Ágúst: Hlynur átti að verja þetta Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. júlí 2019 21:37 Ágúst var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna gegn KR og sagði þá ekki hafa átt neitt skilið út úr leiknum. vísir/bára Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var daufur í dálkinn eftir tap sinna manna fyrir KR í kvöld. Eftir tapið sitja Blikar í 2. sæti, fjórum stigum á eftir KR sem sitja í toppsætinu. Hann sagði að leikurinn í kvöld hafi heilt yfir verið slakur. „Mér fannst í rauninni leikurinn heilt yfir slakur hjá báðum liðum. Það var ekki að virka það sem liðin lögðu upp með og það var ekki að sjá á þessum leik að þetta væru toppliðin í deildinni að spila hérna. Því miður vorum við lélegri en KR og þeir verðskulduðu sigurinn.“ Hann sagði það ekki skipta öllu þó vantað hafi upp á gæðin í leiknum en það var mikið búið að tala leikinn upp og að þetta væri stórleikur mótsins hingað til. „Það skipti kannski ekki öllu í kvöld, við töpum þessum leik og KR vann. Það er það sem situr eftir en hvernig leikurinn var, virðing hjá báðum liðum og auðvitað á frammistaðan að vera betri en það voru samt móment í leiknum hjá okkur,“ sagði Ágúst. „Thomas Mikkelsen fær tvö dauðafæri, skallafæri sem ég hefði viljað sjá í markinu og það hefði kannski breytt leiknum en við áttum ekkert skilið hérna.“ Ágúst gat ekki tjáð sig um meiðsli Gunnleifs Gunnleifssonar sem fór meiddur af velli eftir aðeins ellefu mínútur í kvöld. Hann vissi ekki alveg stöðuna á honum en sagði þó að hann myndi verða klár á móti HK eftir viku. Ágúst sagði að Hlynur Örn Hlöðversson, sem kom inn á fyrir Gunnleif, hefði klárlega átt að gera betur í öðru marki KR sem Óskar Örn Hauksson skoraði. „Klárlega, við verðum að vera heiðarlegir með það að hann átti að gera betur þar en að öðru leyti stóð hann sig vel. Hann átti að verja þetta en svona hlutir gerast.“ Ágúst sagði að lokum að hann væri sáttur með sumarið hingað til en frammistaðan í kvöld væru mikil vonbrigði.Hlynur Örn gerði mistök í öðru marki KR.vísir/bára Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var daufur í dálkinn eftir tap sinna manna fyrir KR í kvöld. Eftir tapið sitja Blikar í 2. sæti, fjórum stigum á eftir KR sem sitja í toppsætinu. Hann sagði að leikurinn í kvöld hafi heilt yfir verið slakur. „Mér fannst í rauninni leikurinn heilt yfir slakur hjá báðum liðum. Það var ekki að virka það sem liðin lögðu upp með og það var ekki að sjá á þessum leik að þetta væru toppliðin í deildinni að spila hérna. Því miður vorum við lélegri en KR og þeir verðskulduðu sigurinn.“ Hann sagði það ekki skipta öllu þó vantað hafi upp á gæðin í leiknum en það var mikið búið að tala leikinn upp og að þetta væri stórleikur mótsins hingað til. „Það skipti kannski ekki öllu í kvöld, við töpum þessum leik og KR vann. Það er það sem situr eftir en hvernig leikurinn var, virðing hjá báðum liðum og auðvitað á frammistaðan að vera betri en það voru samt móment í leiknum hjá okkur,“ sagði Ágúst. „Thomas Mikkelsen fær tvö dauðafæri, skallafæri sem ég hefði viljað sjá í markinu og það hefði kannski breytt leiknum en við áttum ekkert skilið hérna.“ Ágúst gat ekki tjáð sig um meiðsli Gunnleifs Gunnleifssonar sem fór meiddur af velli eftir aðeins ellefu mínútur í kvöld. Hann vissi ekki alveg stöðuna á honum en sagði þó að hann myndi verða klár á móti HK eftir viku. Ágúst sagði að Hlynur Örn Hlöðversson, sem kom inn á fyrir Gunnleif, hefði klárlega átt að gera betur í öðru marki KR sem Óskar Örn Hauksson skoraði. „Klárlega, við verðum að vera heiðarlegir með það að hann átti að gera betur þar en að öðru leyti stóð hann sig vel. Hann átti að verja þetta en svona hlutir gerast.“ Ágúst sagði að lokum að hann væri sáttur með sumarið hingað til en frammistaðan í kvöld væru mikil vonbrigði.Hlynur Örn gerði mistök í öðru marki KR.vísir/bára
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00