjóra Árborgar, um móttöku, aðstoð og þjónustu við fimm flóttamenn frá Sýrlandi. Fólkið kom til landsins í maí síðastliðnum ásamt 42 öðrum flóttamönnum sem settust að á Hvammstanga og á Blönduósi. Þetta er í annað sinn sem Árborg tekur á móti flóttafólki í samstarfi við íslensk stjórnvöld. „Móttaka flóttafólks hér á landi hefur gengið vel og er um að ræða farsælt samstarf á milli sveitarfélaga, ríkis og Rauða krossins á Íslandi. Ég bind vonir við að svo verði áfram,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra í frétt frá ráðuneytinu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent